Innnes hækkar verð vegna gengisþróunar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. október 2018 09:30 Heildsalan Innnes er umsvifamikil. Fréttablaðið/Pjetur Gengisveiking íslensku krónunnar og kostnaðarhækkanir hafa brotist fram í verðlagningu íslenskra heildverslana. Innnes, sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins, sendi tilkynningu þess efnis til viðskiptavina sinna í síðustu viku. Um er að ræða fjögurra prósenta hækkun á vörum sem eru keyptar til landsins í evrum, fimm prósenta hækkun á vörum sem keyptar eru í pundum og sex prósenta hækkun í Bandaríkjadölum. Breytingin tekur gildi á föstudaginn í næstu viku. „Verðbreytingin er komin til vegna veikingar krónunnar annars vegar, og hækkana á launum og iðgjöldum hins vegar,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, í samtali við Markaðinn. Hann tekur fram að meginástæðan sé veiking krónunnar. Fyrirtækið hafi ákveðið að bregðast ekki við nýju kjarasamningunum í vor með verðhækkunum heldur bíða og sjá. „Við höfum reynt að sýna stöðugleika og breytum sjaldan verðum þó svo að krónan flökti innan vikmarka en veikingin hefur verið mikil á skömmum tíma. Ef við horfum á evruna þá hefur hún styrkst gagnvart krónunni um 25 prósent á rúmu ári.“ Magnús Óli segir óvíst hversu lengi verðið muni standa óhreyft eftir hækkunina. „Ég er búinn að starfa í innflutningi í 35 ár og á þeim tíma hefur verðlagning í greininni alla jafna fært sig eftir því hvernig gengið þróast. Ef fram heldur sem horfir get ég ekki séð betur en svo að líklega sé önnur hækkun í kortunum.“ – tfh Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Gengisveiking íslensku krónunnar og kostnaðarhækkanir hafa brotist fram í verðlagningu íslenskra heildverslana. Innnes, sem er ein af stærstu matvöruheildverslunum landsins, sendi tilkynningu þess efnis til viðskiptavina sinna í síðustu viku. Um er að ræða fjögurra prósenta hækkun á vörum sem eru keyptar til landsins í evrum, fimm prósenta hækkun á vörum sem keyptar eru í pundum og sex prósenta hækkun í Bandaríkjadölum. Breytingin tekur gildi á föstudaginn í næstu viku. „Verðbreytingin er komin til vegna veikingar krónunnar annars vegar, og hækkana á launum og iðgjöldum hins vegar,“ segir Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Innness, í samtali við Markaðinn. Hann tekur fram að meginástæðan sé veiking krónunnar. Fyrirtækið hafi ákveðið að bregðast ekki við nýju kjarasamningunum í vor með verðhækkunum heldur bíða og sjá. „Við höfum reynt að sýna stöðugleika og breytum sjaldan verðum þó svo að krónan flökti innan vikmarka en veikingin hefur verið mikil á skömmum tíma. Ef við horfum á evruna þá hefur hún styrkst gagnvart krónunni um 25 prósent á rúmu ári.“ Magnús Óli segir óvíst hversu lengi verðið muni standa óhreyft eftir hækkunina. „Ég er búinn að starfa í innflutningi í 35 ár og á þeim tíma hefur verðlagning í greininni alla jafna fært sig eftir því hvernig gengið þróast. Ef fram heldur sem horfir get ég ekki séð betur en svo að líklega sé önnur hækkun í kortunum.“ – tfh
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Tengdar fréttir Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30 Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00 Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
Veiking krónunnar: „Skiljanlegt að menn spyrji sig hvað sé í gangi“ Íslenska krónan hefur veikst um tæp fimm prósent gagnvart evru á síðastliðnum mánuði og tæp átta prósent á síðastliðnu ári. 17. október 2018 18:30
Krónan ekki veikari í meira en tvö ár Hagfræðingar segja tíðindi af vinnumarkaði vega þungt í gengisveikingu krónunnar síðustu daga. Forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands segir að ótti sé um að kjarasamningar fari úr böndunum í vetur. 18. október 2018 08:00