Innlent

Kveiktu í laufblöðum en misstu eldinn úr böndunum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Erfiðlega gekk að komast að eldinum í klæðningunni.
Erfiðlega gekk að komast að eldinum í klæðningunni. Vísir/Atli
Þrír karlmenn á þrítugsaldri hafa játað við yfirheyrslur lögreglu að hafa kveikt í Laugalækjarskóla í byrjun mánaðarins. RÚV greindi fyrst frá.

Í samtali við Vísi segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að mennirnir, sem grunur leikur á um að hafi verið í annarlegu ástandi, hafi komist yfir grillolíu og kveikt í laufblöðum og öðru lauslegu við vegg skólans.

„Þeir voru bara að reyna að hlýja sér,“ segir Jóhann Karl. Svo virðist sem að eldurinn hafi farið úr böndunum og læst sig í klæðningu húsnæðisins með þeim afleiðingum að töluverður skapaðist. Slökkvistarf tók um fjóra tíma. Mildi þykir að eldurinn hafi ekki borist inn í skólann.

Jóhann Karl segir að rannsókn lögreglu á málinu sé lokið og það sé í höndum ákærusviðs lögreglunnar að taka ákvörðun um hvort mennirnir verði ákærðir vegna málsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×