Seldu fasteignina sem öskraði endurtekið á viðhald og búa nú hamingjusöm í húsbíl Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. október 2018 11:00 Ástin snýst ekki um fermetra segja hjónakornin. Vísir Hjónin Guðríður Gyða Halldórsdóttir og Vilberg Guðmundsson létu langþráðan draum rætast þegar þau keyptu gríðarstóran húsbíl sem þau búa í og keyra um Suður-Evrópu meðan vindurinn gnauðar heima á Íslandi. Fjóra mánuði ársins búa þau á Íslandi en hina átta í sólinni á Spáni. Upphafið á húsbílalífstílnum má rekja til þess þegar þau keyptu sér gamla íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturberginu. Þau nýta plássið vel í húsbílnum þau Guðríður og Vilberg.Vísir „Við hentum öllu út, endurnýjuðum allt sem inni var. Þegar við vorum nýbúin að klára það, búin að setja mikla peninga í það, var komið að því að klæða alla blokkina að utan,“ segir Guðríður. Um var að ræða mikið verk og þegar það var búið þurfti að fara að laga þakið. „Þegar þetta kom allt í einu fórum við að hugsa. Ætlum við að vera í þessu allt okkar líf, eiga engan pening, ellilaunin duga ekki, þannig að við ákváðum að fara til Flórída.“ Þau heimsóttu vinafólk í Flórída, sáu flotta húsbíla og fundu bíl í fyrstu leit. Upphaflega stóð til að skoða tvo en aðeins einn kom til greina eftir að hafa stigið inn í hann. Hjónin fá barnabörnin reglulega í heimsókn í húsbílinn. Þau eiga þrettán barnabörn.Vísir Guðríður viðurkennir að fyrstu sex mánuðurnir í bíl hafi verið erfiðir. Hún hafi daglega hugsað: „Hvern fjandann er ég búin að gera? Komin í bíl í stað þess að vera í naglföstu húsi.“ Það hafi breyst fljótlega og lífið sé yndislegt. Þau séu skuldlaus. áhyggjulaus og búa fjóra mánuði ársins á Íslandi og átta ytra, í Suður-Evrópu. „Við erum nútímasígaunar. Og ef þér leiðist nágrannarnir þá ferðu bara.“ Guðríður segir alltaf ljúft að líta í heimabankann og sjá línuna „engin lán“. Vala Matt tók hús á hjónunum í húsbílnum í Íslandi í dag. Húsnæðismál Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira
Hjónin Guðríður Gyða Halldórsdóttir og Vilberg Guðmundsson létu langþráðan draum rætast þegar þau keyptu gríðarstóran húsbíl sem þau búa í og keyra um Suður-Evrópu meðan vindurinn gnauðar heima á Íslandi. Fjóra mánuði ársins búa þau á Íslandi en hina átta í sólinni á Spáni. Upphafið á húsbílalífstílnum má rekja til þess þegar þau keyptu sér gamla íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturberginu. Þau nýta plássið vel í húsbílnum þau Guðríður og Vilberg.Vísir „Við hentum öllu út, endurnýjuðum allt sem inni var. Þegar við vorum nýbúin að klára það, búin að setja mikla peninga í það, var komið að því að klæða alla blokkina að utan,“ segir Guðríður. Um var að ræða mikið verk og þegar það var búið þurfti að fara að laga þakið. „Þegar þetta kom allt í einu fórum við að hugsa. Ætlum við að vera í þessu allt okkar líf, eiga engan pening, ellilaunin duga ekki, þannig að við ákváðum að fara til Flórída.“ Þau heimsóttu vinafólk í Flórída, sáu flotta húsbíla og fundu bíl í fyrstu leit. Upphaflega stóð til að skoða tvo en aðeins einn kom til greina eftir að hafa stigið inn í hann. Hjónin fá barnabörnin reglulega í heimsókn í húsbílinn. Þau eiga þrettán barnabörn.Vísir Guðríður viðurkennir að fyrstu sex mánuðurnir í bíl hafi verið erfiðir. Hún hafi daglega hugsað: „Hvern fjandann er ég búin að gera? Komin í bíl í stað þess að vera í naglföstu húsi.“ Það hafi breyst fljótlega og lífið sé yndislegt. Þau séu skuldlaus. áhyggjulaus og búa fjóra mánuði ársins á Íslandi og átta ytra, í Suður-Evrópu. „Við erum nútímasígaunar. Og ef þér leiðist nágrannarnir þá ferðu bara.“ Guðríður segir alltaf ljúft að líta í heimabankann og sjá línuna „engin lán“. Vala Matt tók hús á hjónunum í húsbílnum í Íslandi í dag.
Húsnæðismál Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Fleiri fréttir Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Sjá meira