Á að djamma? Guðmundur Steingrímsson skrifar 1. október 2018 07:00 Á að djamma um helgina?“ er spurning sem maður hefur ótal sinnum spurt og ótal sinnum svarað á lífsleiðinni. Hennar gætir reyndar í minna mæli eftir því sem aldurinn færist yfir, einhverra hluta vegna, en á ákveðnu skeiði lífsins var hún fastur liður í vikulokin. Glaðhlakkalegur kunningi spurði mann að þessu fullur eftirvæntingar. Maður greindi gáskafullur frá áformum sínum um djamm einhvers staðar og aðrir greindu frá sínum. Svo var djammað. Nú þegar næsta helgi nálgast óðfluga hefur þessi spurning öðlast dýpri og þrungnari samfélagslega merkingu. Hvernig á maður að haga sér á 10 ára afmæli efnahagshrunsins á Íslandi? Það er á laugardaginn. Á að djamma? Spurningin er fyrst og fremst orðin aðkallandi vegna tíðinda sem bárust í síðustu viku, um að forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hefðu ákveðið að fresta árshátíð stjórnarráðsins, sem átti að fara fram á laugardaginn. Það þótti semsagt ekki tilhlýðilegt að á þessum degi, þegar Geir bað guð að blessa Ísland, væri starfsfólk stjórnarráðsins að djamma. Ræðið Þetta þarf að ræða, finnst mér. Hvað er hrunið? Hvað gerðist? Hvað hefur gerst síðan þá? Hvað ætlum við að gera með þetta, sem þjóð? Er 6. október sorgardagur? Á maður að vera í svörtu? Dó eitthvað sem við syrgjum nú? Syrgjum við samfélagið, stemminguna, skuldum drifna góðærið og gullpastað? Það er engin ástæða til að gera lítið úr viðburðunum. Þeir voru án fordæma. Stærðin var gígantísk. Fólk missti vinnu. Fólk missti fé. Allt bankakerfið hrundi. Fólk hrundi. En til að setja hlutina í samhengi, þá finnst mér þessum viðburðum einna best lýst með hinum ódauðlegu orðum sem skrifuð voru á mótmælaspjald sem rataði á fræga fréttaljósmynd: Helvítis fokking fokk. Það er það sem gerðist. Það fór allt í kúk. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt að reyna að líta slíkan skítastorm réttum augum. Þjóðarmorð eiga sér stað í veröldinni. Skelfilegar náttúruhamfarir líka, hér á landi og annars staðar. Fólk deyr. Stríðsátök þurrka út heilu borgirnar. Hungur herjar á heilu samfélögin. Börn deyja. Íslendingar, hins vegar, misstu peningana sína. Sem þeir áttu aldrei. Óttinn við reiðina Mig langar ekkert í þá veröld aftur. Hún rann sitt skeið á enda. Ég held meira að segja, að innst inni séu ráðherrarnir því sammála. Það er fáránlegt að halda því fram að hrundagurinn 6. október sé dagur þjóðarharmleiks. Slíkt væri beinlínis smekklaust gagnvart þeim sem hafa upplifað raunverulega skelfingarviðburði mannkynssögunnar. Ég held að mun frekar hafi djammbannið verið sett út af ótta. Það ríkir á Íslandi ákveðin hræðsla við mjög reitt fólk. Ég held að það sé óhætt að gera ráð fyrir því að ef árshátíð stjórnarráðsins færi fram á laugardaginn, og myndir birtust af glöðu fólki á þeim vettvangi að djamma, myndi sumt fólk springa af bræði. Ákveðnar líkur eru á að alda hneykslunar færi um samfélagið. Ég held að ráðherrarnir hafi ekki nennt henni. Sérstaklega ekki í kjölfarið á klúðrinu á Þingvöllum. Og kaupum á skammlausri vinargreiðaskýrslu Hannesar um að hrunið sé útlendingum að kenna. Mögnuð vinna Ég held reyndar að það væri hægt að skrifa ágæta skýrslu um að hrunið sé frekar Hannesi að kenna, en hvað um það. Ég hef vissan skilning á þessu. Hver nennir að djamma ef fólk er rosalega reitt út í mann? Maður nennir ekki leiðindum. Það er margt annað hægt að gera um helgina. Fullt af nýjum þáttum á Netflix. En þetta situr samt í mér. Af hverju ekki að djamma? Hversu mörg ár í viðbót á reiðin að ráða? Á hún sífellt að trompa gleðina? Eitthvað það magnaðasta sem ég varð vitni að í eftirleik hrunsins, þegar ég sat á þingi, var hin þrotlausa og ósérhlífna vinna starfsfólks stjórnarráðsins, dag og nótt, við að endurreisa Ísland. Verkefnin voru gríðarleg. Það þurfti sterk bein og taugar. Ísland var í raun gjaldþrota. Það þurfti að endurreisa efnahaginn, fyrirtækin, heimilin, orðsporið. Alls konar fólk, í alls konar stöðum, lagði allt í sölurnar. Vinna þess rataði sjaldnast í fréttirnar, en það sem það gerði, það tókst. Það tókst að endurreisa efnahag þjóðarinnar. Til eru útreikningar sem sýna að þjóðarbúið beið á endanum engan fjárhagslegan skaða af hruninu. Það er ótrúlega magnað. Klikkað. Ekki það að nokkur hafi spurt mig, en ég sjálfur ætla ekki að djamma á laugardaginn. Í ljósi sögunnar, atburðanna og í krafti löngunar til þess að gleðin sigri reiðina skora ég hins vegar á starfsfólk stjórnarráðsins að sletta ærlega úr klaufunum, þótt það verði ekki árshátíð. Ef einhverjir eiga inni sturlað djamm um helgina, þá eru það þið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á að djamma um helgina?“ er spurning sem maður hefur ótal sinnum spurt og ótal sinnum svarað á lífsleiðinni. Hennar gætir reyndar í minna mæli eftir því sem aldurinn færist yfir, einhverra hluta vegna, en á ákveðnu skeiði lífsins var hún fastur liður í vikulokin. Glaðhlakkalegur kunningi spurði mann að þessu fullur eftirvæntingar. Maður greindi gáskafullur frá áformum sínum um djamm einhvers staðar og aðrir greindu frá sínum. Svo var djammað. Nú þegar næsta helgi nálgast óðfluga hefur þessi spurning öðlast dýpri og þrungnari samfélagslega merkingu. Hvernig á maður að haga sér á 10 ára afmæli efnahagshrunsins á Íslandi? Það er á laugardaginn. Á að djamma? Spurningin er fyrst og fremst orðin aðkallandi vegna tíðinda sem bárust í síðustu viku, um að forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra hefðu ákveðið að fresta árshátíð stjórnarráðsins, sem átti að fara fram á laugardaginn. Það þótti semsagt ekki tilhlýðilegt að á þessum degi, þegar Geir bað guð að blessa Ísland, væri starfsfólk stjórnarráðsins að djamma. Ræðið Þetta þarf að ræða, finnst mér. Hvað er hrunið? Hvað gerðist? Hvað hefur gerst síðan þá? Hvað ætlum við að gera með þetta, sem þjóð? Er 6. október sorgardagur? Á maður að vera í svörtu? Dó eitthvað sem við syrgjum nú? Syrgjum við samfélagið, stemminguna, skuldum drifna góðærið og gullpastað? Það er engin ástæða til að gera lítið úr viðburðunum. Þeir voru án fordæma. Stærðin var gígantísk. Fólk missti vinnu. Fólk missti fé. Allt bankakerfið hrundi. Fólk hrundi. En til að setja hlutina í samhengi, þá finnst mér þessum viðburðum einna best lýst með hinum ódauðlegu orðum sem skrifuð voru á mótmælaspjald sem rataði á fræga fréttaljósmynd: Helvítis fokking fokk. Það er það sem gerðist. Það fór allt í kúk. Ég held að það sé mjög nauðsynlegt að reyna að líta slíkan skítastorm réttum augum. Þjóðarmorð eiga sér stað í veröldinni. Skelfilegar náttúruhamfarir líka, hér á landi og annars staðar. Fólk deyr. Stríðsátök þurrka út heilu borgirnar. Hungur herjar á heilu samfélögin. Börn deyja. Íslendingar, hins vegar, misstu peningana sína. Sem þeir áttu aldrei. Óttinn við reiðina Mig langar ekkert í þá veröld aftur. Hún rann sitt skeið á enda. Ég held meira að segja, að innst inni séu ráðherrarnir því sammála. Það er fáránlegt að halda því fram að hrundagurinn 6. október sé dagur þjóðarharmleiks. Slíkt væri beinlínis smekklaust gagnvart þeim sem hafa upplifað raunverulega skelfingarviðburði mannkynssögunnar. Ég held að mun frekar hafi djammbannið verið sett út af ótta. Það ríkir á Íslandi ákveðin hræðsla við mjög reitt fólk. Ég held að það sé óhætt að gera ráð fyrir því að ef árshátíð stjórnarráðsins færi fram á laugardaginn, og myndir birtust af glöðu fólki á þeim vettvangi að djamma, myndi sumt fólk springa af bræði. Ákveðnar líkur eru á að alda hneykslunar færi um samfélagið. Ég held að ráðherrarnir hafi ekki nennt henni. Sérstaklega ekki í kjölfarið á klúðrinu á Þingvöllum. Og kaupum á skammlausri vinargreiðaskýrslu Hannesar um að hrunið sé útlendingum að kenna. Mögnuð vinna Ég held reyndar að það væri hægt að skrifa ágæta skýrslu um að hrunið sé frekar Hannesi að kenna, en hvað um það. Ég hef vissan skilning á þessu. Hver nennir að djamma ef fólk er rosalega reitt út í mann? Maður nennir ekki leiðindum. Það er margt annað hægt að gera um helgina. Fullt af nýjum þáttum á Netflix. En þetta situr samt í mér. Af hverju ekki að djamma? Hversu mörg ár í viðbót á reiðin að ráða? Á hún sífellt að trompa gleðina? Eitthvað það magnaðasta sem ég varð vitni að í eftirleik hrunsins, þegar ég sat á þingi, var hin þrotlausa og ósérhlífna vinna starfsfólks stjórnarráðsins, dag og nótt, við að endurreisa Ísland. Verkefnin voru gríðarleg. Það þurfti sterk bein og taugar. Ísland var í raun gjaldþrota. Það þurfti að endurreisa efnahaginn, fyrirtækin, heimilin, orðsporið. Alls konar fólk, í alls konar stöðum, lagði allt í sölurnar. Vinna þess rataði sjaldnast í fréttirnar, en það sem það gerði, það tókst. Það tókst að endurreisa efnahag þjóðarinnar. Til eru útreikningar sem sýna að þjóðarbúið beið á endanum engan fjárhagslegan skaða af hruninu. Það er ótrúlega magnað. Klikkað. Ekki það að nokkur hafi spurt mig, en ég sjálfur ætla ekki að djamma á laugardaginn. Í ljósi sögunnar, atburðanna og í krafti löngunar til þess að gleðin sigri reiðina skora ég hins vegar á starfsfólk stjórnarráðsins að sletta ærlega úr klaufunum, þótt það verði ekki árshátíð. Ef einhverjir eiga inni sturlað djamm um helgina, þá eru það þið.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar