Náðun fyrrverandi forseta Perú snúið við fyrir dómi Kjartan Kjartansson skrifar 3. október 2018 22:40 Fujimori bar vitni í máli gegn fyrrverandi yfirmanna í stjórnarhernum fyrr á þessu ári. Hann er nú áttræður að aldri. Vísir/EPA Dómstóll í Perú hefur ógilt náðun sem Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti landsins, hlaut í desember í fyrra. Náðun Fujimori var afar umdeild og var talin hluti af valdatafli þáverandi forseta landsins sem reyndi að bjarga ríkisstjórn sinni frá falli. Pedro Pablo Kuczynski, þáverandi forseti Perú, náðaði Fujimori af heilsufarsástæðum í desember. Ásakanir voru um að það hafi hann gert til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks sem dóttir Fujimori leiðir til að verja sig fyrir vantrausti á þingi. Nú hefur dómstóll úrskurðað að Fujimori skuli aftur í steininn. Féllst hann á áfrýjun samtaka fórnarlamba Fujimori. Lögmenn hans segja að hann muni reka málið áfram fyrir dómstólum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fujimori, sem nú er áttræður, hefur dúsað í fangelsi frá því hann var sakfelldur vegna mannréttindabrota og spillingar og dæmdur til tuttugu og fimm ára fangelsisvistar. Hann var forseti Perú frá 1992 til 2000. Á þeim tíma leysti hann meðal annars þing landsins upp og tók sér alræðisvald, að eigin sögn til að kveða niður uppreisn maóistahreyfingarinnar Skínandi stígs. Í þeim tilgangi leyfði hann dauðasveitum að myrða fólk án dóms og laga. Fyrir það var hann sakfelldur árið 2009. Fujimori hlaut annan dóm tveimur árum síðar, þá fyrir spillingu. Kuczynski sagði af sér í mars vegna ásakana um að hann hefði keypt atkvæði. Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Dómstóll í Perú hefur ógilt náðun sem Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti landsins, hlaut í desember í fyrra. Náðun Fujimori var afar umdeild og var talin hluti af valdatafli þáverandi forseta landsins sem reyndi að bjarga ríkisstjórn sinni frá falli. Pedro Pablo Kuczynski, þáverandi forseti Perú, náðaði Fujimori af heilsufarsástæðum í desember. Ásakanir voru um að það hafi hann gert til að kaupa sér stuðning stjórnmálaflokks sem dóttir Fujimori leiðir til að verja sig fyrir vantrausti á þingi. Nú hefur dómstóll úrskurðað að Fujimori skuli aftur í steininn. Féllst hann á áfrýjun samtaka fórnarlamba Fujimori. Lögmenn hans segja að hann muni reka málið áfram fyrir dómstólum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Fujimori, sem nú er áttræður, hefur dúsað í fangelsi frá því hann var sakfelldur vegna mannréttindabrota og spillingar og dæmdur til tuttugu og fimm ára fangelsisvistar. Hann var forseti Perú frá 1992 til 2000. Á þeim tíma leysti hann meðal annars þing landsins upp og tók sér alræðisvald, að eigin sögn til að kveða niður uppreisn maóistahreyfingarinnar Skínandi stígs. Í þeim tilgangi leyfði hann dauðasveitum að myrða fólk án dóms og laga. Fyrir það var hann sakfelldur árið 2009. Fujimori hlaut annan dóm tveimur árum síðar, þá fyrir spillingu. Kuczynski sagði af sér í mars vegna ásakana um að hann hefði keypt atkvæði.
Perú Suður-Ameríka Tengdar fréttir Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57 Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25 Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30 Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Fujimori ekki laus allra mála vegna mannréttindabrota Enn er hægt að sækja fyrrverandi forseta Perú til saka vegna morða dauðasveita á sex manns árið 1992 þrátt fyrir náðun hans í desember. 19. febrúar 2018 23:57
Forseti Perú segir af sér vegna atkvæðakaupa Myndband kom fram sem virtist sýna bandamenn forsetans bjóða stjórnarandstöðuþingmönnum ábatasama samninga við ríkið í skiptum fyrir atkvæði þeirra gegn ákæru í þinginu. 21. mars 2018 22:25
Lögreglan beitti táragasi á mótmælendur í Perú Þúsundir mótmælenda komu saman í Líma, höfuðborg Perú, til að mótmæla ákvörðun um að náða Alberto Fujimori fyrrverandi forseta landsins. 26. desember 2017 12:30
Fyrrverandi forseti Perú náðaður Alberto Fujimori tók sér einræðisvald í Perú á 10. áratugnum. Hann var meðal annars fundinn sekur um að hafa heimilað morð dauðasveita á fólki. 25. desember 2017 09:31