Gáleysi utanríkisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. október 2018 07:00 Á dögunum átti sér stað umræða um Brexit-ferlið á Alþingi, og sagði utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór, þá m.a. þessi – sem ég vil kalla fleygu, þó í nokkru lágflugi séu – orð: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um það að það sé ekkert mál að fara út aftur ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir, sem enginn getur notað aftur.“ Nú er það svo, að Guðlaugur Þór er æðsti maður landsmanna í utanríkismálum og samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir, og er því nokkuð í húfi, að hann hugsi allt vel og beiti þekkingu og yfirsýn, þegar hann tjáir sig um alþjóðamál. En, í hverju felst gáleysi utanríkisráðherra? Við gengum þá þegar 1993 80-90% í ESB, í gegnum EFTA/EES-samninginn og svo Schengen-samkomulagið. Við erum því, í grundvallaratriðum, búin að vera þar inni í aldarfjórðung. Sú vist hefur lagt grundvöllinn að framförum okkar og velferð – var aðallyftistöngin upp úr hruninu –, en með þessari vist og aðild að ESB höfum við átt frjálsan og ótakmarkaðan aðgang að stærsta markaði heims, 500 milljónum manna – margir með góða kaupgetu – fyrir varning okkar og þjónustu, jafnframt ferða-, dvalar- og starfsfrelsi okkar á þessu sama svæði. Á sama hátt hefur gagnkvæmt frelsi íbúa annarra aðildarþjóða tryggt okkur þann mannafla, sem okkur vantaði til að byggja upp ferðaþjónustuna, efla byggingariðnaðinn, o.s.frv. Það, sem upp á hefur vantað, er, að inngönguskrefið væri tekið til fulls, 100%, en með því kæmumst við úr þeirri stöðu að verða áhrifalaust aðildarríki, áheyrnarfulltrúi, í þá stöðu, að hafa sex þingmenn á Evrópuþinginu og okkar eigin kommissar (ráðherra), eins og hin aðildarríkin 28, en engin þjóð hefur fleiri en einn kommissar. Með fullri aðild gætum við látið vel í okkur heyra, á réttum stöðum og réttum tímum, og haft áhrif á ekki aðeins okkar eigin stöðu, heldur líka almennan gang mála í Evrópu og heiminum. Hér skal á það minnt, að engin stærri ákvörðun nær fram að ganga í ESB, nema allar aðildarþjóðir samþykki. Hver og ein þjóð hefur því mikil áhrif og mikið vald, neitunarvald, en auðvitað eingöngu með fullri, formlegri aðild. Það, sem upp á vantar fulla aðild að ESB, er aðallega tvennt: 1. Samkomulag um landbúnaðarmál, en þar sem EES-samningurinn tengir okkur líka við innri markað ESB með landbúnaðarafurðir, eru þessi landbúnaðarmál, hvort sem er, stöðugt í deiglu, auk þess, sem ESB hefur samþykkt undanþágur og vernd landbúnaðar, bæði í Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi, vegna „norrænnar legu“, sem eflaust myndu líka gilda fyrir okkur. 2. Samkomulag um fiskimiðin, þar sem okkur væru tryggð full yfirráð yfir þeim, en Malta, sem var í sambærilegri stöðu, þegar samið var um aðild að ESB, tryggði sér full yfirráð og nýtingu fiskimiða sinna, á grundvelli langrar hefðar og þeirrar staðreyndar, að fiskveiðar voru grundvöllurinn fyrir afkomu Maltverja. Undirritaður telur því, að gæfulegt fullt aðildarsamkomulag við ESB sé mögulegt, en auðvitað yrðu engir endanlegir aðildarsamningar undirritaðir, nema svo væri. Um hugsanlega útgöngu og umsögn utanríkisráðherra um hana, skal þetta sagt: Við myndum auðvitað ekki taka lokaskrefið til inngöngu með það sérstaklega fyrir augum að ganga út aftur. Slíkar hugrenningar virðast undarlegar. Annað mál er svo það, að það er þræleinfalt að ganga úr ESB; til þess þarf bara eina einhliða yfirlýsingu og stuttan biðtíma, eins og dæmin sanna. Fullyrðingar um, að erfitt eða ómögulegt sé að ganga út, eru út í hött. Vandræði Breta við Brexit eru ekki þau, að þeir séu í vanda með að komast út, heldur þau, að þeir vilja halda öllum kostum þess að vera inni, í ESB, án þess að taka á sig eðlilegar skuldbindingar og skyldur af ESB-aðild, eins og hinar 27 aðildarþjóðirnar. Hjá Bretum virðast eiginhagsmunir oft í fyrirrúmi, eins og þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn okkur Íslendingum. Varla eru menn að mæla því bót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Á dögunum átti sér stað umræða um Brexit-ferlið á Alþingi, og sagði utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór, þá m.a. þessi – sem ég vil kalla fleygu, þó í nokkru lágflugi séu – orð: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um það að það sé ekkert mál að fara út aftur ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir, sem enginn getur notað aftur.“ Nú er það svo, að Guðlaugur Þór er æðsti maður landsmanna í utanríkismálum og samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir, og er því nokkuð í húfi, að hann hugsi allt vel og beiti þekkingu og yfirsýn, þegar hann tjáir sig um alþjóðamál. En, í hverju felst gáleysi utanríkisráðherra? Við gengum þá þegar 1993 80-90% í ESB, í gegnum EFTA/EES-samninginn og svo Schengen-samkomulagið. Við erum því, í grundvallaratriðum, búin að vera þar inni í aldarfjórðung. Sú vist hefur lagt grundvöllinn að framförum okkar og velferð – var aðallyftistöngin upp úr hruninu –, en með þessari vist og aðild að ESB höfum við átt frjálsan og ótakmarkaðan aðgang að stærsta markaði heims, 500 milljónum manna – margir með góða kaupgetu – fyrir varning okkar og þjónustu, jafnframt ferða-, dvalar- og starfsfrelsi okkar á þessu sama svæði. Á sama hátt hefur gagnkvæmt frelsi íbúa annarra aðildarþjóða tryggt okkur þann mannafla, sem okkur vantaði til að byggja upp ferðaþjónustuna, efla byggingariðnaðinn, o.s.frv. Það, sem upp á hefur vantað, er, að inngönguskrefið væri tekið til fulls, 100%, en með því kæmumst við úr þeirri stöðu að verða áhrifalaust aðildarríki, áheyrnarfulltrúi, í þá stöðu, að hafa sex þingmenn á Evrópuþinginu og okkar eigin kommissar (ráðherra), eins og hin aðildarríkin 28, en engin þjóð hefur fleiri en einn kommissar. Með fullri aðild gætum við látið vel í okkur heyra, á réttum stöðum og réttum tímum, og haft áhrif á ekki aðeins okkar eigin stöðu, heldur líka almennan gang mála í Evrópu og heiminum. Hér skal á það minnt, að engin stærri ákvörðun nær fram að ganga í ESB, nema allar aðildarþjóðir samþykki. Hver og ein þjóð hefur því mikil áhrif og mikið vald, neitunarvald, en auðvitað eingöngu með fullri, formlegri aðild. Það, sem upp á vantar fulla aðild að ESB, er aðallega tvennt: 1. Samkomulag um landbúnaðarmál, en þar sem EES-samningurinn tengir okkur líka við innri markað ESB með landbúnaðarafurðir, eru þessi landbúnaðarmál, hvort sem er, stöðugt í deiglu, auk þess, sem ESB hefur samþykkt undanþágur og vernd landbúnaðar, bæði í Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi, vegna „norrænnar legu“, sem eflaust myndu líka gilda fyrir okkur. 2. Samkomulag um fiskimiðin, þar sem okkur væru tryggð full yfirráð yfir þeim, en Malta, sem var í sambærilegri stöðu, þegar samið var um aðild að ESB, tryggði sér full yfirráð og nýtingu fiskimiða sinna, á grundvelli langrar hefðar og þeirrar staðreyndar, að fiskveiðar voru grundvöllurinn fyrir afkomu Maltverja. Undirritaður telur því, að gæfulegt fullt aðildarsamkomulag við ESB sé mögulegt, en auðvitað yrðu engir endanlegir aðildarsamningar undirritaðir, nema svo væri. Um hugsanlega útgöngu og umsögn utanríkisráðherra um hana, skal þetta sagt: Við myndum auðvitað ekki taka lokaskrefið til inngöngu með það sérstaklega fyrir augum að ganga út aftur. Slíkar hugrenningar virðast undarlegar. Annað mál er svo það, að það er þræleinfalt að ganga úr ESB; til þess þarf bara eina einhliða yfirlýsingu og stuttan biðtíma, eins og dæmin sanna. Fullyrðingar um, að erfitt eða ómögulegt sé að ganga út, eru út í hött. Vandræði Breta við Brexit eru ekki þau, að þeir séu í vanda með að komast út, heldur þau, að þeir vilja halda öllum kostum þess að vera inni, í ESB, án þess að taka á sig eðlilegar skuldbindingar og skyldur af ESB-aðild, eins og hinar 27 aðildarþjóðirnar. Hjá Bretum virðast eiginhagsmunir oft í fyrirrúmi, eins og þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn okkur Íslendingum. Varla eru menn að mæla því bót.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun