Gáleysi utanríkisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. október 2018 07:00 Á dögunum átti sér stað umræða um Brexit-ferlið á Alþingi, og sagði utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór, þá m.a. þessi – sem ég vil kalla fleygu, þó í nokkru lágflugi séu – orð: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um það að það sé ekkert mál að fara út aftur ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir, sem enginn getur notað aftur.“ Nú er það svo, að Guðlaugur Þór er æðsti maður landsmanna í utanríkismálum og samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir, og er því nokkuð í húfi, að hann hugsi allt vel og beiti þekkingu og yfirsýn, þegar hann tjáir sig um alþjóðamál. En, í hverju felst gáleysi utanríkisráðherra? Við gengum þá þegar 1993 80-90% í ESB, í gegnum EFTA/EES-samninginn og svo Schengen-samkomulagið. Við erum því, í grundvallaratriðum, búin að vera þar inni í aldarfjórðung. Sú vist hefur lagt grundvöllinn að framförum okkar og velferð – var aðallyftistöngin upp úr hruninu –, en með þessari vist og aðild að ESB höfum við átt frjálsan og ótakmarkaðan aðgang að stærsta markaði heims, 500 milljónum manna – margir með góða kaupgetu – fyrir varning okkar og þjónustu, jafnframt ferða-, dvalar- og starfsfrelsi okkar á þessu sama svæði. Á sama hátt hefur gagnkvæmt frelsi íbúa annarra aðildarþjóða tryggt okkur þann mannafla, sem okkur vantaði til að byggja upp ferðaþjónustuna, efla byggingariðnaðinn, o.s.frv. Það, sem upp á hefur vantað, er, að inngönguskrefið væri tekið til fulls, 100%, en með því kæmumst við úr þeirri stöðu að verða áhrifalaust aðildarríki, áheyrnarfulltrúi, í þá stöðu, að hafa sex þingmenn á Evrópuþinginu og okkar eigin kommissar (ráðherra), eins og hin aðildarríkin 28, en engin þjóð hefur fleiri en einn kommissar. Með fullri aðild gætum við látið vel í okkur heyra, á réttum stöðum og réttum tímum, og haft áhrif á ekki aðeins okkar eigin stöðu, heldur líka almennan gang mála í Evrópu og heiminum. Hér skal á það minnt, að engin stærri ákvörðun nær fram að ganga í ESB, nema allar aðildarþjóðir samþykki. Hver og ein þjóð hefur því mikil áhrif og mikið vald, neitunarvald, en auðvitað eingöngu með fullri, formlegri aðild. Það, sem upp á vantar fulla aðild að ESB, er aðallega tvennt: 1. Samkomulag um landbúnaðarmál, en þar sem EES-samningurinn tengir okkur líka við innri markað ESB með landbúnaðarafurðir, eru þessi landbúnaðarmál, hvort sem er, stöðugt í deiglu, auk þess, sem ESB hefur samþykkt undanþágur og vernd landbúnaðar, bæði í Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi, vegna „norrænnar legu“, sem eflaust myndu líka gilda fyrir okkur. 2. Samkomulag um fiskimiðin, þar sem okkur væru tryggð full yfirráð yfir þeim, en Malta, sem var í sambærilegri stöðu, þegar samið var um aðild að ESB, tryggði sér full yfirráð og nýtingu fiskimiða sinna, á grundvelli langrar hefðar og þeirrar staðreyndar, að fiskveiðar voru grundvöllurinn fyrir afkomu Maltverja. Undirritaður telur því, að gæfulegt fullt aðildarsamkomulag við ESB sé mögulegt, en auðvitað yrðu engir endanlegir aðildarsamningar undirritaðir, nema svo væri. Um hugsanlega útgöngu og umsögn utanríkisráðherra um hana, skal þetta sagt: Við myndum auðvitað ekki taka lokaskrefið til inngöngu með það sérstaklega fyrir augum að ganga út aftur. Slíkar hugrenningar virðast undarlegar. Annað mál er svo það, að það er þræleinfalt að ganga úr ESB; til þess þarf bara eina einhliða yfirlýsingu og stuttan biðtíma, eins og dæmin sanna. Fullyrðingar um, að erfitt eða ómögulegt sé að ganga út, eru út í hött. Vandræði Breta við Brexit eru ekki þau, að þeir séu í vanda með að komast út, heldur þau, að þeir vilja halda öllum kostum þess að vera inni, í ESB, án þess að taka á sig eðlilegar skuldbindingar og skyldur af ESB-aðild, eins og hinar 27 aðildarþjóðirnar. Hjá Bretum virðast eiginhagsmunir oft í fyrirrúmi, eins og þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn okkur Íslendingum. Varla eru menn að mæla því bót. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Á dögunum átti sér stað umræða um Brexit-ferlið á Alþingi, og sagði utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór, þá m.a. þessi – sem ég vil kalla fleygu, þó í nokkru lágflugi séu – orð: „Við hljótum að draga þá ályktun að við getum alls ekki verið inni í Evrópusambandinu. Því allt það sem hefur verið sagt um það að það sé ekkert mál að fara út aftur ef okkur líkar ekki við veruna, það eru röksemdir, sem enginn getur notað aftur.“ Nú er það svo, að Guðlaugur Þór er æðsti maður landsmanna í utanríkismálum og samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir, og er því nokkuð í húfi, að hann hugsi allt vel og beiti þekkingu og yfirsýn, þegar hann tjáir sig um alþjóðamál. En, í hverju felst gáleysi utanríkisráðherra? Við gengum þá þegar 1993 80-90% í ESB, í gegnum EFTA/EES-samninginn og svo Schengen-samkomulagið. Við erum því, í grundvallaratriðum, búin að vera þar inni í aldarfjórðung. Sú vist hefur lagt grundvöllinn að framförum okkar og velferð – var aðallyftistöngin upp úr hruninu –, en með þessari vist og aðild að ESB höfum við átt frjálsan og ótakmarkaðan aðgang að stærsta markaði heims, 500 milljónum manna – margir með góða kaupgetu – fyrir varning okkar og þjónustu, jafnframt ferða-, dvalar- og starfsfrelsi okkar á þessu sama svæði. Á sama hátt hefur gagnkvæmt frelsi íbúa annarra aðildarþjóða tryggt okkur þann mannafla, sem okkur vantaði til að byggja upp ferðaþjónustuna, efla byggingariðnaðinn, o.s.frv. Það, sem upp á hefur vantað, er, að inngönguskrefið væri tekið til fulls, 100%, en með því kæmumst við úr þeirri stöðu að verða áhrifalaust aðildarríki, áheyrnarfulltrúi, í þá stöðu, að hafa sex þingmenn á Evrópuþinginu og okkar eigin kommissar (ráðherra), eins og hin aðildarríkin 28, en engin þjóð hefur fleiri en einn kommissar. Með fullri aðild gætum við látið vel í okkur heyra, á réttum stöðum og réttum tímum, og haft áhrif á ekki aðeins okkar eigin stöðu, heldur líka almennan gang mála í Evrópu og heiminum. Hér skal á það minnt, að engin stærri ákvörðun nær fram að ganga í ESB, nema allar aðildarþjóðir samþykki. Hver og ein þjóð hefur því mikil áhrif og mikið vald, neitunarvald, en auðvitað eingöngu með fullri, formlegri aðild. Það, sem upp á vantar fulla aðild að ESB, er aðallega tvennt: 1. Samkomulag um landbúnaðarmál, en þar sem EES-samningurinn tengir okkur líka við innri markað ESB með landbúnaðarafurðir, eru þessi landbúnaðarmál, hvort sem er, stöðugt í deiglu, auk þess, sem ESB hefur samþykkt undanþágur og vernd landbúnaðar, bæði í Norður-Svíþjóð og Norður-Finnlandi, vegna „norrænnar legu“, sem eflaust myndu líka gilda fyrir okkur. 2. Samkomulag um fiskimiðin, þar sem okkur væru tryggð full yfirráð yfir þeim, en Malta, sem var í sambærilegri stöðu, þegar samið var um aðild að ESB, tryggði sér full yfirráð og nýtingu fiskimiða sinna, á grundvelli langrar hefðar og þeirrar staðreyndar, að fiskveiðar voru grundvöllurinn fyrir afkomu Maltverja. Undirritaður telur því, að gæfulegt fullt aðildarsamkomulag við ESB sé mögulegt, en auðvitað yrðu engir endanlegir aðildarsamningar undirritaðir, nema svo væri. Um hugsanlega útgöngu og umsögn utanríkisráðherra um hana, skal þetta sagt: Við myndum auðvitað ekki taka lokaskrefið til inngöngu með það sérstaklega fyrir augum að ganga út aftur. Slíkar hugrenningar virðast undarlegar. Annað mál er svo það, að það er þræleinfalt að ganga úr ESB; til þess þarf bara eina einhliða yfirlýsingu og stuttan biðtíma, eins og dæmin sanna. Fullyrðingar um, að erfitt eða ómögulegt sé að ganga út, eru út í hött. Vandræði Breta við Brexit eru ekki þau, að þeir séu í vanda með að komast út, heldur þau, að þeir vilja halda öllum kostum þess að vera inni, í ESB, án þess að taka á sig eðlilegar skuldbindingar og skyldur af ESB-aðild, eins og hinar 27 aðildarþjóðirnar. Hjá Bretum virðast eiginhagsmunir oft í fyrirrúmi, eins og þegar þeir beittu hryðjuverkalögum gegn okkur Íslendingum. Varla eru menn að mæla því bót.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun