Verðum að spila betur á lengri köflum Hjörvar Ólafsson skrifar 6. október 2018 09:00 Erik Hamrén er þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta. Fréttablaðið/Ernir Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir til leiks eftir erfiða daga í frumraun sinni í Þjóðadeild UEFA þegar liðið leikur tvo leiki, annars vegar vináttulandsleik gegn heimsmeisturum Frakklands í Guingamp 11. október og hins vegar þriðja leik sinn í Þjóðadeildinni gegn Sviss 15. október. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var borubrattur þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi í gær, en tilkoma nokkurra lykilleikmanna aftur í liðið vekur líklega von í brjósti hans, auk þess sem frammistaðan gegn Belgíu í öðrum leik Þjóðadeildarinnar var betri en í leiknum gegn Sviss. „Ég hef notað tímann frá síðustu leikjum til þess að greina leikina gegn Sviss og Belgíu og hef sent leikmönnum liðsins klippur úr leikjunum með athugasemdum um það hvað betur má fara,“ segir Hamrén í samtali við Fréttablaðið. „Við munum mæta öflugum andstæðingum, líkt og við gerðum síðast, og meginmarkmið okkar er að bæta leik okkar og spila lengri góða kafla en við gerðum í leikjunum gegn Sviss og Belgíu. Við bættum okkur vissulega á milli leikja og leikurinn við Belgíu var mun betri en skellurinn í Sviss. Við þurfum hins vegar að fækka mistökum okkar, halda einbeitingu okkar allan tímann og ná betri heildarframmistöðu í leikjunum sem fram undan eru. Ég lærði mikið af leikjunum í september og leikmenn kynntust mér líka. Við munum nýta tímann vel fram að komandi leikjum og freista þess að koma áherslum okkar í gegn. Meginmarkmiðið er svo að komast í lokakeppni EM 2020,“ sagði Svíinn enn fremur. „Mér finnst ólíklegt að við munum breyta um leikkerfi í þessum leikjum, en ég hef lungann úr mínum þjálfaraferli spilað með fjögurra manna varnarlínu. Það er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að við leikum með þriggja manna varnarlínu á einhverjum tímapunkti í Frakkaleiknum þó svo að mér finnist það ólíklegt,“ segir þjálfarinn um komandi verkefni. „Það er gott að vita af Arnóri [Sigurðssyni] og þróuninni á ferli hans. Ég tók eftir þessum leikmanni þegar hann var að spila í Svíþjóð áður en ég tók við íslenska landsliðinu og ég þekki hann vel. Eins og ég sagði um Albert [Guðmundsson] fyrir síðasta verkefni finnst mér hins vegar mikilvægara að Arnór spili allan tímann með U-21 árs landsliðinu gegn Spáni og Norður-Írlandi en nokkrar mínútur með okkur,“ segir Hamrén um Arnór og aðra unga og efnilega íslenska leikmenn. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Sjá meira
Fótbolti Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mætir til leiks eftir erfiða daga í frumraun sinni í Þjóðadeild UEFA þegar liðið leikur tvo leiki, annars vegar vináttulandsleik gegn heimsmeisturum Frakklands í Guingamp 11. október og hins vegar þriðja leik sinn í Þjóðadeildinni gegn Sviss 15. október. Erik Hamrén, þjálfari íslenska liðsins, var borubrattur þegar hann ræddi við fjölmiðla á blaðamannafundi í gær, en tilkoma nokkurra lykilleikmanna aftur í liðið vekur líklega von í brjósti hans, auk þess sem frammistaðan gegn Belgíu í öðrum leik Þjóðadeildarinnar var betri en í leiknum gegn Sviss. „Ég hef notað tímann frá síðustu leikjum til þess að greina leikina gegn Sviss og Belgíu og hef sent leikmönnum liðsins klippur úr leikjunum með athugasemdum um það hvað betur má fara,“ segir Hamrén í samtali við Fréttablaðið. „Við munum mæta öflugum andstæðingum, líkt og við gerðum síðast, og meginmarkmið okkar er að bæta leik okkar og spila lengri góða kafla en við gerðum í leikjunum gegn Sviss og Belgíu. Við bættum okkur vissulega á milli leikja og leikurinn við Belgíu var mun betri en skellurinn í Sviss. Við þurfum hins vegar að fækka mistökum okkar, halda einbeitingu okkar allan tímann og ná betri heildarframmistöðu í leikjunum sem fram undan eru. Ég lærði mikið af leikjunum í september og leikmenn kynntust mér líka. Við munum nýta tímann vel fram að komandi leikjum og freista þess að koma áherslum okkar í gegn. Meginmarkmiðið er svo að komast í lokakeppni EM 2020,“ sagði Svíinn enn fremur. „Mér finnst ólíklegt að við munum breyta um leikkerfi í þessum leikjum, en ég hef lungann úr mínum þjálfaraferli spilað með fjögurra manna varnarlínu. Það er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að við leikum með þriggja manna varnarlínu á einhverjum tímapunkti í Frakkaleiknum þó svo að mér finnist það ólíklegt,“ segir þjálfarinn um komandi verkefni. „Það er gott að vita af Arnóri [Sigurðssyni] og þróuninni á ferli hans. Ég tók eftir þessum leikmanni þegar hann var að spila í Svíþjóð áður en ég tók við íslenska landsliðinu og ég þekki hann vel. Eins og ég sagði um Albert [Guðmundsson] fyrir síðasta verkefni finnst mér hins vegar mikilvægara að Arnór spili allan tímann með U-21 árs landsliðinu gegn Spáni og Norður-Írlandi en nokkrar mínútur með okkur,“ segir Hamrén um Arnór og aðra unga og efnilega íslenska leikmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Leikstjórnandi Portúgals féll á lyfjaprófi og missir af HM Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Strákarnir ferskir á æfingu í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Hákon og Mannone hetjurnar Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Sven-Göran skildi eftir sig skuldir upp á einn og hálfan milljarð Engin stig tekin af ensku liðunum Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Atli á leið til Víkings Guardiola skilinn eftir þrjátíu ára samband Freyr stígur inn í fótboltasjúkt samfélag: „Hefur áhrif á allan bæinn hvernig gengur“ Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti