Erlent

Jair Bolsonaro vann fyrstu umferð forsetakosninga í Brasilíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Jair Bolsonaro.
Jair Bolsonaro. Vísir/GETTY
Jair Bolsonaro vann fyrstu lotu brasilísku forsetakosninganna sem fram fóru í gær og mun mæta Fernando Haddad í síðari lotunni í lok mánaðarins. Bolsonaro náði fjörutíu og sex prósent atkvæða og Haddad tuttugu og níu og því þarf að kjósa að nýju á milli tveggja efstu.

Hefði Bolsonaro hinsvegar náð helmingi atkvæða, eins og virtist stefna í, hefði ekki þurft að kjósa aftur.

Bolsonaro, sem kallaður hefur verið hinn Suður Ameríski Trump, hefur þegar kennt spilltu kosningakerfi um niðurstöðuna þótt hann hafi ekki veitt nánari útskýringar á því hvað hann ætti við. Flokkur hans verður einnig stærsti flokkurinn á þingi og er uppgangi Bolsano lýst sem gríðarlegum kaflaskilum í brasilískri stjórnmálasögu.

Hann er fyrrverandi kafteinn í brasilíska hernum og hefur tjáð sig um ýmis málefni með umdeildum hætti. Bolsonaro hefur sýnt kvenhatur og fordóma gagnvart samkynhneigðum og þá er hann alfarið á móti fóstureyðingum. Til marks um hve umdeildur hann er þá var hann stunginn af gesti á kosningafundi í aðdraganda kosninganna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×