Virkni og vinsældir Ripped ósannaðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. október 2018 10:37 Orkudrykkurinn Ripped Instagram Staðhæfingar um meintan heilsufarslegan ávinning af neyslu orkudrykkjarins Ripped teljast ekki sannaðar, að mati Neytendastofu. Íþróttavörufyrirtækið Fitness Sport hélt því fram í auglýsingum sínum að drykkurinn hefði margvíslega jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina, en fyrirtækinu hefur nú verið bannað að fullyrða um slíkt. Þar að auki hefur fyrirtækinu ekki tekist að sanna, að mati Neytendastofu, að Ripped sé vinsælasti orkudrykkur á Íslandi - eins og fram kom í auglýsingum Fitness Sport. Neytendastofa gerði Fitness Sport að sanna að fótur væri fyrir eftirfarandi fullyrðingum, sem finna mátti í markaðssetningu á Ripped:Fullyrðingar Fitness Sport um orkudrykkinn Ripped, sem fyrirtækinu tókst ekki að sanna.NeytendastofaÖfund skýri athugasemd Í svari Fitness Sport við fyrirspurn Neytendastofu sagði fyrirtækið að fullyrðingar um virkni innihaldsefna drykkjarins væru ekki lengur í umferð. Þær hefðu verið teknar úr birtingu eftir að Fitness Sport bárust ábendingar frá Matvælastofnun um að sækja þyrfti um leyfi til að nota slíkar fullyrðingar. Það væri í umsóknarferli og þangað til myndi Fitness Sport ekki fullyrða um heilsufarslegan ávinning af neyslu Ripped. Hvað varði fullyrðingar um að Ripped hafi verið söluhæsti orkudrykkur landsins í apríl 2018 sagði Fitness Sport það fengið úr sölutölum stærstu stórmarkaðskeðja landsins. Þar að auki styddu Nielsen tölur Gallup fullyrðinguna, þar sem litið er til sölu á einu tilteknu strikamerki. Hins vegar gæti Fitness Sport ekki framvísað sölutölum frá sínum viðskiptavinum til þriðja aðila, sem í þessu tilfelli væri Neytendastofa. Fyrirspurn Neytendastofu kom Fitness Sport ekki á óvart, sem sagði í bréfi sínu að það væri „viðbúið að samkeppnisaðilar félagsins sem hafi drottnað yfir markaðinum myndu gera hvað þeir gætu til að leggja stein í götu Fitness Sport þar sem innkoma þessarar nýju vöru hafi vissulega verið mikið högg fyrir markaðshlutdeild þeirra á sambærilegum vörum.“ Auglýsingar enn í umferð Neytendastofa gat þó ekki fallist á skýringar Fitness Sport. Auglýsingar með umræddum fullyrðingum væru enn aðgengilegar á bæði Facebook-síðu Fitness Sport og á Instagram-reikningnum ripped.is. Þá gaf Neytendastofa lítið fyrir réttlætingar Fitness Sport um það að fyrirtækið gæti ekki framvísað sölutölunum. Samkvæmt lögum beri Fitness Sport sönnunarbyrði fyrir þeim fullyrðingum sem fram koma í auglýsingum félagsins. Fitness Sport brást ekki við ábendingum stofnunarinnar, þrátt fyrir tveggja vikna frest. Því var Fitness Sport bönnuð birting fullyrðinganna, bæði um vinsældir og heilsufarslegan ávinning, auk þess sem fyrirtækinu var gert fjarlægja þær auglýsingar sem innihalda fullyrðingarnar af samfélagsmiðlum.Hér að neðan má sjá auglýsingu á Instagram-reikningi Ripped frá því í lok maí síðastliðins þar sem fullyrt er um vinsældir drykkjarins. View this post on Instagram A post shared by Ripped (@ripped.is) on May 28, 2018 at 8:53am PDT Neytendur Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Staðhæfingar um meintan heilsufarslegan ávinning af neyslu orkudrykkjarins Ripped teljast ekki sannaðar, að mati Neytendastofu. Íþróttavörufyrirtækið Fitness Sport hélt því fram í auglýsingum sínum að drykkurinn hefði margvíslega jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina, en fyrirtækinu hefur nú verið bannað að fullyrða um slíkt. Þar að auki hefur fyrirtækinu ekki tekist að sanna, að mati Neytendastofu, að Ripped sé vinsælasti orkudrykkur á Íslandi - eins og fram kom í auglýsingum Fitness Sport. Neytendastofa gerði Fitness Sport að sanna að fótur væri fyrir eftirfarandi fullyrðingum, sem finna mátti í markaðssetningu á Ripped:Fullyrðingar Fitness Sport um orkudrykkinn Ripped, sem fyrirtækinu tókst ekki að sanna.NeytendastofaÖfund skýri athugasemd Í svari Fitness Sport við fyrirspurn Neytendastofu sagði fyrirtækið að fullyrðingar um virkni innihaldsefna drykkjarins væru ekki lengur í umferð. Þær hefðu verið teknar úr birtingu eftir að Fitness Sport bárust ábendingar frá Matvælastofnun um að sækja þyrfti um leyfi til að nota slíkar fullyrðingar. Það væri í umsóknarferli og þangað til myndi Fitness Sport ekki fullyrða um heilsufarslegan ávinning af neyslu Ripped. Hvað varði fullyrðingar um að Ripped hafi verið söluhæsti orkudrykkur landsins í apríl 2018 sagði Fitness Sport það fengið úr sölutölum stærstu stórmarkaðskeðja landsins. Þar að auki styddu Nielsen tölur Gallup fullyrðinguna, þar sem litið er til sölu á einu tilteknu strikamerki. Hins vegar gæti Fitness Sport ekki framvísað sölutölum frá sínum viðskiptavinum til þriðja aðila, sem í þessu tilfelli væri Neytendastofa. Fyrirspurn Neytendastofu kom Fitness Sport ekki á óvart, sem sagði í bréfi sínu að það væri „viðbúið að samkeppnisaðilar félagsins sem hafi drottnað yfir markaðinum myndu gera hvað þeir gætu til að leggja stein í götu Fitness Sport þar sem innkoma þessarar nýju vöru hafi vissulega verið mikið högg fyrir markaðshlutdeild þeirra á sambærilegum vörum.“ Auglýsingar enn í umferð Neytendastofa gat þó ekki fallist á skýringar Fitness Sport. Auglýsingar með umræddum fullyrðingum væru enn aðgengilegar á bæði Facebook-síðu Fitness Sport og á Instagram-reikningnum ripped.is. Þá gaf Neytendastofa lítið fyrir réttlætingar Fitness Sport um það að fyrirtækið gæti ekki framvísað sölutölunum. Samkvæmt lögum beri Fitness Sport sönnunarbyrði fyrir þeim fullyrðingum sem fram koma í auglýsingum félagsins. Fitness Sport brást ekki við ábendingum stofnunarinnar, þrátt fyrir tveggja vikna frest. Því var Fitness Sport bönnuð birting fullyrðinganna, bæði um vinsældir og heilsufarslegan ávinning, auk þess sem fyrirtækinu var gert fjarlægja þær auglýsingar sem innihalda fullyrðingarnar af samfélagsmiðlum.Hér að neðan má sjá auglýsingu á Instagram-reikningi Ripped frá því í lok maí síðastliðins þar sem fullyrt er um vinsældir drykkjarins. View this post on Instagram A post shared by Ripped (@ripped.is) on May 28, 2018 at 8:53am PDT
Neytendur Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira