Virkni og vinsældir Ripped ósannaðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. október 2018 10:37 Orkudrykkurinn Ripped Instagram Staðhæfingar um meintan heilsufarslegan ávinning af neyslu orkudrykkjarins Ripped teljast ekki sannaðar, að mati Neytendastofu. Íþróttavörufyrirtækið Fitness Sport hélt því fram í auglýsingum sínum að drykkurinn hefði margvíslega jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina, en fyrirtækinu hefur nú verið bannað að fullyrða um slíkt. Þar að auki hefur fyrirtækinu ekki tekist að sanna, að mati Neytendastofu, að Ripped sé vinsælasti orkudrykkur á Íslandi - eins og fram kom í auglýsingum Fitness Sport. Neytendastofa gerði Fitness Sport að sanna að fótur væri fyrir eftirfarandi fullyrðingum, sem finna mátti í markaðssetningu á Ripped:Fullyrðingar Fitness Sport um orkudrykkinn Ripped, sem fyrirtækinu tókst ekki að sanna.NeytendastofaÖfund skýri athugasemd Í svari Fitness Sport við fyrirspurn Neytendastofu sagði fyrirtækið að fullyrðingar um virkni innihaldsefna drykkjarins væru ekki lengur í umferð. Þær hefðu verið teknar úr birtingu eftir að Fitness Sport bárust ábendingar frá Matvælastofnun um að sækja þyrfti um leyfi til að nota slíkar fullyrðingar. Það væri í umsóknarferli og þangað til myndi Fitness Sport ekki fullyrða um heilsufarslegan ávinning af neyslu Ripped. Hvað varði fullyrðingar um að Ripped hafi verið söluhæsti orkudrykkur landsins í apríl 2018 sagði Fitness Sport það fengið úr sölutölum stærstu stórmarkaðskeðja landsins. Þar að auki styddu Nielsen tölur Gallup fullyrðinguna, þar sem litið er til sölu á einu tilteknu strikamerki. Hins vegar gæti Fitness Sport ekki framvísað sölutölum frá sínum viðskiptavinum til þriðja aðila, sem í þessu tilfelli væri Neytendastofa. Fyrirspurn Neytendastofu kom Fitness Sport ekki á óvart, sem sagði í bréfi sínu að það væri „viðbúið að samkeppnisaðilar félagsins sem hafi drottnað yfir markaðinum myndu gera hvað þeir gætu til að leggja stein í götu Fitness Sport þar sem innkoma þessarar nýju vöru hafi vissulega verið mikið högg fyrir markaðshlutdeild þeirra á sambærilegum vörum.“ Auglýsingar enn í umferð Neytendastofa gat þó ekki fallist á skýringar Fitness Sport. Auglýsingar með umræddum fullyrðingum væru enn aðgengilegar á bæði Facebook-síðu Fitness Sport og á Instagram-reikningnum ripped.is. Þá gaf Neytendastofa lítið fyrir réttlætingar Fitness Sport um það að fyrirtækið gæti ekki framvísað sölutölunum. Samkvæmt lögum beri Fitness Sport sönnunarbyrði fyrir þeim fullyrðingum sem fram koma í auglýsingum félagsins. Fitness Sport brást ekki við ábendingum stofnunarinnar, þrátt fyrir tveggja vikna frest. Því var Fitness Sport bönnuð birting fullyrðinganna, bæði um vinsældir og heilsufarslegan ávinning, auk þess sem fyrirtækinu var gert fjarlægja þær auglýsingar sem innihalda fullyrðingarnar af samfélagsmiðlum.Hér að neðan má sjá auglýsingu á Instagram-reikningi Ripped frá því í lok maí síðastliðins þar sem fullyrt er um vinsældir drykkjarins. View this post on Instagram A post shared by Ripped (@ripped.is) on May 28, 2018 at 8:53am PDT Neytendur Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Staðhæfingar um meintan heilsufarslegan ávinning af neyslu orkudrykkjarins Ripped teljast ekki sannaðar, að mati Neytendastofu. Íþróttavörufyrirtækið Fitness Sport hélt því fram í auglýsingum sínum að drykkurinn hefði margvíslega jákvæð áhrif á líkamsstarfsemina, en fyrirtækinu hefur nú verið bannað að fullyrða um slíkt. Þar að auki hefur fyrirtækinu ekki tekist að sanna, að mati Neytendastofu, að Ripped sé vinsælasti orkudrykkur á Íslandi - eins og fram kom í auglýsingum Fitness Sport. Neytendastofa gerði Fitness Sport að sanna að fótur væri fyrir eftirfarandi fullyrðingum, sem finna mátti í markaðssetningu á Ripped:Fullyrðingar Fitness Sport um orkudrykkinn Ripped, sem fyrirtækinu tókst ekki að sanna.NeytendastofaÖfund skýri athugasemd Í svari Fitness Sport við fyrirspurn Neytendastofu sagði fyrirtækið að fullyrðingar um virkni innihaldsefna drykkjarins væru ekki lengur í umferð. Þær hefðu verið teknar úr birtingu eftir að Fitness Sport bárust ábendingar frá Matvælastofnun um að sækja þyrfti um leyfi til að nota slíkar fullyrðingar. Það væri í umsóknarferli og þangað til myndi Fitness Sport ekki fullyrða um heilsufarslegan ávinning af neyslu Ripped. Hvað varði fullyrðingar um að Ripped hafi verið söluhæsti orkudrykkur landsins í apríl 2018 sagði Fitness Sport það fengið úr sölutölum stærstu stórmarkaðskeðja landsins. Þar að auki styddu Nielsen tölur Gallup fullyrðinguna, þar sem litið er til sölu á einu tilteknu strikamerki. Hins vegar gæti Fitness Sport ekki framvísað sölutölum frá sínum viðskiptavinum til þriðja aðila, sem í þessu tilfelli væri Neytendastofa. Fyrirspurn Neytendastofu kom Fitness Sport ekki á óvart, sem sagði í bréfi sínu að það væri „viðbúið að samkeppnisaðilar félagsins sem hafi drottnað yfir markaðinum myndu gera hvað þeir gætu til að leggja stein í götu Fitness Sport þar sem innkoma þessarar nýju vöru hafi vissulega verið mikið högg fyrir markaðshlutdeild þeirra á sambærilegum vörum.“ Auglýsingar enn í umferð Neytendastofa gat þó ekki fallist á skýringar Fitness Sport. Auglýsingar með umræddum fullyrðingum væru enn aðgengilegar á bæði Facebook-síðu Fitness Sport og á Instagram-reikningnum ripped.is. Þá gaf Neytendastofa lítið fyrir réttlætingar Fitness Sport um það að fyrirtækið gæti ekki framvísað sölutölunum. Samkvæmt lögum beri Fitness Sport sönnunarbyrði fyrir þeim fullyrðingum sem fram koma í auglýsingum félagsins. Fitness Sport brást ekki við ábendingum stofnunarinnar, þrátt fyrir tveggja vikna frest. Því var Fitness Sport bönnuð birting fullyrðinganna, bæði um vinsældir og heilsufarslegan ávinning, auk þess sem fyrirtækinu var gert fjarlægja þær auglýsingar sem innihalda fullyrðingarnar af samfélagsmiðlum.Hér að neðan má sjá auglýsingu á Instagram-reikningi Ripped frá því í lok maí síðastliðins þar sem fullyrt er um vinsældir drykkjarins. View this post on Instagram A post shared by Ripped (@ripped.is) on May 28, 2018 at 8:53am PDT
Neytendur Mest lesið Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Björn Hlynur kaupir Ölver ásamt æskuvinum sínum Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent