Yfirvöld í Tyrklandi leita bíls sem talinn er hafa flutt lík blaðamannsins Sylvía Hall skrifar 8. október 2018 21:24 Lögreglan girti af svæðið í kringum ræðisskrifstofuna í dag. Vísir/EPA Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl á þriðjudag. Bíllinn sást keyra frá ræðisskrifstofunni tveimur tímum eftir að Khashoggi fór þangað inn. Sjá einnig: Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Bílinn er talinn vera einn af sex bílum í eigu hóps leigumorðingja sem taldir eru bera ábyrgð á dauða blaðamannsins. Á öryggismyndavélum sjást kassar vera færðir inn í bílinn áður en hann keyrði burt ásamt fimm öðrum bílum. Þrír bílanna keyrðu áfram á hraðbrautinni en hinir þrír beygðu til hægri. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur krafist útskýringa á hvarfi blaðamannsins og segist fylgjast náið með rannsókninni. Þá segir hann ræðisskrifstofuna ekki getað firrað sig ábyrgð með því að lýsa því yfir að blaðamaðurinn hafi yfirgefið bygginguna án þess að færa fyrir því sönnur. Khashoggi hafði áður starfað sem ráðgjafi í heimalandi sínu áður en hann gerðist sjálfstætt starfandi blaðamaður og skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld í heimalandinu. Þá er hann sagður hafa fengið tilboð um að gerast ráðgjafi krónprinsins Mohammed bin Salman stuttu fyrir hvarfið. Morðið á Khashoggi Tyrkland Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Yfirvöld í Tyrklandi rannsaka nú umferðarmyndavélar í von um að finna svartan sendiferðabíl sem þau telja hafa flutt lík blaðamannsins Jamal Khashoggi frá ræðisskrifstofu Sádi-arabíu í Istanbúl á þriðjudag. Bíllinn sást keyra frá ræðisskrifstofunni tveimur tímum eftir að Khashoggi fór þangað inn. Sjá einnig: Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Bílinn er talinn vera einn af sex bílum í eigu hóps leigumorðingja sem taldir eru bera ábyrgð á dauða blaðamannsins. Á öryggismyndavélum sjást kassar vera færðir inn í bílinn áður en hann keyrði burt ásamt fimm öðrum bílum. Þrír bílanna keyrðu áfram á hraðbrautinni en hinir þrír beygðu til hægri. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur krafist útskýringa á hvarfi blaðamannsins og segist fylgjast náið með rannsókninni. Þá segir hann ræðisskrifstofuna ekki getað firrað sig ábyrgð með því að lýsa því yfir að blaðamaðurinn hafi yfirgefið bygginguna án þess að færa fyrir því sönnur. Khashoggi hafði áður starfað sem ráðgjafi í heimalandi sínu áður en hann gerðist sjálfstætt starfandi blaðamaður og skrifaði meðal annars pistla fyrir Washington Post þar sem hann gagnrýndi stjórnvöld í heimalandinu. Þá er hann sagður hafa fengið tilboð um að gerast ráðgjafi krónprinsins Mohammed bin Salman stuttu fyrir hvarfið.
Morðið á Khashoggi Tyrkland Tengdar fréttir Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17 Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannaskrifstofu heimalands síns Tyrkneska lögreglan telur að Sádí-arabíski blaðamaðurinn Jamal Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannaskrifsstofu Sádi-arabíu í Istanbúl þar sem síðast sást til hans. 6. október 2018 21:17
Telja að lík blaðamannsins hafi verið bútað niður og flutt á brott Ekkert hefur spurst til Jamals Khashoggi, blaðamann frá Sádí-Arabíu frá því hann heimsótti ræðisskrifstofu heimalands síns síðasta þriðjudag. Hann hefur undanfarið ár verið í sjálfskipaðri útlegð í Washington af ótta við ofsóknir yfirvalda. 7. október 2018 18:31