Erlent

Ástralar taka ekki í mál að hætta að brenna kol

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Michael McCormack.
Michael McCormack. Vísir/EPA
Ástralar segja ekki koma til greina að hlýta varnaðarorðum hinnar svörtu loftslagsskýrslu sem gefin var út í gær en í skýrslunni er meðal annars lagt til að kolaframleiðslu verði hætt fyrir árið 2050.

Miklar kolanámur eru í Ástralíu og segir aðstoðarforsætisráðherra landsins, Michael McCormack, að ekki komi til greina að fara eftir niðurstöðum „einhverrar skýrslu“, eins og hann orðar það og breyta framtíðaráformum Ástrala.

Forsætisráðherrann Scott Morrison segir að þrátt fyrir þetta muni Ástralar fara létt með að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að draga úr losun um allt að 28 prósent fyrir árið 2030. Sérfræðingar draga þetta þó í efa og benda á að útblásturinn í Ástralíu sé enn að aukast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×