Skutu nágranna sinn til bana vegna deilna um rusl Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2018 15:15 Feðgarnir John Miller og Michael Miller hafa verið ákærðir í Texas fyrir að skjóta Aaron Howard, nágranna þeirra, til bana þann 1. september. Feðgarnir John Miller og Michael Miller hafa verið ákærðir í Texas fyrir að skjóta Aaron Howard, nágranna þeirra, til bana þann 1. september. Það gerðu þeir vegna deilna um rusl. Feðgarnir ganga nú lausir gegn tryggingu. Eiginkona Howard, Kara Box, ræddi við blaðamann Star-Telegram og lét hann fá myndband af skotárásinni sem hún tók upp á síma sinn.Hún segir Howard hafa hent dýnu í gám fyrir aftan hús þeirra nokkrum dögum áður en þann 1. september sáu þau að auð dýnan var komin inn á lóð þeirra. Howard fór því út og henti dýnunni aftur í gáminn. Skömmu seinna sáu þau John Miller taka dýnuna úr gámnum og henda henni inn á lóð þeirra hjóna. Box segir Howard hafa gengið upp að Miller og sagt honum að setja dýnuna aftur í gáminn. Hún segir Miller hafa orðið reiðan og hann hafi neitað. Því næst hafi hann dregið skammbyssu úr stuttbuxum sínum. Þá voru lítil börn í bakgarði hjónanna og Box segir Howard hafa orðið mjög reiðan og þeir hafi farið að rífast. Skömmu seinna hafi Michael Miller mætt með haglabyssu. Howard hótaði ítrekað að myrða feðgana, þó hann væri óvopnaður. „Þú dregur fram byssu fyrir framan börnin mín út af dýnu?“ spurði Howard. John Miller sagði ítrekað að ef Howard nálgist sig verði hann skotinn. Sem gerðist svo á endanum. Bæði John og Michael virðast hafa skotið Howard. Box segir að bróðir Howard hefði þá verið búinn að rétta honum hafnaboltakylfu en hann hefði hins vegar ekki reynt að sveifla henni. Myndböndin hér að neðan gætu vakið óhug áhorfenda. Box segir að í kjölfar þess að feðgarnir skutu Howard hafi þeir beint byssum sínum að henni og bróður Howard og þvingað þau til þess að leggjast á jörðina. Þau höfðu flutt í hús þeirra í apríl og höfðu aldrei áður rætt við nágranna sína í næsta húsi.Samkvæmt Washington Post segir lögreglan að minnst tvö skotanna hafi hæft Howard. Hann lést þegar verið var að flytja hann á sjúkrahús.Blaðamaður hringdi í John Miller sem vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagðist telja það svo að um einkamál á milli sín og Texas væri að ræða. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira
Feðgarnir John Miller og Michael Miller hafa verið ákærðir í Texas fyrir að skjóta Aaron Howard, nágranna þeirra, til bana þann 1. september. Það gerðu þeir vegna deilna um rusl. Feðgarnir ganga nú lausir gegn tryggingu. Eiginkona Howard, Kara Box, ræddi við blaðamann Star-Telegram og lét hann fá myndband af skotárásinni sem hún tók upp á síma sinn.Hún segir Howard hafa hent dýnu í gám fyrir aftan hús þeirra nokkrum dögum áður en þann 1. september sáu þau að auð dýnan var komin inn á lóð þeirra. Howard fór því út og henti dýnunni aftur í gáminn. Skömmu seinna sáu þau John Miller taka dýnuna úr gámnum og henda henni inn á lóð þeirra hjóna. Box segir Howard hafa gengið upp að Miller og sagt honum að setja dýnuna aftur í gáminn. Hún segir Miller hafa orðið reiðan og hann hafi neitað. Því næst hafi hann dregið skammbyssu úr stuttbuxum sínum. Þá voru lítil börn í bakgarði hjónanna og Box segir Howard hafa orðið mjög reiðan og þeir hafi farið að rífast. Skömmu seinna hafi Michael Miller mætt með haglabyssu. Howard hótaði ítrekað að myrða feðgana, þó hann væri óvopnaður. „Þú dregur fram byssu fyrir framan börnin mín út af dýnu?“ spurði Howard. John Miller sagði ítrekað að ef Howard nálgist sig verði hann skotinn. Sem gerðist svo á endanum. Bæði John og Michael virðast hafa skotið Howard. Box segir að bróðir Howard hefði þá verið búinn að rétta honum hafnaboltakylfu en hann hefði hins vegar ekki reynt að sveifla henni. Myndböndin hér að neðan gætu vakið óhug áhorfenda. Box segir að í kjölfar þess að feðgarnir skutu Howard hafi þeir beint byssum sínum að henni og bróður Howard og þvingað þau til þess að leggjast á jörðina. Þau höfðu flutt í hús þeirra í apríl og höfðu aldrei áður rætt við nágranna sína í næsta húsi.Samkvæmt Washington Post segir lögreglan að minnst tvö skotanna hafi hæft Howard. Hann lést þegar verið var að flytja hann á sjúkrahús.Blaðamaður hringdi í John Miller sem vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagðist telja það svo að um einkamál á milli sín og Texas væri að ræða.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Fleiri fréttir Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Sjá meira