Rússar ætla að senda Sýrlendingum öflug loftvarnaloftskeyti Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. september 2018 19:12 Hér má sjá loftskeyti af gerðinni S-300, þeirri sömu og Rússar hyggjast senda til S'yrlands. Myndin er tekin á hersýningu í Moskvu þar sem því var fangað að 71 ár er liðið frá sigri Sovétríkjanna í seinni heimsstyrjöld. Vísir/AP Rússneska ríkisstjórnin hyggst vopna sýrlensk stjórnvöld með hátækni loftvarnaloftskeytum (e. anti-aircraft missile) af gerðinni S-300 á næstu tveimur vikum. Þetta hefur Washington Post eftir varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu. Rússland hefur löngum stutt sýrlensku ríkisstjórnina í stríðinu í Sýrlandi, en hefur þó látið vera að sjá henni fyrir loftskeytum eins og þeim sem um ræðir, meðal annars vegna mikillar andstöðu Ísrael við slíkar aðgerðir, en ísraelski herinn hefur þónokkur hernaðarumsvif í Sýrlandi þar sem hann berst við íranska andstæðinga sína. Nú hafa Rússar hins vegar tekið ákvörðun um að senda skeytin til Sýrlands. Þá ákvörðun má rekja til þess að rússnesk flugvél sem innihélt 15 rússneska útsendara í eftirlitsför yfir Sýrlandi var skotin niður. Vélin var skotin niður af sýrlensku loftskeyti en Rússar kenna Ísrael engu að síður um atvikið, þar sem þeir segja ísraelska orrustuþotu hafa notað rússnesku vélina til þess að komast undan skeytinu. Ísraelsk yfirvöld hafa hins vegar þvegið hendur sínar af málinu og segja vélar sínar hafa verið komnar í ísraelska lofthelgi þegar vél Rússanna var skotin niður. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin Rússlandsforseti ræddust við í síma á mánudaginn. Samkvæmt forsetaskrifstofu Rússland sagði Putin þar að afhending skeytanna til Sýrlands væri helst hugsuð til þess að „koma í veg fyrir frekari mannfall rússneskra fulltrúa á svæðinu.“ Samkvæmt skrifstofu Netanyahu svaraði hann um hæl og sagði að afhending háþróaðra hergagna í „hendur óábyrgra“ myndu auka hættu á svæðinu og að Ísrael myndi halda áfram að verja öryggi sitt og hagsmuni. Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. 18. september 2018 14:11 Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Rússneska ríkisstjórnin hyggst vopna sýrlensk stjórnvöld með hátækni loftvarnaloftskeytum (e. anti-aircraft missile) af gerðinni S-300 á næstu tveimur vikum. Þetta hefur Washington Post eftir varnarmálaráðherra Rússa, Sergei Shoigu. Rússland hefur löngum stutt sýrlensku ríkisstjórnina í stríðinu í Sýrlandi, en hefur þó látið vera að sjá henni fyrir loftskeytum eins og þeim sem um ræðir, meðal annars vegna mikillar andstöðu Ísrael við slíkar aðgerðir, en ísraelski herinn hefur þónokkur hernaðarumsvif í Sýrlandi þar sem hann berst við íranska andstæðinga sína. Nú hafa Rússar hins vegar tekið ákvörðun um að senda skeytin til Sýrlands. Þá ákvörðun má rekja til þess að rússnesk flugvél sem innihélt 15 rússneska útsendara í eftirlitsför yfir Sýrlandi var skotin niður. Vélin var skotin niður af sýrlensku loftskeyti en Rússar kenna Ísrael engu að síður um atvikið, þar sem þeir segja ísraelska orrustuþotu hafa notað rússnesku vélina til þess að komast undan skeytinu. Ísraelsk yfirvöld hafa hins vegar þvegið hendur sínar af málinu og segja vélar sínar hafa verið komnar í ísraelska lofthelgi þegar vél Rússanna var skotin niður. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Vladimir Putin Rússlandsforseti ræddust við í síma á mánudaginn. Samkvæmt forsetaskrifstofu Rússland sagði Putin þar að afhending skeytanna til Sýrlands væri helst hugsuð til þess að „koma í veg fyrir frekari mannfall rússneskra fulltrúa á svæðinu.“ Samkvæmt skrifstofu Netanyahu svaraði hann um hæl og sagði að afhending háþróaðra hergagna í „hendur óábyrgra“ myndu auka hættu á svæðinu og að Ísrael myndi halda áfram að verja öryggi sitt og hagsmuni.
Ísrael Mið-Austurlönd Rússland Sýrland Tengdar fréttir Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. 18. september 2018 14:11 Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Sjá meira
Ísrael segir Assad-liðum alfarið um að kenna Fimmtán áhafnarmeðlimir dóu þegar rússnesk flugvél var skotin niður í aðflugi að flugstöð Rússa í Latakia-héraði í Sýrlandi. 18. september 2018 14:11
Assad-liðar skutu niður rússneska flugvél fyrir mistök Yfirvöld Rússlands kenna Ísrael um að stjórnarher Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, hafi skotið rússneska flugvél niður yfir Miðjarðarhafi í gærkvöldi. 18. september 2018 08:54