Staðreyndir um veiðigjald Kristján Þór Júlíusson skrifar 27. september 2018 07:00 Fyrstu viðbrögð við frumvarpi um veiðigjald sýna að ágætis sátt getur náðst um að færa álagningu veiðigjalds nær afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og gera alla stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, gegnsærri og áreiðanlegri. Allt er þetta til þess fallið að bæta framkvæmd þessarar gjaldtöku, til hagsbóta fyrir alla sem að íslenskum sjávarútvegi koma. Eðlilega eru skiptar skoðanir á því hversu stóran hluta ríkið á að taka af afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Forsvarsfólk þeirra hefur lýst yfir vonbrigðum með það að ríkið taki til sín 33% af hagnaði við fiskveiðar til viðbótar við 20% tekjuskatt og aðra gjaldtöku. Því sjónarmiði sýni ég fullan skilning. Formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra náði hins vegar þeim áfanga að gagnrýna frumvarpið tveimur vikum áður en það var tilbúið. Þá sagði hún í viðtali að frumvarpið yrði „óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska“. Eftir að frumvarpið kom fram er gagnrýni formanns Viðreisnar tvíþætt eins og hún var sett fram á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Annars vegar að með nýju frumvarpi sé verið að taka ákvörðun um lækkun veiðigjalds. Hins vegar að frumvarpið muni „auðvelda pólitíkinni að krukka í veiðigjöldin“. Þetta eru rangfærslur. Varðandi hið fyrrnefnda liggur fyrir að með frumvarpinu er gjaldhlutfall veiðigjalds óbreytt frá gildandi lögum. Veiðigjald lækkar síðan eða hækkar eftir því hver afkoma sjávarútvegsfyrirtækja er á hverjum tíma. Það væri hins vegar fróðlegt að vita hversu hátt hlutfall af hagnaði fyrirtækja formaður Viðreisnar vill innheimta fyrst 33% af afkomu auk annarra skatta duga ekki til. Varðandi hið síðarnefnda er rétt að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um að aðkoma sjávarútvegsráðherra að ákvörðun veiðigjalds verður sú sama og hefur verið, nema í stað þess að ráðherra staðfesti tillögu veiðigjaldsnefndar að veiðigjaldi hvers árs þá staðfestir ráðherra tillögu Ríkisskattstjóra. Það er mín von að umræða um frumvarpið verði málefnaleg og uppbyggileg. Að við látum ekki innantóma frasa stjórna umræðunni heldur tökum efnislega umræðu um þær áskoranir sem blasa við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við frumvarpi um veiðigjald sýna að ágætis sátt getur náðst um að færa álagningu veiðigjalds nær afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og gera alla stjórnsýslu með álagningu gjaldsins einfaldari, gegnsærri og áreiðanlegri. Allt er þetta til þess fallið að bæta framkvæmd þessarar gjaldtöku, til hagsbóta fyrir alla sem að íslenskum sjávarútvegi koma. Eðlilega eru skiptar skoðanir á því hversu stóran hluta ríkið á að taka af afkomu sjávarútvegsfyrirtækja. Forsvarsfólk þeirra hefur lýst yfir vonbrigðum með það að ríkið taki til sín 33% af hagnaði við fiskveiðar til viðbótar við 20% tekjuskatt og aðra gjaldtöku. Því sjónarmiði sýni ég fullan skilning. Formaður Viðreisnar og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra náði hins vegar þeim áfanga að gagnrýna frumvarpið tveimur vikum áður en það var tilbúið. Þá sagði hún í viðtali að frumvarpið yrði „óttalegt prjál og í raun einhver sýndarmennska“. Eftir að frumvarpið kom fram er gagnrýni formanns Viðreisnar tvíþætt eins og hún var sett fram á forsíðu Fréttablaðsins í gær. Annars vegar að með nýju frumvarpi sé verið að taka ákvörðun um lækkun veiðigjalds. Hins vegar að frumvarpið muni „auðvelda pólitíkinni að krukka í veiðigjöldin“. Þetta eru rangfærslur. Varðandi hið fyrrnefnda liggur fyrir að með frumvarpinu er gjaldhlutfall veiðigjalds óbreytt frá gildandi lögum. Veiðigjald lækkar síðan eða hækkar eftir því hver afkoma sjávarútvegsfyrirtækja er á hverjum tíma. Það væri hins vegar fróðlegt að vita hversu hátt hlutfall af hagnaði fyrirtækja formaður Viðreisnar vill innheimta fyrst 33% af afkomu auk annarra skatta duga ekki til. Varðandi hið síðarnefnda er rétt að upplýsa ráðherrann fyrrverandi um að aðkoma sjávarútvegsráðherra að ákvörðun veiðigjalds verður sú sama og hefur verið, nema í stað þess að ráðherra staðfesti tillögu veiðigjaldsnefndar að veiðigjaldi hvers árs þá staðfestir ráðherra tillögu Ríkisskattstjóra. Það er mín von að umræða um frumvarpið verði málefnaleg og uppbyggileg. Að við látum ekki innantóma frasa stjórna umræðunni heldur tökum efnislega umræðu um þær áskoranir sem blasa við.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun