Blind andúð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. september 2018 07:00 Það er hið besta mál að hafa prinsipp og standa fast á sínu, en það má samt ekki vera þannig að þrjóskan hertaki skynsemina og haldi henni í gíslingu. Einmitt þetta hefur hent hörðustu andstæðinga Evrópusambandsins hér á landi. Þeir láta enn eins og Bretar séu að stíga blessunarríkt spor með útgöngu úr Evrópusambandinu. Það skiptir þá engu að þessi ákvörðun ætlar að verða Bretum dýrkeypt. Allur aðdragandi Brexit sýnir fram á getuleysi breskra stjórnmálamanna og embættismanna. Þeir virðast alls ekki hafa gert ráð fyrir að þjóðin samþykkti Brexit. Meira að segja lýðskrumararnir sem höfðu hátt í kosningabaráttunni og töluðu í anda Donalds Trump virtust ekki hafa trú á því að málstaður þeirra yrði ofan á. Það var ekkert plan í gangi færi þannig að þjóðin samþykkti Brexit og því ekki skrýtið að eftirleikurinn hefur einkennst af fullkomnu ráðleysi breskra ráðamanna. Bretar hafa notið góðs af veru sinni í Evrópusambandinu og munu tapa verulega á útgöngu. Stór hópur Breta sem samþykkti Brexit hefur skipt um skoðun og kvíðir afleiðingum þess að kveðja sambandið. Kröfur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu verða æ háværari. Umheimurinn horfir á forsætisráðherra Breta, Theresu May, berjast með kjafti og klóm fyrir pólitísku lífi sínu. Innan hennar eigin flokks bíða andstæðingar hennar glaðhlakkalegir á hliðarlínunni eftir fullnaðarósigri hennar. Það blasir við að Bretar eru ekki í óskastöðu. Óvissa og glundroði blasir við. Svo stígur íslenskur ráðherra fram og les það í þessa óheillastöðu að Íslendingar geti ekki verið í Evrópusambandinu af því að erfitt sé að ganga út úr því. Þetta voru vægast sagt einkennileg orð hjá utanríkisráðherra landsins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, og þar bar andúðin á Evrópusambandinu skynsemina ofurliði. Ef Íslendingar væru í Evrópusambandinu, eins og þeim væri líklega hollast, gætu þeir vel gengið þaðan út. Alveg eins og Bretar eru nú að kveðja. Það er hins vegar ekki hægt að gera samning, slíta honum svo skyndilega og ætlast til að halda öllu því góða sem í samningnum fólst. Þetta veit Guðlaugur Þór mætavel, enda skynsamur maður. Hann kýs hins vegar að snúa hlutunum á hvolf, eins og andstæðingum Evrópusambandsins hér á landi er gjarnt að gera. Þegar Evrópusambandið á í hlut er hreinlega eins og þeir sjái andskotann í hverju horni. Þeir lifa í þeim misskilningi að það sé sáluhjálparatriði fyrir íslenska þjóð að standa fyrir utan Evrópusambandið. Svo mikil er andúðin á sambandinu að stuðningsmönnum þess var ekki vært í stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, þar sem þeir urðu ítrekað fyrir aðkasti og hrökkluðust þaðan. Það er ekki annað hægt en að sárvorkenna Bretum enda illa fyrir þeim komið. Ónýtir stjórnmálamenn lugu að þeim og beittu blekkingum sem varð til þess að þjóðin tók afdrifaríka ákvörðun sem ljóst er að mun ekki verða til heilla. Á dögunum velti álitsgjafinn Páll Vilhjálmsson því fyrir sér á Útvarpi Sögu hvað yrði um Evrópusambandið. Nær væri hafa áhyggjur af því hvað verði um Breta, sem eru í slíkum vanda að þeim veitir sannarlega ekki af guðs blessun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það er hið besta mál að hafa prinsipp og standa fast á sínu, en það má samt ekki vera þannig að þrjóskan hertaki skynsemina og haldi henni í gíslingu. Einmitt þetta hefur hent hörðustu andstæðinga Evrópusambandsins hér á landi. Þeir láta enn eins og Bretar séu að stíga blessunarríkt spor með útgöngu úr Evrópusambandinu. Það skiptir þá engu að þessi ákvörðun ætlar að verða Bretum dýrkeypt. Allur aðdragandi Brexit sýnir fram á getuleysi breskra stjórnmálamanna og embættismanna. Þeir virðast alls ekki hafa gert ráð fyrir að þjóðin samþykkti Brexit. Meira að segja lýðskrumararnir sem höfðu hátt í kosningabaráttunni og töluðu í anda Donalds Trump virtust ekki hafa trú á því að málstaður þeirra yrði ofan á. Það var ekkert plan í gangi færi þannig að þjóðin samþykkti Brexit og því ekki skrýtið að eftirleikurinn hefur einkennst af fullkomnu ráðleysi breskra ráðamanna. Bretar hafa notið góðs af veru sinni í Evrópusambandinu og munu tapa verulega á útgöngu. Stór hópur Breta sem samþykkti Brexit hefur skipt um skoðun og kvíðir afleiðingum þess að kveðja sambandið. Kröfur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu verða æ háværari. Umheimurinn horfir á forsætisráðherra Breta, Theresu May, berjast með kjafti og klóm fyrir pólitísku lífi sínu. Innan hennar eigin flokks bíða andstæðingar hennar glaðhlakkalegir á hliðarlínunni eftir fullnaðarósigri hennar. Það blasir við að Bretar eru ekki í óskastöðu. Óvissa og glundroði blasir við. Svo stígur íslenskur ráðherra fram og les það í þessa óheillastöðu að Íslendingar geti ekki verið í Evrópusambandinu af því að erfitt sé að ganga út úr því. Þetta voru vægast sagt einkennileg orð hjá utanríkisráðherra landsins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, og þar bar andúðin á Evrópusambandinu skynsemina ofurliði. Ef Íslendingar væru í Evrópusambandinu, eins og þeim væri líklega hollast, gætu þeir vel gengið þaðan út. Alveg eins og Bretar eru nú að kveðja. Það er hins vegar ekki hægt að gera samning, slíta honum svo skyndilega og ætlast til að halda öllu því góða sem í samningnum fólst. Þetta veit Guðlaugur Þór mætavel, enda skynsamur maður. Hann kýs hins vegar að snúa hlutunum á hvolf, eins og andstæðingum Evrópusambandsins hér á landi er gjarnt að gera. Þegar Evrópusambandið á í hlut er hreinlega eins og þeir sjái andskotann í hverju horni. Þeir lifa í þeim misskilningi að það sé sáluhjálparatriði fyrir íslenska þjóð að standa fyrir utan Evrópusambandið. Svo mikil er andúðin á sambandinu að stuðningsmönnum þess var ekki vært í stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, þar sem þeir urðu ítrekað fyrir aðkasti og hrökkluðust þaðan. Það er ekki annað hægt en að sárvorkenna Bretum enda illa fyrir þeim komið. Ónýtir stjórnmálamenn lugu að þeim og beittu blekkingum sem varð til þess að þjóðin tók afdrifaríka ákvörðun sem ljóst er að mun ekki verða til heilla. Á dögunum velti álitsgjafinn Páll Vilhjálmsson því fyrir sér á Útvarpi Sögu hvað yrði um Evrópusambandið. Nær væri hafa áhyggjur af því hvað verði um Breta, sem eru í slíkum vanda að þeim veitir sannarlega ekki af guðs blessun.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun