Blind andúð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 27. september 2018 07:00 Það er hið besta mál að hafa prinsipp og standa fast á sínu, en það má samt ekki vera þannig að þrjóskan hertaki skynsemina og haldi henni í gíslingu. Einmitt þetta hefur hent hörðustu andstæðinga Evrópusambandsins hér á landi. Þeir láta enn eins og Bretar séu að stíga blessunarríkt spor með útgöngu úr Evrópusambandinu. Það skiptir þá engu að þessi ákvörðun ætlar að verða Bretum dýrkeypt. Allur aðdragandi Brexit sýnir fram á getuleysi breskra stjórnmálamanna og embættismanna. Þeir virðast alls ekki hafa gert ráð fyrir að þjóðin samþykkti Brexit. Meira að segja lýðskrumararnir sem höfðu hátt í kosningabaráttunni og töluðu í anda Donalds Trump virtust ekki hafa trú á því að málstaður þeirra yrði ofan á. Það var ekkert plan í gangi færi þannig að þjóðin samþykkti Brexit og því ekki skrýtið að eftirleikurinn hefur einkennst af fullkomnu ráðleysi breskra ráðamanna. Bretar hafa notið góðs af veru sinni í Evrópusambandinu og munu tapa verulega á útgöngu. Stór hópur Breta sem samþykkti Brexit hefur skipt um skoðun og kvíðir afleiðingum þess að kveðja sambandið. Kröfur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu verða æ háværari. Umheimurinn horfir á forsætisráðherra Breta, Theresu May, berjast með kjafti og klóm fyrir pólitísku lífi sínu. Innan hennar eigin flokks bíða andstæðingar hennar glaðhlakkalegir á hliðarlínunni eftir fullnaðarósigri hennar. Það blasir við að Bretar eru ekki í óskastöðu. Óvissa og glundroði blasir við. Svo stígur íslenskur ráðherra fram og les það í þessa óheillastöðu að Íslendingar geti ekki verið í Evrópusambandinu af því að erfitt sé að ganga út úr því. Þetta voru vægast sagt einkennileg orð hjá utanríkisráðherra landsins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, og þar bar andúðin á Evrópusambandinu skynsemina ofurliði. Ef Íslendingar væru í Evrópusambandinu, eins og þeim væri líklega hollast, gætu þeir vel gengið þaðan út. Alveg eins og Bretar eru nú að kveðja. Það er hins vegar ekki hægt að gera samning, slíta honum svo skyndilega og ætlast til að halda öllu því góða sem í samningnum fólst. Þetta veit Guðlaugur Þór mætavel, enda skynsamur maður. Hann kýs hins vegar að snúa hlutunum á hvolf, eins og andstæðingum Evrópusambandsins hér á landi er gjarnt að gera. Þegar Evrópusambandið á í hlut er hreinlega eins og þeir sjái andskotann í hverju horni. Þeir lifa í þeim misskilningi að það sé sáluhjálparatriði fyrir íslenska þjóð að standa fyrir utan Evrópusambandið. Svo mikil er andúðin á sambandinu að stuðningsmönnum þess var ekki vært í stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, þar sem þeir urðu ítrekað fyrir aðkasti og hrökkluðust þaðan. Það er ekki annað hægt en að sárvorkenna Bretum enda illa fyrir þeim komið. Ónýtir stjórnmálamenn lugu að þeim og beittu blekkingum sem varð til þess að þjóðin tók afdrifaríka ákvörðun sem ljóst er að mun ekki verða til heilla. Á dögunum velti álitsgjafinn Páll Vilhjálmsson því fyrir sér á Útvarpi Sögu hvað yrði um Evrópusambandið. Nær væri hafa áhyggjur af því hvað verði um Breta, sem eru í slíkum vanda að þeim veitir sannarlega ekki af guðs blessun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Lögreglumenn samningslausir mánuðum saman og án verkfallsréttar Fjölnir Sæmundsson Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Sjá meira
Það er hið besta mál að hafa prinsipp og standa fast á sínu, en það má samt ekki vera þannig að þrjóskan hertaki skynsemina og haldi henni í gíslingu. Einmitt þetta hefur hent hörðustu andstæðinga Evrópusambandsins hér á landi. Þeir láta enn eins og Bretar séu að stíga blessunarríkt spor með útgöngu úr Evrópusambandinu. Það skiptir þá engu að þessi ákvörðun ætlar að verða Bretum dýrkeypt. Allur aðdragandi Brexit sýnir fram á getuleysi breskra stjórnmálamanna og embættismanna. Þeir virðast alls ekki hafa gert ráð fyrir að þjóðin samþykkti Brexit. Meira að segja lýðskrumararnir sem höfðu hátt í kosningabaráttunni og töluðu í anda Donalds Trump virtust ekki hafa trú á því að málstaður þeirra yrði ofan á. Það var ekkert plan í gangi færi þannig að þjóðin samþykkti Brexit og því ekki skrýtið að eftirleikurinn hefur einkennst af fullkomnu ráðleysi breskra ráðamanna. Bretar hafa notið góðs af veru sinni í Evrópusambandinu og munu tapa verulega á útgöngu. Stór hópur Breta sem samþykkti Brexit hefur skipt um skoðun og kvíðir afleiðingum þess að kveðja sambandið. Kröfur um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu verða æ háværari. Umheimurinn horfir á forsætisráðherra Breta, Theresu May, berjast með kjafti og klóm fyrir pólitísku lífi sínu. Innan hennar eigin flokks bíða andstæðingar hennar glaðhlakkalegir á hliðarlínunni eftir fullnaðarósigri hennar. Það blasir við að Bretar eru ekki í óskastöðu. Óvissa og glundroði blasir við. Svo stígur íslenskur ráðherra fram og les það í þessa óheillastöðu að Íslendingar geti ekki verið í Evrópusambandinu af því að erfitt sé að ganga út úr því. Þetta voru vægast sagt einkennileg orð hjá utanríkisráðherra landsins, Guðlaugi Þór Þórðarsyni, og þar bar andúðin á Evrópusambandinu skynsemina ofurliði. Ef Íslendingar væru í Evrópusambandinu, eins og þeim væri líklega hollast, gætu þeir vel gengið þaðan út. Alveg eins og Bretar eru nú að kveðja. Það er hins vegar ekki hægt að gera samning, slíta honum svo skyndilega og ætlast til að halda öllu því góða sem í samningnum fólst. Þetta veit Guðlaugur Þór mætavel, enda skynsamur maður. Hann kýs hins vegar að snúa hlutunum á hvolf, eins og andstæðingum Evrópusambandsins hér á landi er gjarnt að gera. Þegar Evrópusambandið á í hlut er hreinlega eins og þeir sjái andskotann í hverju horni. Þeir lifa í þeim misskilningi að það sé sáluhjálparatriði fyrir íslenska þjóð að standa fyrir utan Evrópusambandið. Svo mikil er andúðin á sambandinu að stuðningsmönnum þess var ekki vært í stærsta stjórnmálaflokki landsins, Sjálfstæðisflokknum, þar sem þeir urðu ítrekað fyrir aðkasti og hrökkluðust þaðan. Það er ekki annað hægt en að sárvorkenna Bretum enda illa fyrir þeim komið. Ónýtir stjórnmálamenn lugu að þeim og beittu blekkingum sem varð til þess að þjóðin tók afdrifaríka ákvörðun sem ljóst er að mun ekki verða til heilla. Á dögunum velti álitsgjafinn Páll Vilhjálmsson því fyrir sér á Útvarpi Sögu hvað yrði um Evrópusambandið. Nær væri hafa áhyggjur af því hvað verði um Breta, sem eru í slíkum vanda að þeim veitir sannarlega ekki af guðs blessun.
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar