Skattlögð til að fjármagna sóun Ingvar Smári Birgisson skrifar 26. september 2018 15:45 Ísland hentar ekkert sérstaklega vel fyrir landbúnað. Hér er veðurfar tiltölulega slæmt og við getum ekki keppt við lönd sem búa yfir meiri búsæld. Það hefur samt ekki komið í veg fyrir að stjórnmálaflokkar á Íslandi sameinist um að Ísland verði best í rekstri skattbýla. Líklega eru fáar mjólkurkýr á meginlandi Evrópu sem eru blóðmjólkaðar jafn mikið og íslenskur skattgreiðandi. Af launaseðlinum, sem þú vinnur fyrir myrkranna á milli, tekur ríkið 37% til 46% til sín. Ef þú vilt eyða afganginum af launaseðlinum í vörur og þjónustu tekur ríkið vænan skerf, stundum 11%, en oftast 24%. Í tilviki eldsneytis, sem nær allir þurfa til að komast leiðar sinnar, tekur ríkið meira en 50% í nafni (vinstri) grænnar skattlagningar. Og ef þú ætlar að drekkja sorgum þínum í öldurhúsum bæjarins þarft þú í þokkabót að borga einn drykk fyrir ríkið fyrir hvern drykk sem þú teigar. Ef þú fjárfestir í fasteign innheimtir sveitarfélagið fasteignaskatt fyrir það eitt að eiga fasteign. Takirðu áhættu og fjárfestir fénu þínu í atvinnurekstur þá greiðirðu 22% fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum. Svo loksins þegar þú ert á kominn á grafarbakkann, hafandi komið nokkrum skattgreiðendum á legg eftir langa starfsævi og búinn að safna yfir áratugina á sparnaðarreikning því litla sem þú gast haldið eftir, tekur ríkið 10% af eignunum til sín í gegnum erfðafjárskatt.Sóun er regla í opinberum rekstri Þessum staðreyndum væri auðveldara að kyngja ef hið opinbera myndi sýna ráðdeild í því hvernig skattfé er ráðstafað. Ábyrgðarleysi og sóun er því miður alltof algeng í opinberum innkaupum og framkvæmdum. Sannast í því hið fornkveðna að fjármunir séu betur nýttir í höndum þeirra sem skapa þá, og hafa hagsmuni af nýtingu þeirra, heldur en í höndum embættismanna sem öfluðu ekki peninganna. Nú á dögunum eyddi Reykjavíkurborg 415 milljónum króna í endurbætur á bragga í Nauthólsvík. Á sama tíma, fyrir svipaða upphæð, reisir bóndi á Suðurlandi eitt fullkomnasta fjós Íslands, 4.200 fermetrar að stærð. Alþingi greiddi 22 milljónir króna, í júlí á bjartasta tíma ársins, til þess að tryggja góða lýsingu á hátíðarfundi Alþingis. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lýsti því yfir fyrr í vikunni að það hefðu verið mistök að gefa Landspítalanum pening fyrir jáeindaskanna fremur en búnaðinn sjálfan ásamt uppsetningu. Svo slæm væri skipulagshæfni hins opinbera. Árlega mætti nefna hundruðir ef ekki þúsundir dæma af þessu tagi í opinberum rekstri, en aldrei er neinn rekinn eða látinn sæta ábyrgð. Á hinum almenna vinnumarkaði væri því öfugt farið. Starfsmaður sem myndi vanáætla kostnað við framkvæmd um mörg hundruð prósent fengi tæplega að halda vinnunni enda væri viðkomandi búinn að valda vinnuveitanda sínum ómældu tjóni.Útgjöld munu aukast um milljarð á viku Velta má fyrir sér, með tilliti til mikillar skattlagningar og syndsamlegrar sóunar, hvers vegna þörf sé á að auka ríkisútgjöld á komandi ári um meira en milljarð króna í hverri viku. Nærtækara væri að hið opinbera nýtti betur það skattféð sem það hefur, fremur en að taka meira. Landhelgisgæslan hefur t.d. tileinkað sér aukna ráðdeild á árinu með því að versla olíu í skipaflotann sinn af Færeyingum, þar sem kolefnisskattar eru lægri en á Íslandi. Í senn er þetta dæmi um mikla útsjónarsemi af Landhelgisgæslunni í rekstri en ekki síður dæmi um að skattar á Íslandi sé of háir. Þegar ríkisstofnanir eru farnir að stunda skattasniðgöngu þá er líklega kominn tími til að taka til í skattalöggjöfinni.Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Braggamálið Efnahagsmál Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hentar ekkert sérstaklega vel fyrir landbúnað. Hér er veðurfar tiltölulega slæmt og við getum ekki keppt við lönd sem búa yfir meiri búsæld. Það hefur samt ekki komið í veg fyrir að stjórnmálaflokkar á Íslandi sameinist um að Ísland verði best í rekstri skattbýla. Líklega eru fáar mjólkurkýr á meginlandi Evrópu sem eru blóðmjólkaðar jafn mikið og íslenskur skattgreiðandi. Af launaseðlinum, sem þú vinnur fyrir myrkranna á milli, tekur ríkið 37% til 46% til sín. Ef þú vilt eyða afganginum af launaseðlinum í vörur og þjónustu tekur ríkið vænan skerf, stundum 11%, en oftast 24%. Í tilviki eldsneytis, sem nær allir þurfa til að komast leiðar sinnar, tekur ríkið meira en 50% í nafni (vinstri) grænnar skattlagningar. Og ef þú ætlar að drekkja sorgum þínum í öldurhúsum bæjarins þarft þú í þokkabót að borga einn drykk fyrir ríkið fyrir hvern drykk sem þú teigar. Ef þú fjárfestir í fasteign innheimtir sveitarfélagið fasteignaskatt fyrir það eitt að eiga fasteign. Takirðu áhættu og fjárfestir fénu þínu í atvinnurekstur þá greiðirðu 22% fjármagnstekjuskatt af hagnaðinum. Svo loksins þegar þú ert á kominn á grafarbakkann, hafandi komið nokkrum skattgreiðendum á legg eftir langa starfsævi og búinn að safna yfir áratugina á sparnaðarreikning því litla sem þú gast haldið eftir, tekur ríkið 10% af eignunum til sín í gegnum erfðafjárskatt.Sóun er regla í opinberum rekstri Þessum staðreyndum væri auðveldara að kyngja ef hið opinbera myndi sýna ráðdeild í því hvernig skattfé er ráðstafað. Ábyrgðarleysi og sóun er því miður alltof algeng í opinberum innkaupum og framkvæmdum. Sannast í því hið fornkveðna að fjármunir séu betur nýttir í höndum þeirra sem skapa þá, og hafa hagsmuni af nýtingu þeirra, heldur en í höndum embættismanna sem öfluðu ekki peninganna. Nú á dögunum eyddi Reykjavíkurborg 415 milljónum króna í endurbætur á bragga í Nauthólsvík. Á sama tíma, fyrir svipaða upphæð, reisir bóndi á Suðurlandi eitt fullkomnasta fjós Íslands, 4.200 fermetrar að stærð. Alþingi greiddi 22 milljónir króna, í júlí á bjartasta tíma ársins, til þess að tryggja góða lýsingu á hátíðarfundi Alþingis. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, lýsti því yfir fyrr í vikunni að það hefðu verið mistök að gefa Landspítalanum pening fyrir jáeindaskanna fremur en búnaðinn sjálfan ásamt uppsetningu. Svo slæm væri skipulagshæfni hins opinbera. Árlega mætti nefna hundruðir ef ekki þúsundir dæma af þessu tagi í opinberum rekstri, en aldrei er neinn rekinn eða látinn sæta ábyrgð. Á hinum almenna vinnumarkaði væri því öfugt farið. Starfsmaður sem myndi vanáætla kostnað við framkvæmd um mörg hundruð prósent fengi tæplega að halda vinnunni enda væri viðkomandi búinn að valda vinnuveitanda sínum ómældu tjóni.Útgjöld munu aukast um milljarð á viku Velta má fyrir sér, með tilliti til mikillar skattlagningar og syndsamlegrar sóunar, hvers vegna þörf sé á að auka ríkisútgjöld á komandi ári um meira en milljarð króna í hverri viku. Nærtækara væri að hið opinbera nýtti betur það skattféð sem það hefur, fremur en að taka meira. Landhelgisgæslan hefur t.d. tileinkað sér aukna ráðdeild á árinu með því að versla olíu í skipaflotann sinn af Færeyingum, þar sem kolefnisskattar eru lægri en á Íslandi. Í senn er þetta dæmi um mikla útsjónarsemi af Landhelgisgæslunni í rekstri en ekki síður dæmi um að skattar á Íslandi sé of háir. Þegar ríkisstofnanir eru farnir að stunda skattasniðgöngu þá er líklega kominn tími til að taka til í skattalöggjöfinni.Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun