Þurfum að hugsa um krakkana frekar en tindáta í Breiðholtinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 27. september 2018 08:00 ÍR féll niður í 2. deld eftir tap gegn Magna á lokadegi Inkassodeildarinnar. fréttablaðið/ernir Umræðan um sameinað lið í Breiðholtinu hefur lifað í þó nokkurn tíma án þess að nokkur árangur hafi náðst í samningaviðræðum. Um er að ræða félögin Leikni R. sem er knattspyrnufélag og ÍR sem er með tíu íþróttagreinar. Félögin hafa verið í samstarfi með yngri flokka störf í kvennaflokki í sumar og hafa margoft rætt möguleikann á samstarfi en þær umræður hafa yfirleitt ekki farið langt. Á dögunum féll ÍR niður í 2. deildina á meðan Leiknir hélt sæti sínu í Inkasso-deildinni. Eiga þau bæði bara eitt ár í efstu deild í knattspyrnu þrátt fyrir að vera úr einu af fjölmennustu hverfum höfuðborgarsvæðisins. Guðmundur Ólafur Birgisson, formaður Leiknis, segir að það sé mikill áhugi af hálfu Leiknis á að sameina félögin en þau eigi bæði sök á því að viðræður hafi ekki farið lengra. „Reykjavíkurborg hefur verið að reyna að sameina félögin í fjöldamörg ár og þessi hugmynd hefur lifað lengi en hún hefur alltaf strandað hjá báðum félögum. Að mínu mati er ekki vit í því að reka tvö knattspyrnufélög á svæðinu. Það kemur niður á starfinu, það eru vandræði í ýmsum flokkum hjá báðum félögum að manna lið og það væri hagur allra að fara í samstarf. Við höfum verið að missa út flokka og missa efnilega knattspyrnumenn í önnur lið. Leiknismenn eru á því að það eigi að stofna nýtt knattspyrnufélag fyrir Breiðholt,“ segir Guðmundur og heldur áfram:Leiknir R. endaði í 7. sæti Inkasso-deildarinnar.fréttablaðið/ernir„Það þarf að horfa á þetta út frá iðkendunum í hverfinu og hagræðingunni af því að vera með eitt félag. Alveg sama hvað félagið heitir, hversu gamalt það er og hvernig grunnstoðirnar eru. Landslagið er breytt og reksturinn er erfiðari. Samkeppnin um krakkana er meiri og því fyrr sem við áttum okkur á því að hafa þetta fyrir krakkana í hverfinu en ekki einhverja tindáta í bæði Efra- og Neðra-Breiðholti, því betra. Þá gæti okkur tekist að gera sterka einingu fyrir Breiðholt því að mínu mati ætti Breiðholt að geta teflt fram liði af heimamönnum í efstu deild. Það þarf að setja þessa pólitík um aldur og sögu félaga til hliðar. Það á ekkert að leggja niður ÍR sem er fjölgreinafélag. Það er hugmynd okkar að stofna nýtt knattspyrnulið sem kemur fram fyrir hönd Breiðholts. Við höfum átt marga spjallfundi í nokkur ár en þegar kemur að ákvörðun hefur aldrei neitt verið gert,“ segir Guðmundur sem sýnir því þó einhvern skilning. „Þetta er flókið ferli, eitthvað sem gerist ekki bara á einni nóttu og við tökum tillit til þess að ÍR er stærra félag með fleiri nefndir sem það þarf að leggja þetta fyrir en við erum með. Nú er Reykjavíkurborg komin með verkefnastjóra í málið sem ræðir við bæði félög, metur hagsmuni og stillir upp möguleikum, hvað er í boði, fyrir bæði félög. Svo munum við setjast niður og skoða þetta. Þetta gefur okkur verkfæri til að vinna með, vinnulínu sem hægt er að notast við og það leiðir vonandi til samkomulags sem báðir aðilar eru ánægðir með því hugur okkar að minnsta kosti er að það sé eitt öflugt knattspyrnufélag úr Breiðholti.“ Þráinn Hafsteinsson, framkvæmdastjóri ÍR, staðfestir að viðræður standi yfir. „Það var samþykkt á dögunum að það kæmi utanaðkomandi aðili og kannaði grundvöll fyrir samstarfi eða sameiningu. Þannig standa málin í dag og þetta er komið í ferli en við ætlum ekki að tjá okkur fyrr en að viðræðum loknum. Við viljum vinna þetta faglega og erum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Umræðan um sameinað lið í Breiðholtinu hefur lifað í þó nokkurn tíma án þess að nokkur árangur hafi náðst í samningaviðræðum. Um er að ræða félögin Leikni R. sem er knattspyrnufélag og ÍR sem er með tíu íþróttagreinar. Félögin hafa verið í samstarfi með yngri flokka störf í kvennaflokki í sumar og hafa margoft rætt möguleikann á samstarfi en þær umræður hafa yfirleitt ekki farið langt. Á dögunum féll ÍR niður í 2. deildina á meðan Leiknir hélt sæti sínu í Inkasso-deildinni. Eiga þau bæði bara eitt ár í efstu deild í knattspyrnu þrátt fyrir að vera úr einu af fjölmennustu hverfum höfuðborgarsvæðisins. Guðmundur Ólafur Birgisson, formaður Leiknis, segir að það sé mikill áhugi af hálfu Leiknis á að sameina félögin en þau eigi bæði sök á því að viðræður hafi ekki farið lengra. „Reykjavíkurborg hefur verið að reyna að sameina félögin í fjöldamörg ár og þessi hugmynd hefur lifað lengi en hún hefur alltaf strandað hjá báðum félögum. Að mínu mati er ekki vit í því að reka tvö knattspyrnufélög á svæðinu. Það kemur niður á starfinu, það eru vandræði í ýmsum flokkum hjá báðum félögum að manna lið og það væri hagur allra að fara í samstarf. Við höfum verið að missa út flokka og missa efnilega knattspyrnumenn í önnur lið. Leiknismenn eru á því að það eigi að stofna nýtt knattspyrnufélag fyrir Breiðholt,“ segir Guðmundur og heldur áfram:Leiknir R. endaði í 7. sæti Inkasso-deildarinnar.fréttablaðið/ernir„Það þarf að horfa á þetta út frá iðkendunum í hverfinu og hagræðingunni af því að vera með eitt félag. Alveg sama hvað félagið heitir, hversu gamalt það er og hvernig grunnstoðirnar eru. Landslagið er breytt og reksturinn er erfiðari. Samkeppnin um krakkana er meiri og því fyrr sem við áttum okkur á því að hafa þetta fyrir krakkana í hverfinu en ekki einhverja tindáta í bæði Efra- og Neðra-Breiðholti, því betra. Þá gæti okkur tekist að gera sterka einingu fyrir Breiðholt því að mínu mati ætti Breiðholt að geta teflt fram liði af heimamönnum í efstu deild. Það þarf að setja þessa pólitík um aldur og sögu félaga til hliðar. Það á ekkert að leggja niður ÍR sem er fjölgreinafélag. Það er hugmynd okkar að stofna nýtt knattspyrnulið sem kemur fram fyrir hönd Breiðholts. Við höfum átt marga spjallfundi í nokkur ár en þegar kemur að ákvörðun hefur aldrei neitt verið gert,“ segir Guðmundur sem sýnir því þó einhvern skilning. „Þetta er flókið ferli, eitthvað sem gerist ekki bara á einni nóttu og við tökum tillit til þess að ÍR er stærra félag með fleiri nefndir sem það þarf að leggja þetta fyrir en við erum með. Nú er Reykjavíkurborg komin með verkefnastjóra í málið sem ræðir við bæði félög, metur hagsmuni og stillir upp möguleikum, hvað er í boði, fyrir bæði félög. Svo munum við setjast niður og skoða þetta. Þetta gefur okkur verkfæri til að vinna með, vinnulínu sem hægt er að notast við og það leiðir vonandi til samkomulags sem báðir aðilar eru ánægðir með því hugur okkar að minnsta kosti er að það sé eitt öflugt knattspyrnufélag úr Breiðholti.“ Þráinn Hafsteinsson, framkvæmdastjóri ÍR, staðfestir að viðræður standi yfir. „Það var samþykkt á dögunum að það kæmi utanaðkomandi aðili og kannaði grundvöll fyrir samstarfi eða sameiningu. Þannig standa málin í dag og þetta er komið í ferli en við ætlum ekki að tjá okkur fyrr en að viðræðum loknum. Við viljum vinna þetta faglega og erum í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu