Það er hægt að byggja á þessu Kristinn Páll Teitsson skrifar 28. september 2018 08:30 Sænsku varnarmennirnir beittu ýmsum brögðum til að stöðva Lovísu Thompson sem lék afar vel. Fréttablaðið/Ernir Íslenska kvennalandsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við svekkjandi 25-26 tap gegn sterku liði Svíþjóðar í æfingarleik í gærkvöld. Stelpurnar okkar fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á lokamínútu hans en fóru illa með góð færi þegar þau gáfust. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en þær mætast aftur á morgun. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni HM 2019 sem hefst í Makedóníu í nóvember. Ísland hefur ekki komist á stórmót í sex ár og spreytti sig gegn einu af sterkustu liðum heims í gær. Svíar virtust ekki vera tilbúnir að mæta hörkunni í íslenska varnarleiknum í fyrri hálfleik og átti Ísland góðan kafla undir lok hálfleiksins sem skilaði 15-13 forskoti þegar liðin gengu til búningsklefa. Góður kafli Svía í upphafi seinni hálfleiks gat gert út um leikinn en íslenska liðið neitaði að gefast upp. Þær áttu aðra eins rispu undir lok leiksins þegar þær skelltu í lás í varnarleiknum og hleyptu aðeins einu marki inn á síðustu níu mínútunum. Fengu þær þrjú færi til að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Axel Stefánsson, þjálfari liðsins, var ánægður með margt í gær. „Ég er mjög sáttur við frammistöðuna, hvernig við spilum út úr þessu þótt að ég sé svekktur með úrslitin. Maður þarf að geta greint á milli frammistöðu og úrslita, við áttum góðan möguleika á að vinna hér í kvöld en okkur tókst það ekki,“ sagði Axel og hélt áfram: „Við höfum verið að yngja upp hópinn og þetta var framhald af góðu starfi sem hefur verið unnið síðasta árið. Varnarleikurinn var öflugur eins og í síðustu leikjum þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan við vorum saman síðast, við þurfum alltaf að halda sama aga í varnarleiknum og við sýndum í kvöld. Það er hægt að byggja heilmargt á þessu.“ Sóknarleikurinn hefur átt það til að vera hausverkur íslenska liðsins en hann var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. „Við erum að fá inn líkamlega sterkari leikmenn, það hefur verið talað um að það vanti í íslenska leikmenn að vera öflugir í einvígjum en í dag erum við með leikmenn sem þora að keyra á andstæðinga og bera enga virðingu fyrir þeim.“ Arna Sif Pálsdóttir, línumaðurinn öflugi, hrósaði spilamennsku liðsins þrátt fyrir tapið. „Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast af nýliðunum fyrir landsleikjahléið en það voru miklar framfarir í dag þrátt fyrir tapið og ég er ótrúlega ánægð með liðið. Við spiluðum fasta og góða vörn og vorum agaðar í sóknarleiknum sem hefur oft vantað hjá okkur.“ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta þurfti að sætta sig við svekkjandi 25-26 tap gegn sterku liði Svíþjóðar í æfingarleik í gærkvöld. Stelpurnar okkar fengu nokkur tækifæri til að jafna leikinn á lokamínútu hans en fóru illa með góð færi þegar þau gáfust. Þetta var fyrri vináttulandsleikur þjóðanna en þær mætast aftur á morgun. Leikirnir eru hluti af undirbúningi Íslands fyrir undankeppni HM 2019 sem hefst í Makedóníu í nóvember. Ísland hefur ekki komist á stórmót í sex ár og spreytti sig gegn einu af sterkustu liðum heims í gær. Svíar virtust ekki vera tilbúnir að mæta hörkunni í íslenska varnarleiknum í fyrri hálfleik og átti Ísland góðan kafla undir lok hálfleiksins sem skilaði 15-13 forskoti þegar liðin gengu til búningsklefa. Góður kafli Svía í upphafi seinni hálfleiks gat gert út um leikinn en íslenska liðið neitaði að gefast upp. Þær áttu aðra eins rispu undir lok leiksins þegar þær skelltu í lás í varnarleiknum og hleyptu aðeins einu marki inn á síðustu níu mínútunum. Fengu þær þrjú færi til að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Axel Stefánsson, þjálfari liðsins, var ánægður með margt í gær. „Ég er mjög sáttur við frammistöðuna, hvernig við spilum út úr þessu þótt að ég sé svekktur með úrslitin. Maður þarf að geta greint á milli frammistöðu og úrslita, við áttum góðan möguleika á að vinna hér í kvöld en okkur tókst það ekki,“ sagði Axel og hélt áfram: „Við höfum verið að yngja upp hópinn og þetta var framhald af góðu starfi sem hefur verið unnið síðasta árið. Varnarleikurinn var öflugur eins og í síðustu leikjum þrátt fyrir að það séu þrír mánuðir síðan við vorum saman síðast, við þurfum alltaf að halda sama aga í varnarleiknum og við sýndum í kvöld. Það er hægt að byggja heilmargt á þessu.“ Sóknarleikurinn hefur átt það til að vera hausverkur íslenska liðsins en hann var sérstaklega öflugur í fyrri hálfleik. „Við erum að fá inn líkamlega sterkari leikmenn, það hefur verið talað um að það vanti í íslenska leikmenn að vera öflugir í einvígjum en í dag erum við með leikmenn sem þora að keyra á andstæðinga og bera enga virðingu fyrir þeim.“ Arna Sif Pálsdóttir, línumaðurinn öflugi, hrósaði spilamennsku liðsins þrátt fyrir tapið. „Ég vissi ekki við hverju ég ætti að búast af nýliðunum fyrir landsleikjahléið en það voru miklar framfarir í dag þrátt fyrir tapið og ég er ótrúlega ánægð með liðið. Við spiluðum fasta og góða vörn og vorum agaðar í sóknarleiknum sem hefur oft vantað hjá okkur.“
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sjá meira