Innlent

Fjögurra milljóna króna bótakröfu Ástu Kristínar hafnað

Birgir Olgeirsson skrifar
Ásta Kristín Andrésdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að sýknudómurinn lá fyrir árið 2015.
Ásta Kristín Andrésdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur eftir að sýknudómurinn lá fyrir árið 2015. Vísir/Stefán

Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna íslenska ríkið af fjögurra milljóna króna skaðabótakröfu Ástu Kristínar Andrésdóttur.

Árið 2015 var Ásta Kristín sýknuð af ákæru um yfirsjón í starfi sem leiddi til dauða sjúklings á gjörgæsludeild Landspítalans 3. október árið 2012. Embætti ríkissaksóknara ákvað að áfrýja því máli ekki til Hæstaréttar.

Landsréttur hafnaði miskabótakröfu Ástu Kristínar á grundvelli þess að hún hefði verið sýknuð af ákæru, auk þess sem lagt var til grundvallar að höfðun sakamáls gegn Ástu leiddi ekki ein og sér til bótaskyldu íslenska ríkisins.

Var það mat Landsréttar að Ásta hefði ekki fært sönnur á að starfsmenn íslenska ríkisins hefðu með saknæmum og ólögmætum hætti brotið gegn frelsi, friði, æru eða persónu hennar á þann hátt sem áskilið væri í lögum um skaðabætur.


Tengdar fréttir

Varla þurrt auga í salnum

Guðríður Kristín Þórðardóttir formaður hjúkrunarráðs segir að raun hafi allir hjúkrunarfræðingar verið fyrir rétti, og annað heilbrigðisstarfsfólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×