Níðingsháttur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. september 2018 07:00 Það eru engin ný tíðindi að komið sé svívirðilega fram við erlent starfsfólk hér á landi. Á liðnum árum hafa sögur af slæmum aðbúnaði þess og smánarlegum launum iðulega ratað í fréttir. Öllu sómasamlegu fólki ofbýður en ekkert breytist, einfaldlega vegna þess að of lítið hefur verið aðhafst. Þar hefur verkalýðshreyfingin ekki staðið sig sem skyldi, en henni til afsökunar má segja að við ofurefli hafi verið að etja. Einhver breyting virðist þó vera að verða, því verið er að stórauka vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar. Hinn byltingarsinnaði formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að meira þurfi til, þar á meðal afskipti stjórnmálamanna. Þetta er rétt hjá honum. Fólk skiptir máli og ef stjórnmál byggjast á einhverju öðru en hentistefnu hverju sinni, þá eiga stjórnmálamenn að ranka við sér við fréttir af illri meðferð á erlendu starfsfólki. Þeir eiga ekki að láta eins og þarna séu einungis á ferð dæmigerð mál sem verkalýðsforystan eigi ein að leita lausna á. Þeir eru þarna alls staðar á kreiki, einstaklingarnir sem fá stjörnur í augun í hvert sinn sem þeir hugsa um gróðann sem þeir geta gengið að með því að koma hópi erlendra starfsmanna sinna fyrir í herbergiskytru og draga 100.000 króna húsaleigu á mánuði af hverjum og einum þeirra. Það tekur því alls ekki að gera samning við þetta starfsfólk því það er hér bara í stuttan tíma. Ónauðsynlegt er svo að sýna formfestu eins og þá að fylgja reglum um hvíldartíma. Fólkið er hvort sem er viljugt til að vinna og þá er um að gera að leyfa því að vinna sem mest vitanlega fyrir sem lægst laun. Þannig er hægt að safna gróða og leyfa sér alls kyns unaðslegan lúxus með því að svína á öðrum. Auðvitað er það ekkert annað en níðingsháttur að líta á starfsfólk eins og þræla og koma fram við það eins og það eigi vart tilverurétt. Sitthvað er athugavert við siðferðiskennd þeirra sem koma svona fram við aðra. Samviskan virðist þó ekkert vera að banka upp á hjá þeim og spyrja áleitinna spurninga um siðferðilegar skyldur við starfsmenn. Ef einhver hugsun ónáðar þessa menn þá er það sennilega helst hræðslan við að upp um þá komist og skammarlegt athæfi þeirra verði afhjúpað. Þá glata þeir mannorðinu, sem þeim virðist reyndar standa nokkurn veginn á sama um, en missa annað sem skiptir þá öllu máli, sem er gróðinn. Það þýðir örugglega lítið að benda þessum holdgervingum græðginnar á að ganga annan og betri veg. Mikið hefðu þeir samt gott af leiðsögn. Það má alveg sjá þá fyrir sér á námskeiði í Kauptúni 4, þar sem framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, útskýrir fyrir þeim hugmyndina á bak við það að hækka laun umfram kjarasamninga og kostina við það að bjóða starfsmönnum, en nokkuð stór hópur þeirra er erlendur, íbúð í nágrenni vinnustaðarins á sanngjarnri leigu. Víst er að mikill furðusvipur myndi koma á andlit þeirra sem telja sig helst geta grætt á því að koma illa fram við aðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru engin ný tíðindi að komið sé svívirðilega fram við erlent starfsfólk hér á landi. Á liðnum árum hafa sögur af slæmum aðbúnaði þess og smánarlegum launum iðulega ratað í fréttir. Öllu sómasamlegu fólki ofbýður en ekkert breytist, einfaldlega vegna þess að of lítið hefur verið aðhafst. Þar hefur verkalýðshreyfingin ekki staðið sig sem skyldi, en henni til afsökunar má segja að við ofurefli hafi verið að etja. Einhver breyting virðist þó vera að verða, því verið er að stórauka vinnustaðaeftirlit verkalýðshreyfingarinnar. Hinn byltingarsinnaði formaður VR, Ragnar Þór Ingólfsson, segir að meira þurfi til, þar á meðal afskipti stjórnmálamanna. Þetta er rétt hjá honum. Fólk skiptir máli og ef stjórnmál byggjast á einhverju öðru en hentistefnu hverju sinni, þá eiga stjórnmálamenn að ranka við sér við fréttir af illri meðferð á erlendu starfsfólki. Þeir eiga ekki að láta eins og þarna séu einungis á ferð dæmigerð mál sem verkalýðsforystan eigi ein að leita lausna á. Þeir eru þarna alls staðar á kreiki, einstaklingarnir sem fá stjörnur í augun í hvert sinn sem þeir hugsa um gróðann sem þeir geta gengið að með því að koma hópi erlendra starfsmanna sinna fyrir í herbergiskytru og draga 100.000 króna húsaleigu á mánuði af hverjum og einum þeirra. Það tekur því alls ekki að gera samning við þetta starfsfólk því það er hér bara í stuttan tíma. Ónauðsynlegt er svo að sýna formfestu eins og þá að fylgja reglum um hvíldartíma. Fólkið er hvort sem er viljugt til að vinna og þá er um að gera að leyfa því að vinna sem mest vitanlega fyrir sem lægst laun. Þannig er hægt að safna gróða og leyfa sér alls kyns unaðslegan lúxus með því að svína á öðrum. Auðvitað er það ekkert annað en níðingsháttur að líta á starfsfólk eins og þræla og koma fram við það eins og það eigi vart tilverurétt. Sitthvað er athugavert við siðferðiskennd þeirra sem koma svona fram við aðra. Samviskan virðist þó ekkert vera að banka upp á hjá þeim og spyrja áleitinna spurninga um siðferðilegar skyldur við starfsmenn. Ef einhver hugsun ónáðar þessa menn þá er það sennilega helst hræðslan við að upp um þá komist og skammarlegt athæfi þeirra verði afhjúpað. Þá glata þeir mannorðinu, sem þeim virðist reyndar standa nokkurn veginn á sama um, en missa annað sem skiptir þá öllu máli, sem er gróðinn. Það þýðir örugglega lítið að benda þessum holdgervingum græðginnar á að ganga annan og betri veg. Mikið hefðu þeir samt gott af leiðsögn. Það má alveg sjá þá fyrir sér á námskeiði í Kauptúni 4, þar sem framkvæmdastjóri IKEA, Þórarinn Ævarsson, útskýrir fyrir þeim hugmyndina á bak við það að hækka laun umfram kjarasamninga og kostina við það að bjóða starfsmönnum, en nokkuð stór hópur þeirra er erlendur, íbúð í nágrenni vinnustaðarins á sanngjarnri leigu. Víst er að mikill furðusvipur myndi koma á andlit þeirra sem telja sig helst geta grætt á því að koma illa fram við aðra.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun