Að bíða eða borga í tvöföldu heilbrigðiskerfi Þórarinn Guðnason skrifar 12. september 2018 07:00 Í viðtali við Kastljós í síðustu viku varð heilbrigðisráðherra tíðrætt um nauðsyn þess að efla „opinbera heilbrigðiskerfið“ með því að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna með handafli inn á ríkisreknar stofnanir. Um leið festir hún enn frekar í sessi það tvöfalda heilbrigðiskerfi sem ekkert okkar vill en er engu að síður að skjóta hér rótum. Ofurtrú á einokandi ríkisrekstri er ekki einungis afturhvarf til fortíðar heldur um leið ávísun á hærri kostnað, lengri biðlista, atgervisflótta úr landinu og lakari þjónustu. Ráðherrann er augljóslega á rangri leið. Hún trúir því varla einu sinni sjálf að sérfræðilæknar á samningi við Sjúkratryggingar Íslands séu ekki hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Hið rétta er að einungis þeir sérfræðilæknar sem ráðherra heldur með járnhanska utan samningsins eru um leið utan hins opinbera kerfis. En það er ákvörðun ráðherra og einskis annars að halda þeim þar og sjúklingum þeirra utan sjúkratrygginga. Í heilbrigðiskerfi sem talið er vera í allra fremstu röð í heiminum. Kerfi sem ráðherranum finnst lífsnauðsynlegt að stokka upp og ríkisvæða sem mest hann má. Sjúklingar á Íslandi, skjólstæðingar íslensku heilbrigðisþjónustunnar, borga úr eigin vasa stærri hluta af lækniskostnaði en sjúklingar í nágrannalöndunum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi mismunar sjúklingum í þá átt sem síst skyldi því öryrkjar, ellilífeyrisþegar og barnafjölskyldur borga nú meira en áður fyrir læknisþjónustu þó að aðrir hópar og fjársterkari borgi nú minna. Ýmsir vara við ástandinu en stjórnvöld hlusta ekki heldur skella við skollaeyrum og afneita staðreyndum. Þetta er grunnur tvöfalds heilbrigðiskerfis. Sjúklingar með Parkinson-sjúkdóm fá ekki þjónustu í tíma. Biðtími er hálft ár og sjúklingar þjást. Ungur taugalæknir fær samt ekki samning við SÍ. Hún hefur nú opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar. Þrátt fyrir skýrslu landlæknis um æpandi þörf fyrir þjónustu taugalækna neitar ráðherrann henni um aðgang að samningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands. Fráfarandi forstjóri SÍ telur að jafnvel sé um lögbrot hjá ráðherranum að ræða. Þeir sem hafa á því efni borga sjálfir reikninginn að fullu og komast fram fyrir raðirnar. Hinir efnaminni mega bíða áfram í 6 mánuði. Það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hjartasjúklingar bíða mánuðum saman eftir tíma, enda hafa fjórir hjartalæknar hætt nýverið á stofu. Ungur hjartalæknir fær ekki samning en opnar samt stofu og hefur í bráðum ár sinnt þeim sem geta borgað allt sjálfir. Hjartasjúklingar sem ekki hafa efni á því bíða áfram. Þetta er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Biðtími gigtarsjúklinga er allt að eitt ár og gigtarlæknir hefur á sama hátt opnað stofu án aðkomu SÍ. Viðskiptavinir hans greiða þjónustuna fullu verði. Þeir sem ekki hafa ráð á því sitja hjá. Að bíða eða borga – það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Vegna langs biðtíma í ríkisrekna kerfinu hafa sextíu sjúklingar keypt liðskiptaaðgerð á klínik hér innanlands fyrir eina milljón króna án aðstoðar frá sjúkratryggingum landsmanna. Lögum samkvæmt skapast réttur hjá sjúklingum til einkarekinna úrræða á kostnað ríkisins ef biðtími eftir aðgerð er lengri en þrír mánuðir. En sú trygging gildir bara ef aðgerðin er framkvæmd erlendis. Ríkið tekur á sig a.m.k. tvöfaldan kostnað miðað við aðgerðir innanlands og óþægindi sjúklingsins vegna langra ferðalaga og fjarveru eru að auki veruleg. Þeir sem ekki eiga milljón kveljast á biðlista eins og þeir sem ekki komast utan af ýmsum ástæðum. Þeir upplifa sársauka tvöfalda heilbrigðiskerfisins. Nýtt íþyngjandi tilvísanakerfi fyrir börn skiptir hina efnameiri litlu máli. Foreldrarnir kaupa þjónustu sérfræðilækna án þess að sækja tilvísun og borga fullt verð. Hinir fara í biðröð eftir tilvísun og fá þjónustu seinna, þegar kerfinu hentar. Mismunun barna svíður mest af öllu. Svona er hið tvöfalda heilbrigðiskerfi. Rammasamningur SÍ við sérfræðilækna rennur út eftir fjóra mánuði. Enginn veit hvað tekur við. Sérfræðilæknar verða þá allir að veita þjónustuna utan samnings eins og taugalæknirinn, hjartalæknirinn og gigtarlæknirinn. Þeir efnameiri greiða þá fullt verð. Heimsóknirnar á ári eru 500 þúsund. Þá fullkomnast tvöfalda heilbrigðiskerfið. Í stað þess að sérfræðiþjónustan haldi áfram að vera hluti opinbera kerfisins eins og hingað til, verða hinir efnaminni að leita ásjár hjá fjölskyldu, góðgerðarsamtökum, sjúkrasjóðum eða öðrum. Slíkt bakland hafa þeir verst settu ekki endilega, öryrkjar, aldraðir og fátækir. Þeir verða áfram út undan. Út undan í tvöfalda heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherrar hafa staldrað stutt við undanfarið og með hverjum skiptum hafa komið breytt viðhorf, jafnvel kollsteypur. Enginn friður hefur verið og það staðið framförum fyrir þrifum. Heilbrigðiskerfið er okkar fjöregg og þarf ekki á slíku að halda heldur samhljómi og langtímastefnu sem flestir geta sameinast um. Við hvorki viljum né þurfum tvöfalt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnlyndi og stöðnun Þórður Magnússon skrifar Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar Skoðun Hamstrahjól ríkisútgjalda Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali við Kastljós í síðustu viku varð heilbrigðisráðherra tíðrætt um nauðsyn þess að efla „opinbera heilbrigðiskerfið“ með því að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna með handafli inn á ríkisreknar stofnanir. Um leið festir hún enn frekar í sessi það tvöfalda heilbrigðiskerfi sem ekkert okkar vill en er engu að síður að skjóta hér rótum. Ofurtrú á einokandi ríkisrekstri er ekki einungis afturhvarf til fortíðar heldur um leið ávísun á hærri kostnað, lengri biðlista, atgervisflótta úr landinu og lakari þjónustu. Ráðherrann er augljóslega á rangri leið. Hún trúir því varla einu sinni sjálf að sérfræðilæknar á samningi við Sjúkratryggingar Íslands séu ekki hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Hið rétta er að einungis þeir sérfræðilæknar sem ráðherra heldur með járnhanska utan samningsins eru um leið utan hins opinbera kerfis. En það er ákvörðun ráðherra og einskis annars að halda þeim þar og sjúklingum þeirra utan sjúkratrygginga. Í heilbrigðiskerfi sem talið er vera í allra fremstu röð í heiminum. Kerfi sem ráðherranum finnst lífsnauðsynlegt að stokka upp og ríkisvæða sem mest hann má. Sjúklingar á Íslandi, skjólstæðingar íslensku heilbrigðisþjónustunnar, borga úr eigin vasa stærri hluta af lækniskostnaði en sjúklingar í nágrannalöndunum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi mismunar sjúklingum í þá átt sem síst skyldi því öryrkjar, ellilífeyrisþegar og barnafjölskyldur borga nú meira en áður fyrir læknisþjónustu þó að aðrir hópar og fjársterkari borgi nú minna. Ýmsir vara við ástandinu en stjórnvöld hlusta ekki heldur skella við skollaeyrum og afneita staðreyndum. Þetta er grunnur tvöfalds heilbrigðiskerfis. Sjúklingar með Parkinson-sjúkdóm fá ekki þjónustu í tíma. Biðtími er hálft ár og sjúklingar þjást. Ungur taugalæknir fær samt ekki samning við SÍ. Hún hefur nú opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar. Þrátt fyrir skýrslu landlæknis um æpandi þörf fyrir þjónustu taugalækna neitar ráðherrann henni um aðgang að samningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands. Fráfarandi forstjóri SÍ telur að jafnvel sé um lögbrot hjá ráðherranum að ræða. Þeir sem hafa á því efni borga sjálfir reikninginn að fullu og komast fram fyrir raðirnar. Hinir efnaminni mega bíða áfram í 6 mánuði. Það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hjartasjúklingar bíða mánuðum saman eftir tíma, enda hafa fjórir hjartalæknar hætt nýverið á stofu. Ungur hjartalæknir fær ekki samning en opnar samt stofu og hefur í bráðum ár sinnt þeim sem geta borgað allt sjálfir. Hjartasjúklingar sem ekki hafa efni á því bíða áfram. Þetta er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Biðtími gigtarsjúklinga er allt að eitt ár og gigtarlæknir hefur á sama hátt opnað stofu án aðkomu SÍ. Viðskiptavinir hans greiða þjónustuna fullu verði. Þeir sem ekki hafa ráð á því sitja hjá. Að bíða eða borga – það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Vegna langs biðtíma í ríkisrekna kerfinu hafa sextíu sjúklingar keypt liðskiptaaðgerð á klínik hér innanlands fyrir eina milljón króna án aðstoðar frá sjúkratryggingum landsmanna. Lögum samkvæmt skapast réttur hjá sjúklingum til einkarekinna úrræða á kostnað ríkisins ef biðtími eftir aðgerð er lengri en þrír mánuðir. En sú trygging gildir bara ef aðgerðin er framkvæmd erlendis. Ríkið tekur á sig a.m.k. tvöfaldan kostnað miðað við aðgerðir innanlands og óþægindi sjúklingsins vegna langra ferðalaga og fjarveru eru að auki veruleg. Þeir sem ekki eiga milljón kveljast á biðlista eins og þeir sem ekki komast utan af ýmsum ástæðum. Þeir upplifa sársauka tvöfalda heilbrigðiskerfisins. Nýtt íþyngjandi tilvísanakerfi fyrir börn skiptir hina efnameiri litlu máli. Foreldrarnir kaupa þjónustu sérfræðilækna án þess að sækja tilvísun og borga fullt verð. Hinir fara í biðröð eftir tilvísun og fá þjónustu seinna, þegar kerfinu hentar. Mismunun barna svíður mest af öllu. Svona er hið tvöfalda heilbrigðiskerfi. Rammasamningur SÍ við sérfræðilækna rennur út eftir fjóra mánuði. Enginn veit hvað tekur við. Sérfræðilæknar verða þá allir að veita þjónustuna utan samnings eins og taugalæknirinn, hjartalæknirinn og gigtarlæknirinn. Þeir efnameiri greiða þá fullt verð. Heimsóknirnar á ári eru 500 þúsund. Þá fullkomnast tvöfalda heilbrigðiskerfið. Í stað þess að sérfræðiþjónustan haldi áfram að vera hluti opinbera kerfisins eins og hingað til, verða hinir efnaminni að leita ásjár hjá fjölskyldu, góðgerðarsamtökum, sjúkrasjóðum eða öðrum. Slíkt bakland hafa þeir verst settu ekki endilega, öryrkjar, aldraðir og fátækir. Þeir verða áfram út undan. Út undan í tvöfalda heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherrar hafa staldrað stutt við undanfarið og með hverjum skiptum hafa komið breytt viðhorf, jafnvel kollsteypur. Enginn friður hefur verið og það staðið framförum fyrir þrifum. Heilbrigðiskerfið er okkar fjöregg og þarf ekki á slíku að halda heldur samhljómi og langtímastefnu sem flestir geta sameinast um. Við hvorki viljum né þurfum tvöfalt heilbrigðiskerfi.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Kæri húsasmiður og oddviti Samfylkingarnar í Suðurkjördæmi Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun