Að bíða eða borga í tvöföldu heilbrigðiskerfi Þórarinn Guðnason skrifar 12. september 2018 07:00 Í viðtali við Kastljós í síðustu viku varð heilbrigðisráðherra tíðrætt um nauðsyn þess að efla „opinbera heilbrigðiskerfið“ með því að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna með handafli inn á ríkisreknar stofnanir. Um leið festir hún enn frekar í sessi það tvöfalda heilbrigðiskerfi sem ekkert okkar vill en er engu að síður að skjóta hér rótum. Ofurtrú á einokandi ríkisrekstri er ekki einungis afturhvarf til fortíðar heldur um leið ávísun á hærri kostnað, lengri biðlista, atgervisflótta úr landinu og lakari þjónustu. Ráðherrann er augljóslega á rangri leið. Hún trúir því varla einu sinni sjálf að sérfræðilæknar á samningi við Sjúkratryggingar Íslands séu ekki hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Hið rétta er að einungis þeir sérfræðilæknar sem ráðherra heldur með járnhanska utan samningsins eru um leið utan hins opinbera kerfis. En það er ákvörðun ráðherra og einskis annars að halda þeim þar og sjúklingum þeirra utan sjúkratrygginga. Í heilbrigðiskerfi sem talið er vera í allra fremstu röð í heiminum. Kerfi sem ráðherranum finnst lífsnauðsynlegt að stokka upp og ríkisvæða sem mest hann má. Sjúklingar á Íslandi, skjólstæðingar íslensku heilbrigðisþjónustunnar, borga úr eigin vasa stærri hluta af lækniskostnaði en sjúklingar í nágrannalöndunum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi mismunar sjúklingum í þá átt sem síst skyldi því öryrkjar, ellilífeyrisþegar og barnafjölskyldur borga nú meira en áður fyrir læknisþjónustu þó að aðrir hópar og fjársterkari borgi nú minna. Ýmsir vara við ástandinu en stjórnvöld hlusta ekki heldur skella við skollaeyrum og afneita staðreyndum. Þetta er grunnur tvöfalds heilbrigðiskerfis. Sjúklingar með Parkinson-sjúkdóm fá ekki þjónustu í tíma. Biðtími er hálft ár og sjúklingar þjást. Ungur taugalæknir fær samt ekki samning við SÍ. Hún hefur nú opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar. Þrátt fyrir skýrslu landlæknis um æpandi þörf fyrir þjónustu taugalækna neitar ráðherrann henni um aðgang að samningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands. Fráfarandi forstjóri SÍ telur að jafnvel sé um lögbrot hjá ráðherranum að ræða. Þeir sem hafa á því efni borga sjálfir reikninginn að fullu og komast fram fyrir raðirnar. Hinir efnaminni mega bíða áfram í 6 mánuði. Það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hjartasjúklingar bíða mánuðum saman eftir tíma, enda hafa fjórir hjartalæknar hætt nýverið á stofu. Ungur hjartalæknir fær ekki samning en opnar samt stofu og hefur í bráðum ár sinnt þeim sem geta borgað allt sjálfir. Hjartasjúklingar sem ekki hafa efni á því bíða áfram. Þetta er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Biðtími gigtarsjúklinga er allt að eitt ár og gigtarlæknir hefur á sama hátt opnað stofu án aðkomu SÍ. Viðskiptavinir hans greiða þjónustuna fullu verði. Þeir sem ekki hafa ráð á því sitja hjá. Að bíða eða borga – það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Vegna langs biðtíma í ríkisrekna kerfinu hafa sextíu sjúklingar keypt liðskiptaaðgerð á klínik hér innanlands fyrir eina milljón króna án aðstoðar frá sjúkratryggingum landsmanna. Lögum samkvæmt skapast réttur hjá sjúklingum til einkarekinna úrræða á kostnað ríkisins ef biðtími eftir aðgerð er lengri en þrír mánuðir. En sú trygging gildir bara ef aðgerðin er framkvæmd erlendis. Ríkið tekur á sig a.m.k. tvöfaldan kostnað miðað við aðgerðir innanlands og óþægindi sjúklingsins vegna langra ferðalaga og fjarveru eru að auki veruleg. Þeir sem ekki eiga milljón kveljast á biðlista eins og þeir sem ekki komast utan af ýmsum ástæðum. Þeir upplifa sársauka tvöfalda heilbrigðiskerfisins. Nýtt íþyngjandi tilvísanakerfi fyrir börn skiptir hina efnameiri litlu máli. Foreldrarnir kaupa þjónustu sérfræðilækna án þess að sækja tilvísun og borga fullt verð. Hinir fara í biðröð eftir tilvísun og fá þjónustu seinna, þegar kerfinu hentar. Mismunun barna svíður mest af öllu. Svona er hið tvöfalda heilbrigðiskerfi. Rammasamningur SÍ við sérfræðilækna rennur út eftir fjóra mánuði. Enginn veit hvað tekur við. Sérfræðilæknar verða þá allir að veita þjónustuna utan samnings eins og taugalæknirinn, hjartalæknirinn og gigtarlæknirinn. Þeir efnameiri greiða þá fullt verð. Heimsóknirnar á ári eru 500 þúsund. Þá fullkomnast tvöfalda heilbrigðiskerfið. Í stað þess að sérfræðiþjónustan haldi áfram að vera hluti opinbera kerfisins eins og hingað til, verða hinir efnaminni að leita ásjár hjá fjölskyldu, góðgerðarsamtökum, sjúkrasjóðum eða öðrum. Slíkt bakland hafa þeir verst settu ekki endilega, öryrkjar, aldraðir og fátækir. Þeir verða áfram út undan. Út undan í tvöfalda heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherrar hafa staldrað stutt við undanfarið og með hverjum skiptum hafa komið breytt viðhorf, jafnvel kollsteypur. Enginn friður hefur verið og það staðið framförum fyrir þrifum. Heilbrigðiskerfið er okkar fjöregg og þarf ekki á slíku að halda heldur samhljómi og langtímastefnu sem flestir geta sameinast um. Við hvorki viljum né þurfum tvöfalt heilbrigðiskerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í viðtali við Kastljós í síðustu viku varð heilbrigðisráðherra tíðrætt um nauðsyn þess að efla „opinbera heilbrigðiskerfið“ með því að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérfræðilækna með handafli inn á ríkisreknar stofnanir. Um leið festir hún enn frekar í sessi það tvöfalda heilbrigðiskerfi sem ekkert okkar vill en er engu að síður að skjóta hér rótum. Ofurtrú á einokandi ríkisrekstri er ekki einungis afturhvarf til fortíðar heldur um leið ávísun á hærri kostnað, lengri biðlista, atgervisflótta úr landinu og lakari þjónustu. Ráðherrann er augljóslega á rangri leið. Hún trúir því varla einu sinni sjálf að sérfræðilæknar á samningi við Sjúkratryggingar Íslands séu ekki hluti af opinbera heilbrigðiskerfinu. Hið rétta er að einungis þeir sérfræðilæknar sem ráðherra heldur með járnhanska utan samningsins eru um leið utan hins opinbera kerfis. En það er ákvörðun ráðherra og einskis annars að halda þeim þar og sjúklingum þeirra utan sjúkratrygginga. Í heilbrigðiskerfi sem talið er vera í allra fremstu röð í heiminum. Kerfi sem ráðherranum finnst lífsnauðsynlegt að stokka upp og ríkisvæða sem mest hann má. Sjúklingar á Íslandi, skjólstæðingar íslensku heilbrigðisþjónustunnar, borga úr eigin vasa stærri hluta af lækniskostnaði en sjúklingar í nágrannalöndunum. Nýtt greiðsluþátttökukerfi mismunar sjúklingum í þá átt sem síst skyldi því öryrkjar, ellilífeyrisþegar og barnafjölskyldur borga nú meira en áður fyrir læknisþjónustu þó að aðrir hópar og fjársterkari borgi nú minna. Ýmsir vara við ástandinu en stjórnvöld hlusta ekki heldur skella við skollaeyrum og afneita staðreyndum. Þetta er grunnur tvöfalds heilbrigðiskerfis. Sjúklingar með Parkinson-sjúkdóm fá ekki þjónustu í tíma. Biðtími er hálft ár og sjúklingar þjást. Ungur taugalæknir fær samt ekki samning við SÍ. Hún hefur nú opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar. Þrátt fyrir skýrslu landlæknis um æpandi þörf fyrir þjónustu taugalækna neitar ráðherrann henni um aðgang að samningi sérfræðilækna og Sjúkratrygginga Íslands. Fráfarandi forstjóri SÍ telur að jafnvel sé um lögbrot hjá ráðherranum að ræða. Þeir sem hafa á því efni borga sjálfir reikninginn að fullu og komast fram fyrir raðirnar. Hinir efnaminni mega bíða áfram í 6 mánuði. Það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Hjartasjúklingar bíða mánuðum saman eftir tíma, enda hafa fjórir hjartalæknar hætt nýverið á stofu. Ungur hjartalæknir fær ekki samning en opnar samt stofu og hefur í bráðum ár sinnt þeim sem geta borgað allt sjálfir. Hjartasjúklingar sem ekki hafa efni á því bíða áfram. Þetta er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Biðtími gigtarsjúklinga er allt að eitt ár og gigtarlæknir hefur á sama hátt opnað stofu án aðkomu SÍ. Viðskiptavinir hans greiða þjónustuna fullu verði. Þeir sem ekki hafa ráð á því sitja hjá. Að bíða eða borga – það er tvöfalt heilbrigðiskerfi. Vegna langs biðtíma í ríkisrekna kerfinu hafa sextíu sjúklingar keypt liðskiptaaðgerð á klínik hér innanlands fyrir eina milljón króna án aðstoðar frá sjúkratryggingum landsmanna. Lögum samkvæmt skapast réttur hjá sjúklingum til einkarekinna úrræða á kostnað ríkisins ef biðtími eftir aðgerð er lengri en þrír mánuðir. En sú trygging gildir bara ef aðgerðin er framkvæmd erlendis. Ríkið tekur á sig a.m.k. tvöfaldan kostnað miðað við aðgerðir innanlands og óþægindi sjúklingsins vegna langra ferðalaga og fjarveru eru að auki veruleg. Þeir sem ekki eiga milljón kveljast á biðlista eins og þeir sem ekki komast utan af ýmsum ástæðum. Þeir upplifa sársauka tvöfalda heilbrigðiskerfisins. Nýtt íþyngjandi tilvísanakerfi fyrir börn skiptir hina efnameiri litlu máli. Foreldrarnir kaupa þjónustu sérfræðilækna án þess að sækja tilvísun og borga fullt verð. Hinir fara í biðröð eftir tilvísun og fá þjónustu seinna, þegar kerfinu hentar. Mismunun barna svíður mest af öllu. Svona er hið tvöfalda heilbrigðiskerfi. Rammasamningur SÍ við sérfræðilækna rennur út eftir fjóra mánuði. Enginn veit hvað tekur við. Sérfræðilæknar verða þá allir að veita þjónustuna utan samnings eins og taugalæknirinn, hjartalæknirinn og gigtarlæknirinn. Þeir efnameiri greiða þá fullt verð. Heimsóknirnar á ári eru 500 þúsund. Þá fullkomnast tvöfalda heilbrigðiskerfið. Í stað þess að sérfræðiþjónustan haldi áfram að vera hluti opinbera kerfisins eins og hingað til, verða hinir efnaminni að leita ásjár hjá fjölskyldu, góðgerðarsamtökum, sjúkrasjóðum eða öðrum. Slíkt bakland hafa þeir verst settu ekki endilega, öryrkjar, aldraðir og fátækir. Þeir verða áfram út undan. Út undan í tvöfalda heilbrigðiskerfinu. Heilbrigðisráðherrar hafa staldrað stutt við undanfarið og með hverjum skiptum hafa komið breytt viðhorf, jafnvel kollsteypur. Enginn friður hefur verið og það staðið framförum fyrir þrifum. Heilbrigðiskerfið er okkar fjöregg og þarf ekki á slíku að halda heldur samhljómi og langtímastefnu sem flestir geta sameinast um. Við hvorki viljum né þurfum tvöfalt heilbrigðiskerfi.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun