Stórsókn í loftslagsmálum Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 12. september 2018 07:00 Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega viðfangsefni mannkyns og brýnt að bregðast við þeim af festu. Sjö ráðherrar kynntu á mánudag umfangsmikla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Íslands. Aldrei áður hefur viðlíka fjármagn verið sett í loftslagsmál og nú. Við setjum markið hátt. Við ætlum að ráðast í viðamikið átak í kolefnisbindingu – endurheimta votlendi, birkiskóga og kjarrlendi, berjast gegn jarðvegseyðingu og rækta skóg. Orkukerfi heimsins eru drifin áfram af jarðefnaeldsneyti og þar þarf kerfisbreytingu. Þarna ætlum við að beita okkur af krafti og ná fram orkuskiptum í vegasamgöngum. Við viljum hætta að brenna mengandi og innfluttum orkugjöfum og nota heldur innlenda, endurnýjanlega orku – rétt eins og við gerðum þegar við innleiddum hitaveituna. Við viljum vinna með sveitarfélögum að því að styrkja almenningssamgöngur, gera fólki kleift að lifa bíllausum lífsstíl og hætta að keyra bílaflotann okkar áfram á mengandi eldsneyti. Út með olíuna Hvar getum við Íslendingar dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til að standast markmið Parísarsáttmálans? Stóriðjan fellur ekki undir þær skuldbindingar sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, heldur heyrir undir evrópskt kerfi með losunarheimildir sem ætlað er að draga úr losun frá starfsemi hennar. Alþjóðaflug fellur sömuleiðis ekki undir skuldbindingar einstakra ríkja og um landnotkun gilda sérstakar reglur. Hvar eru þá helstu tækifæri okkar? Svarið liggur í olíu. Notkun hennar orsakar stærsta hluta þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Og um 60% af olíunni eru notuð í vegasamgöngum. Stærsta verkefnið framundan er því stórfelld rafvæðing samgangna og stefnan skýr: Að helminga notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum fyrir árið 2030. Í aðgerðaáætluninni eru auðvitað fjölmargar aðrar aðgerðir sem stuðla að samdrætti í losun annarra geira, og sérstök áhersla er á nýsköpun. Fyrsta útgáfa áætlunarinnar í loftlagsmálum liggur nú fyrir. Framundan er samráð sem ég bind miklar vonir við. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega viðfangsefni mannkyns og brýnt að bregðast við þeim af festu. Sjö ráðherrar kynntu á mánudag umfangsmikla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Íslands. Aldrei áður hefur viðlíka fjármagn verið sett í loftslagsmál og nú. Við setjum markið hátt. Við ætlum að ráðast í viðamikið átak í kolefnisbindingu – endurheimta votlendi, birkiskóga og kjarrlendi, berjast gegn jarðvegseyðingu og rækta skóg. Orkukerfi heimsins eru drifin áfram af jarðefnaeldsneyti og þar þarf kerfisbreytingu. Þarna ætlum við að beita okkur af krafti og ná fram orkuskiptum í vegasamgöngum. Við viljum hætta að brenna mengandi og innfluttum orkugjöfum og nota heldur innlenda, endurnýjanlega orku – rétt eins og við gerðum þegar við innleiddum hitaveituna. Við viljum vinna með sveitarfélögum að því að styrkja almenningssamgöngur, gera fólki kleift að lifa bíllausum lífsstíl og hætta að keyra bílaflotann okkar áfram á mengandi eldsneyti. Út með olíuna Hvar getum við Íslendingar dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til að standast markmið Parísarsáttmálans? Stóriðjan fellur ekki undir þær skuldbindingar sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, heldur heyrir undir evrópskt kerfi með losunarheimildir sem ætlað er að draga úr losun frá starfsemi hennar. Alþjóðaflug fellur sömuleiðis ekki undir skuldbindingar einstakra ríkja og um landnotkun gilda sérstakar reglur. Hvar eru þá helstu tækifæri okkar? Svarið liggur í olíu. Notkun hennar orsakar stærsta hluta þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Og um 60% af olíunni eru notuð í vegasamgöngum. Stærsta verkefnið framundan er því stórfelld rafvæðing samgangna og stefnan skýr: Að helminga notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum fyrir árið 2030. Í aðgerðaáætluninni eru auðvitað fjölmargar aðrar aðgerðir sem stuðla að samdrætti í losun annarra geira, og sérstök áhersla er á nýsköpun. Fyrsta útgáfa áætlunarinnar í loftlagsmálum liggur nú fyrir. Framundan er samráð sem ég bind miklar vonir við.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar