Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. september 2018 18:45 Algjör óvissa er um kostnaðarþátttöku ríkisins þegar rammasamningur við sérfræðilækna rennur út eftir rúma þrjá mánuði. Formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna á þrotum en nær ekkert samtal um endurnýjun samningsins hefur átt sér stað allt þetta ár. Ákvörðun Velferðarráðuneytisins að hafna umsókn Önnu Björnsdóttur, taugalæknis og sérfræðings í Parkinsons-sjúkdómnum um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands hefur vakið mikla athygli og í morgun vakti formaður Læknafélags Reykjavíkur athygli á málinu, í harðorðum pistli á samfélagsmiðlum, um stöðu sérfræðilækna sem eiga aðild að rammasamkomulaginu. Samkomulagið rennur út eftir rúma þrjá mánuði og segir formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur að ráðherra hafi einungis þrisvar átt samtal vegna málsins. Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur„Í öll þessi skipti var lögð áhersla á það að það yrði byrjað að ræða við okkur um samning sem á að renna út um áramótin og það hefur ekki verið gert,“ segir Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur. Kristján segir að ekki sé hægt að skipuleggja svo viðamikla þjónustu á svo skömmum tíma en um þrjú hundruð og tuttugu læknar sinna sérfræðiþjónustu í gegnum samninginn við Sjúkratryggingar Íslands. „Þetta er mjög alvarlegt því við erum auðvitað farin að skipuleggja þjónustu við sjúklinga langt fram á næsta ár og það liggur í dag ekki fyrir hvort að sú þjónusta verði með greiðsluþátttöku ríkisins eða ekki,“ segir Kristján. Óvissan sé erfið fyrir starfsemina og þá sérstaklega fyrir nýliðun lækna. „Þetta eru afar slæm skilaboð til ungra lækna erlendis og í raun og veru búið að girða fyrir nýja þekkingu inn í landið með þessum hætti,“ segir Kristján. Kristján segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna orðinn mjög knappan. „Við þurfum að tilkynna fyrir 1. október hvort við ætlum að vinna á samningnum, mánuð fyrir mánuð, eftir áramót. Við lítum svo á að það sé nánast óvinnandi vegur að vinna að svona viðamikilli starfsemi frá mánuði til mánaðar og það verður einfaldlega að koma skýr svör frá ráðherranum hvort það eigi að hefja einhverjar viðræður við okkur og þá við hverja og um hvað,“ segir Kristján. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Algjör óvissa er um kostnaðarþátttöku ríkisins þegar rammasamningur við sérfræðilækna rennur út eftir rúma þrjá mánuði. Formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna á þrotum en nær ekkert samtal um endurnýjun samningsins hefur átt sér stað allt þetta ár. Ákvörðun Velferðarráðuneytisins að hafna umsókn Önnu Björnsdóttur, taugalæknis og sérfræðings í Parkinsons-sjúkdómnum um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands hefur vakið mikla athygli og í morgun vakti formaður Læknafélags Reykjavíkur athygli á málinu, í harðorðum pistli á samfélagsmiðlum, um stöðu sérfræðilækna sem eiga aðild að rammasamkomulaginu. Samkomulagið rennur út eftir rúma þrjá mánuði og segir formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur að ráðherra hafi einungis þrisvar átt samtal vegna málsins. Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur„Í öll þessi skipti var lögð áhersla á það að það yrði byrjað að ræða við okkur um samning sem á að renna út um áramótin og það hefur ekki verið gert,“ segir Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur. Kristján segir að ekki sé hægt að skipuleggja svo viðamikla þjónustu á svo skömmum tíma en um þrjú hundruð og tuttugu læknar sinna sérfræðiþjónustu í gegnum samninginn við Sjúkratryggingar Íslands. „Þetta er mjög alvarlegt því við erum auðvitað farin að skipuleggja þjónustu við sjúklinga langt fram á næsta ár og það liggur í dag ekki fyrir hvort að sú þjónusta verði með greiðsluþátttöku ríkisins eða ekki,“ segir Kristján. Óvissan sé erfið fyrir starfsemina og þá sérstaklega fyrir nýliðun lækna. „Þetta eru afar slæm skilaboð til ungra lækna erlendis og í raun og veru búið að girða fyrir nýja þekkingu inn í landið með þessum hætti,“ segir Kristján. Kristján segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna orðinn mjög knappan. „Við þurfum að tilkynna fyrir 1. október hvort við ætlum að vinna á samningnum, mánuð fyrir mánuð, eftir áramót. Við lítum svo á að það sé nánast óvinnandi vegur að vinna að svona viðamikilli starfsemi frá mánuði til mánaðar og það verður einfaldlega að koma skýr svör frá ráðherranum hvort það eigi að hefja einhverjar viðræður við okkur og þá við hverja og um hvað,“ segir Kristján.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22