Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. september 2018 18:45 Algjör óvissa er um kostnaðarþátttöku ríkisins þegar rammasamningur við sérfræðilækna rennur út eftir rúma þrjá mánuði. Formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna á þrotum en nær ekkert samtal um endurnýjun samningsins hefur átt sér stað allt þetta ár. Ákvörðun Velferðarráðuneytisins að hafna umsókn Önnu Björnsdóttur, taugalæknis og sérfræðings í Parkinsons-sjúkdómnum um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands hefur vakið mikla athygli og í morgun vakti formaður Læknafélags Reykjavíkur athygli á málinu, í harðorðum pistli á samfélagsmiðlum, um stöðu sérfræðilækna sem eiga aðild að rammasamkomulaginu. Samkomulagið rennur út eftir rúma þrjá mánuði og segir formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur að ráðherra hafi einungis þrisvar átt samtal vegna málsins. Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur„Í öll þessi skipti var lögð áhersla á það að það yrði byrjað að ræða við okkur um samning sem á að renna út um áramótin og það hefur ekki verið gert,“ segir Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur. Kristján segir að ekki sé hægt að skipuleggja svo viðamikla þjónustu á svo skömmum tíma en um þrjú hundruð og tuttugu læknar sinna sérfræðiþjónustu í gegnum samninginn við Sjúkratryggingar Íslands. „Þetta er mjög alvarlegt því við erum auðvitað farin að skipuleggja þjónustu við sjúklinga langt fram á næsta ár og það liggur í dag ekki fyrir hvort að sú þjónusta verði með greiðsluþátttöku ríkisins eða ekki,“ segir Kristján. Óvissan sé erfið fyrir starfsemina og þá sérstaklega fyrir nýliðun lækna. „Þetta eru afar slæm skilaboð til ungra lækna erlendis og í raun og veru búið að girða fyrir nýja þekkingu inn í landið með þessum hætti,“ segir Kristján. Kristján segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna orðinn mjög knappan. „Við þurfum að tilkynna fyrir 1. október hvort við ætlum að vinna á samningnum, mánuð fyrir mánuð, eftir áramót. Við lítum svo á að það sé nánast óvinnandi vegur að vinna að svona viðamikilli starfsemi frá mánuði til mánaðar og það verður einfaldlega að koma skýr svör frá ráðherranum hvort það eigi að hefja einhverjar viðræður við okkur og þá við hverja og um hvað,“ segir Kristján. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Algjör óvissa er um kostnaðarþátttöku ríkisins þegar rammasamningur við sérfræðilækna rennur út eftir rúma þrjá mánuði. Formaður samninganefndar Læknafélags Reykjavíkur segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna á þrotum en nær ekkert samtal um endurnýjun samningsins hefur átt sér stað allt þetta ár. Ákvörðun Velferðarráðuneytisins að hafna umsókn Önnu Björnsdóttur, taugalæknis og sérfræðings í Parkinsons-sjúkdómnum um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands hefur vakið mikla athygli og í morgun vakti formaður Læknafélags Reykjavíkur athygli á málinu, í harðorðum pistli á samfélagsmiðlum, um stöðu sérfræðilækna sem eiga aðild að rammasamkomulaginu. Samkomulagið rennur út eftir rúma þrjá mánuði og segir formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur að ráðherra hafi einungis þrisvar átt samtal vegna málsins. Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur„Í öll þessi skipti var lögð áhersla á það að það yrði byrjað að ræða við okkur um samning sem á að renna út um áramótin og það hefur ekki verið gert,“ segir Kristján Guðmundsson, formaður samninganefndar sérfræðilækna hjá Læknafélagi Reykjavíkur. Kristján segir að ekki sé hægt að skipuleggja svo viðamikla þjónustu á svo skömmum tíma en um þrjú hundruð og tuttugu læknar sinna sérfræðiþjónustu í gegnum samninginn við Sjúkratryggingar Íslands. „Þetta er mjög alvarlegt því við erum auðvitað farin að skipuleggja þjónustu við sjúklinga langt fram á næsta ár og það liggur í dag ekki fyrir hvort að sú þjónusta verði með greiðsluþátttöku ríkisins eða ekki,“ segir Kristján. Óvissan sé erfið fyrir starfsemina og þá sérstaklega fyrir nýliðun lækna. „Þetta eru afar slæm skilaboð til ungra lækna erlendis og í raun og veru búið að girða fyrir nýja þekkingu inn í landið með þessum hætti,“ segir Kristján. Kristján segir tíma heilbrigðisráðherra til viðræðna orðinn mjög knappan. „Við þurfum að tilkynna fyrir 1. október hvort við ætlum að vinna á samningnum, mánuð fyrir mánuð, eftir áramót. Við lítum svo á að það sé nánast óvinnandi vegur að vinna að svona viðamikilli starfsemi frá mánuði til mánaðar og það verður einfaldlega að koma skýr svör frá ráðherranum hvort það eigi að hefja einhverjar viðræður við okkur og þá við hverja og um hvað,“ segir Kristján.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22