Fagmennska og gæði í ferðaþjónustu Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé skrifar 12. september 2018 07:00 Íslensk ferðaþjónusta hefur vaxið og dafnað á alla vegu undanfarin ár. Ekki bara þegar kemur að fjölda ferðamanna og gjaldeyristekjum. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur líka eflst þegar kemur að þjónustu við okkar góðu gesti sem sækja Ísland heim. Um land allt starfa metnaðarfull fyrirtæki sem daglega taka á móti ferðamönnum hvort heldur sem er í afþreyingu, í skipulagðar ferðir, í mat eða gistingu. Upplifun ferðamanna er enda mjög góð, en hún er síður en svo sjálfsögð. Í nýjum Ferðamannapúlsi sem Gallup heldur úti í samstarfi við Isavia og Ferðamálastofu og birtur var fyrr í sumar mældist heildarupplifun ferðamanna 83,4%, eða tæpum 2% meiri en á sama tíma í fyrra. Ferðamannapúlsinn byggir á spurningum sem snúa að heildaránægju ferðamanna, hvort ferðin var peninganna virði, uppfyllti væntingar, líkur á meðmælum og gestrisni okkar heimamanna. Íslendingar hafa alla tíð verið góðir gestgjafar og hafa gestrisni og jákvæðni einkennt viðhorf okkar til ferðamanna. Það er því ánægjulegt að sjá að í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var fyrir Ferðamálastofu og birt var á dögunum kom fram að 68% landsmanna eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum, samanborið við 64% í fyrra. Við sem störfum í ferðaþjónustu verðum að halda áfram að vanda okkur á öllum stigum, bæði gagnvart okkar góðu gestum og ekki síður heimamönnum. Ferðaþjónusta á Íslandi er ekki eins og síldarævintýri. Hún er komin til að vera sem stöndug heilsársatvinnugrein. Við verðum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi í uppbyggingu ferðaþjónustunnar til framtíðar. Þá hefur verið frábært að fylgjast með uppbyggingu í ferðaþjónustu á undanförnum árum sem nýtist bæði ferðamönnum og ekki síður heimamönnum. Mikið nýsköpunarstarf á sér stað og er nú hægt að ganga inn í jökla, síga niður í eldfjöll, borða mat á heimsmælikvarða, baða sig í náttúrulegum heilsulindum og fara í skipulagðar ferðir um land allt þar sem virðing er borin fyrir náttúru og sögu. Hér er þó alls ekki um tæmandi upptalningu að ræða. Ferðaþjónustan hefur þannig eflt byggðarlög um allt land ásamt því að styðja við aðrar atvinnugreinar. Svo er hún líka bara svo skemmtileg. Ef við höfum fagmennsku og gæði ávallt að leiðarljósi þá er framtíð ferðaþjónustunnar björt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Íslensk ferðaþjónusta hefur vaxið og dafnað á alla vegu undanfarin ár. Ekki bara þegar kemur að fjölda ferðamanna og gjaldeyristekjum. Ferðaþjónusta sem atvinnugrein hefur líka eflst þegar kemur að þjónustu við okkar góðu gesti sem sækja Ísland heim. Um land allt starfa metnaðarfull fyrirtæki sem daglega taka á móti ferðamönnum hvort heldur sem er í afþreyingu, í skipulagðar ferðir, í mat eða gistingu. Upplifun ferðamanna er enda mjög góð, en hún er síður en svo sjálfsögð. Í nýjum Ferðamannapúlsi sem Gallup heldur úti í samstarfi við Isavia og Ferðamálastofu og birtur var fyrr í sumar mældist heildarupplifun ferðamanna 83,4%, eða tæpum 2% meiri en á sama tíma í fyrra. Ferðamannapúlsinn byggir á spurningum sem snúa að heildaránægju ferðamanna, hvort ferðin var peninganna virði, uppfyllti væntingar, líkur á meðmælum og gestrisni okkar heimamanna. Íslendingar hafa alla tíð verið góðir gestgjafar og hafa gestrisni og jákvæðni einkennt viðhorf okkar til ferðamanna. Það er því ánægjulegt að sjá að í nýrri könnun MMR sem framkvæmd var fyrir Ferðamálastofu og birt var á dögunum kom fram að 68% landsmanna eru jákvæðir gagnvart erlendum ferðamönnum, samanborið við 64% í fyrra. Við sem störfum í ferðaþjónustu verðum að halda áfram að vanda okkur á öllum stigum, bæði gagnvart okkar góðu gestum og ekki síður heimamönnum. Ferðaþjónusta á Íslandi er ekki eins og síldarævintýri. Hún er komin til að vera sem stöndug heilsársatvinnugrein. Við verðum að hafa fagmennsku og gæði að leiðarljósi í uppbyggingu ferðaþjónustunnar til framtíðar. Þá hefur verið frábært að fylgjast með uppbyggingu í ferðaþjónustu á undanförnum árum sem nýtist bæði ferðamönnum og ekki síður heimamönnum. Mikið nýsköpunarstarf á sér stað og er nú hægt að ganga inn í jökla, síga niður í eldfjöll, borða mat á heimsmælikvarða, baða sig í náttúrulegum heilsulindum og fara í skipulagðar ferðir um land allt þar sem virðing er borin fyrir náttúru og sögu. Hér er þó alls ekki um tæmandi upptalningu að ræða. Ferðaþjónustan hefur þannig eflt byggðarlög um allt land ásamt því að styðja við aðrar atvinnugreinar. Svo er hún líka bara svo skemmtileg. Ef við höfum fagmennsku og gæði ávallt að leiðarljósi þá er framtíð ferðaþjónustunnar björt.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar