Að stýra ferðaþjónustulandi Jóhannes Þór Skúlason skrifar 12. september 2018 07:00 Við upphaf þings að hausti gefst gott færi á að horfa yfir stöðu efnahagsmála í heild. Við lestur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2019, sem fjármálaráðherra kynnti í gærmorgun, leynir sér ekki að staða ríkissjóðs hefur farið batnandi ár frá ári. Svo rammt kveður að því að sérstaklega er tiltekið í fréttatilkynningu ráðuneytisins að staða efnahagsmála sé góð. Á sama tíma og fjármálaráðherra kynnti fjárlög í gær talaði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi hjá SAF, sem sjónvarpað var beint á vefnum. Meðal þess sem kom fram hjá Gylfa var sú staðreynd að í fyrsta sinn í sögunni hefur vöru- og þjónustujöfnuður þjóðarbúsins gagnvart öðrum ríkjum nú verið jákvæður um margra ára skeið. Það þýðir að þjóðhagslegur sparnaður á Íslandi hefur náð áður óþekktum hæðum. Gylfi orðaði það þannig að í raun væri komið upp þýskt ástand á Íslandi, nokkuð sem aldrei hefði sést áður. Virði ferðaþjónustunnar gríðarlegt Ástæðan fyrir þessum viðvarandi þjóðhagslega sparnaði, því að Ísland líkist frekar Þýskalandi en Grikklandi þegar að þessum efnahagstölum kemur, er fyrst og fremst vöxtur ferðaþjónustunnar sem burðaratvinnugreinar í landinu. Áratugum saman var ein af möntrunum í íslensku efnahagslífi að það þyrfti meiri fjölbreytni í grunnatvinnuvegi landsins. Fleiri leiðir til að búa til gjaldeyri. Sá draumur virtist stundum fjarlægur, en ekki lengur. Auðvitað er vöxtur ferðaþjónustunnar afsprengi margra samtvinnaðra þátta, en niðurstaðan er sú að orðin er til ný grundvallaratvinnugrein á Íslandi sem dælir meiri gjaldeyri inn í þjóðarbúið en sjávarútvegur og álframleiðsla samanlagt. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var. Grundvallarbreyting sem drífur áfram margs konar jákvæðar breytingar á efnahagslífi landsins. Ýmis einföld dæmi má setja fram til að sýna fram á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið með beinum tölum. Eitt slíkt dæmi er sú staðreynd að beinar nettótekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu árið 2017 námu um 60 milljörðum króna – sem jafngildir um það bil því að ferðaþjónustan hafi lagt til öll fjárframlög ríkisins til Landspítalans það ár. En hvort sem litið er á beinar tölulegar staðreyndir eða efnahagsþróun er morgunljóst að virði ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt efnahagslíf og þjóðina í heild er orðið gríðarlegt. Ekki þarf að líta lengra en til fjárlagafrumvarpsins sem kynnt var í gærmorgun til að lesa það svart á hvítu. Engum sem fylgist með fréttum dylst að undanfarna mánuði hefur hægt verulega á vexti ferðaþjónustunnar. Fjölmargar fréttir hafa t.d. verið fluttar af minnkandi fjöldatölum. En hausatalning segir ekki alla söguna. Kostnaðarhækkanir, m.a. vegna gengis- og launaþróunar, hafa stórlækkað framleiðni fyrirtækjanna, auk þess sem samsetning ferðamannahópsins og ferðahegðun er að breytast. Mikill samdráttur hefur orðið á kjarnamörkuðum Íslands í Mið-Evrópu og það er áminning fyrir stjórnvöld um að ferðaþjónustan er næm fyrir breytingum. Hún er atvinnugrein sem er viðkvæm fyrir áföllum. Jafnvel áform um virðisaukaskattshækkun, sem mörgum þóttu einföld, ollu mikilli óvissu um verð vorið 2017 – einmitt þegar ferðamenn voru að velta fyrir sér kaupum á sumarfríi til Íslands, eða eitthvað annað, sumarið 2018. Niðurstaðan sést í fjöldatölum sumarsins. Og þegar slíkir „smámunir“ hafa bein áhrif í harðri alþjóðlegri samkeppni getur hver ímyndað sér hvaða áhrif stærri áföll geta haft á greinina og víðtæka virðiskeðju hennar. Áræðni til að tryggja lífskjör Engum getur dulist að gildi ferðaþjónustunnar fyrir atvinnulíf og efnahag Íslands er slíkt að til að verja eða bæta lífskjör landsmanna verða stjórnmálamenn að vera tilbúnir að taka áræðnar og jafnvel óhefðbundnar ákvarðanir til að styrkja ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn, sem nú rýna í stöðu efnahagsmála við upphaf þings, verða að hafa það í huga við áætlanagerð, bæði gagnvart fyrirsjáanlegri framtíð og ekki síður gagnvart hinu óvænta, að þeir stýra landi sem er farið að byggja lífsgæði íbúanna á fleiru en fiski og áli. Þeir stýra ferðaþjónustulandinu Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Mest lesið Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Sönnun um framlag hælisleitanda til íslensks samfélags Toshiki Toma Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Við upphaf þings að hausti gefst gott færi á að horfa yfir stöðu efnahagsmála í heild. Við lestur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2019, sem fjármálaráðherra kynnti í gærmorgun, leynir sér ekki að staða ríkissjóðs hefur farið batnandi ár frá ári. Svo rammt kveður að því að sérstaklega er tiltekið í fréttatilkynningu ráðuneytisins að staða efnahagsmála sé góð. Á sama tíma og fjármálaráðherra kynnti fjárlög í gær talaði Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor um stöðu ferðaþjónustunnar á fundi hjá SAF, sem sjónvarpað var beint á vefnum. Meðal þess sem kom fram hjá Gylfa var sú staðreynd að í fyrsta sinn í sögunni hefur vöru- og þjónustujöfnuður þjóðarbúsins gagnvart öðrum ríkjum nú verið jákvæður um margra ára skeið. Það þýðir að þjóðhagslegur sparnaður á Íslandi hefur náð áður óþekktum hæðum. Gylfi orðaði það þannig að í raun væri komið upp þýskt ástand á Íslandi, nokkuð sem aldrei hefði sést áður. Virði ferðaþjónustunnar gríðarlegt Ástæðan fyrir þessum viðvarandi þjóðhagslega sparnaði, því að Ísland líkist frekar Þýskalandi en Grikklandi þegar að þessum efnahagstölum kemur, er fyrst og fremst vöxtur ferðaþjónustunnar sem burðaratvinnugreinar í landinu. Áratugum saman var ein af möntrunum í íslensku efnahagslífi að það þyrfti meiri fjölbreytni í grunnatvinnuvegi landsins. Fleiri leiðir til að búa til gjaldeyri. Sá draumur virtist stundum fjarlægur, en ekki lengur. Auðvitað er vöxtur ferðaþjónustunnar afsprengi margra samtvinnaðra þátta, en niðurstaðan er sú að orðin er til ný grundvallaratvinnugrein á Íslandi sem dælir meiri gjaldeyri inn í þjóðarbúið en sjávarútvegur og álframleiðsla samanlagt. Það er grundvallarbreyting frá því sem áður var. Grundvallarbreyting sem drífur áfram margs konar jákvæðar breytingar á efnahagslífi landsins. Ýmis einföld dæmi má setja fram til að sýna fram á mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir þjóðarbúið með beinum tölum. Eitt slíkt dæmi er sú staðreynd að beinar nettótekjur ríkis og sveitarfélaga af ferðaþjónustu árið 2017 námu um 60 milljörðum króna – sem jafngildir um það bil því að ferðaþjónustan hafi lagt til öll fjárframlög ríkisins til Landspítalans það ár. En hvort sem litið er á beinar tölulegar staðreyndir eða efnahagsþróun er morgunljóst að virði ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt efnahagslíf og þjóðina í heild er orðið gríðarlegt. Ekki þarf að líta lengra en til fjárlagafrumvarpsins sem kynnt var í gærmorgun til að lesa það svart á hvítu. Engum sem fylgist með fréttum dylst að undanfarna mánuði hefur hægt verulega á vexti ferðaþjónustunnar. Fjölmargar fréttir hafa t.d. verið fluttar af minnkandi fjöldatölum. En hausatalning segir ekki alla söguna. Kostnaðarhækkanir, m.a. vegna gengis- og launaþróunar, hafa stórlækkað framleiðni fyrirtækjanna, auk þess sem samsetning ferðamannahópsins og ferðahegðun er að breytast. Mikill samdráttur hefur orðið á kjarnamörkuðum Íslands í Mið-Evrópu og það er áminning fyrir stjórnvöld um að ferðaþjónustan er næm fyrir breytingum. Hún er atvinnugrein sem er viðkvæm fyrir áföllum. Jafnvel áform um virðisaukaskattshækkun, sem mörgum þóttu einföld, ollu mikilli óvissu um verð vorið 2017 – einmitt þegar ferðamenn voru að velta fyrir sér kaupum á sumarfríi til Íslands, eða eitthvað annað, sumarið 2018. Niðurstaðan sést í fjöldatölum sumarsins. Og þegar slíkir „smámunir“ hafa bein áhrif í harðri alþjóðlegri samkeppni getur hver ímyndað sér hvaða áhrif stærri áföll geta haft á greinina og víðtæka virðiskeðju hennar. Áræðni til að tryggja lífskjör Engum getur dulist að gildi ferðaþjónustunnar fyrir atvinnulíf og efnahag Íslands er slíkt að til að verja eða bæta lífskjör landsmanna verða stjórnmálamenn að vera tilbúnir að taka áræðnar og jafnvel óhefðbundnar ákvarðanir til að styrkja ferðaþjónustuna sem atvinnugrein. Ráðherrar og aðrir stjórnmálamenn, sem nú rýna í stöðu efnahagsmála við upphaf þings, verða að hafa það í huga við áætlanagerð, bæði gagnvart fyrirsjáanlegri framtíð og ekki síður gagnvart hinu óvænta, að þeir stýra landi sem er farið að byggja lífsgæði íbúanna á fleiru en fiski og áli. Þeir stýra ferðaþjónustulandinu Íslandi.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun