Nýr framkvæmdastjóri Marel á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. september 2018 15:17 Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir Aðsend Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. Guðbjörg hefur undanfarin tvö ár stýrt vöruþróunarstarfsemi félagsins á Íslandi og Bretlandi, auk þess sem hún hefur verið verkefnastjóri í vöruþróun fiskvinnslubúnaðar. Guðbjörg tekur við starfinu af Nótt Thorberg sem nú kveður Marel. Í tilkynningu frá Marel segir að Guðbjörg muni leiða starfsemi félagsins á Íslandi í nánu samstarfi við iðnaði og alþjóðleg stoðsvið félagsins samhliða því sem hún mun áfram stýra vöruþróun á Íslandi. Í tilkynningunni er haft eftir Guðbjörgu að hún sé spennt fyrir komandi verkefnum. „Miðað við stöðuna í dag þá eru allar líkur á að eftir þrjá áratugi verði heildarfjöldi mannkyns 10 milljarðar og spurn eftir matvælum mun aukast um 50% á næstu 10 árum. Við stöndum því frammi fyrir því úrlausnarefni að vinna matvæli án þess að ganga á þverrandi auðlindir jarðarinnar. Matvæli þurfa að vera örugg, rekjanleg og framleidd með sjálfbærum og skilvirkum hætti,“ segir Guðbjörg. „Þetta úrlausnarefni verður ekki leyst án nýsköpunar og vöruþróunar og það erum við í Marel að gera. Starfsemi Marel í Garðabæ samanstendur af gríðarlega öflugu teymi í vöruþróun og hugbúnaði sem í samvinnu við frábært framleiðsluteymi vinnur að því að færa matvælaframleiðslu til framtíðarinnar. Ég er gríðarlega spennt fyrir þessu verkefni og hlakka til að vinna með öflugu og samheldnu liði að sameiginlegum markmiðum.“ Guðbjörg er 38 ára gömul og er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur starfað hjá Marel frá árinu 2011 en áður starfaði hún við greiningu hjá Eyri Invest. Hún á tvær dætur, 2 ára og 12 ára. Vistaskipti Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri Marel á Íslandi. Guðbjörg hefur undanfarin tvö ár stýrt vöruþróunarstarfsemi félagsins á Íslandi og Bretlandi, auk þess sem hún hefur verið verkefnastjóri í vöruþróun fiskvinnslubúnaðar. Guðbjörg tekur við starfinu af Nótt Thorberg sem nú kveður Marel. Í tilkynningu frá Marel segir að Guðbjörg muni leiða starfsemi félagsins á Íslandi í nánu samstarfi við iðnaði og alþjóðleg stoðsvið félagsins samhliða því sem hún mun áfram stýra vöruþróun á Íslandi. Í tilkynningunni er haft eftir Guðbjörgu að hún sé spennt fyrir komandi verkefnum. „Miðað við stöðuna í dag þá eru allar líkur á að eftir þrjá áratugi verði heildarfjöldi mannkyns 10 milljarðar og spurn eftir matvælum mun aukast um 50% á næstu 10 árum. Við stöndum því frammi fyrir því úrlausnarefni að vinna matvæli án þess að ganga á þverrandi auðlindir jarðarinnar. Matvæli þurfa að vera örugg, rekjanleg og framleidd með sjálfbærum og skilvirkum hætti,“ segir Guðbjörg. „Þetta úrlausnarefni verður ekki leyst án nýsköpunar og vöruþróunar og það erum við í Marel að gera. Starfsemi Marel í Garðabæ samanstendur af gríðarlega öflugu teymi í vöruþróun og hugbúnaði sem í samvinnu við frábært framleiðsluteymi vinnur að því að færa matvælaframleiðslu til framtíðarinnar. Ég er gríðarlega spennt fyrir þessu verkefni og hlakka til að vinna með öflugu og samheldnu liði að sameiginlegum markmiðum.“ Guðbjörg er 38 ára gömul og er með meistaragráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands og próf í verðbréfaviðskiptum. Hún hefur starfað hjá Marel frá árinu 2011 en áður starfaði hún við greiningu hjá Eyri Invest. Hún á tvær dætur, 2 ára og 12 ára.
Vistaskipti Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira