Verðtrygging Örn Karlsson skrifar 13. september 2018 07:00 Opið bréf til hagfræðideilda íslensku háskólanna, Seðlabanka Íslands, alþingismanna og ríkisstjórnar Íslands. Verðtrygging leiðir til hærri vaxta og aukinnar verðbólgu. Því er óhjákvæmilegt að afnema hana, af öllum neytendalánum hið minnsta. Til skýringar: Gefum okkur að öll útlán fjármálastofnana séu verðtryggð. Síðan gerist það, sem við höfum svo oft upplifað, að peningamagn í umferð eykst umfram vöxt raunhagkerfisins eða að gengið ofrís og verðbólguþrýstingur myndast, þ.e. hagkerfið fer í þann ham að ryðja sig, reyna að leiðrétta misgengi raunhagkerfis og kaupmáttar peningamagns í umferð. Þetta köllum við verðbólgu. Verðbólga er þannig í raun náttúrulegt fyrirbrigði sem fer af stað þegar misgengið áðurnefnda myndast. Þegar allar fjármálalegar eignir eru verðtryggðar nær hagkerfið ekki að ryðja sig auðveldlega, verðtryggingin bætir jafnóðum við peningamagnið með verðbótaþætti á lánin. Verðbólgan fer þannig í viðvarandi spíral. Ef hluti hinna fjármálalegu eigna er óverðtryggður nær hagkerfið að ryðja sig í gegnum þær. Rýrnun hinna óverðtryggðu eigna verður þannig hlutfallslega meiri eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall af fjármálalegum eignum. Þannig er ljóst að eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall allra fjármálalegra eigna verður áhættan meiri á hinum óverðtryggðu sem leiðir beint til þess að þær bera hærri vexti en ella. Verðtryggingin leiðir þannig til hærri vaxta á óverðtryggðum útlánum að öðru jöfnu. Verðtryggingin stuðlar þannig að þeim óstöðugleika sem við öll erum ósátt við. Ég skora á Seðlabanka Íslands, hagfræðideildir háskólanna, ríkisstjórn Íslands og alþingismenn að leggja opinberlega fram gagnrök, því í ykkar skjóli er verðtryggingunni viðhaldið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Örn Karlsson Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til hagfræðideilda íslensku háskólanna, Seðlabanka Íslands, alþingismanna og ríkisstjórnar Íslands. Verðtrygging leiðir til hærri vaxta og aukinnar verðbólgu. Því er óhjákvæmilegt að afnema hana, af öllum neytendalánum hið minnsta. Til skýringar: Gefum okkur að öll útlán fjármálastofnana séu verðtryggð. Síðan gerist það, sem við höfum svo oft upplifað, að peningamagn í umferð eykst umfram vöxt raunhagkerfisins eða að gengið ofrís og verðbólguþrýstingur myndast, þ.e. hagkerfið fer í þann ham að ryðja sig, reyna að leiðrétta misgengi raunhagkerfis og kaupmáttar peningamagns í umferð. Þetta köllum við verðbólgu. Verðbólga er þannig í raun náttúrulegt fyrirbrigði sem fer af stað þegar misgengið áðurnefnda myndast. Þegar allar fjármálalegar eignir eru verðtryggðar nær hagkerfið ekki að ryðja sig auðveldlega, verðtryggingin bætir jafnóðum við peningamagnið með verðbótaþætti á lánin. Verðbólgan fer þannig í viðvarandi spíral. Ef hluti hinna fjármálalegu eigna er óverðtryggður nær hagkerfið að ryðja sig í gegnum þær. Rýrnun hinna óverðtryggðu eigna verður þannig hlutfallslega meiri eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall af fjármálalegum eignum. Þannig er ljóst að eftir því sem verðtryggðar eignir eru hærra hlutfall allra fjármálalegra eigna verður áhættan meiri á hinum óverðtryggðu sem leiðir beint til þess að þær bera hærri vexti en ella. Verðtryggingin leiðir þannig til hærri vaxta á óverðtryggðum útlánum að öðru jöfnu. Verðtryggingin stuðlar þannig að þeim óstöðugleika sem við öll erum ósátt við. Ég skora á Seðlabanka Íslands, hagfræðideildir háskólanna, ríkisstjórn Íslands og alþingismenn að leggja opinberlega fram gagnrök, því í ykkar skjóli er verðtryggingunni viðhaldið.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar