Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2018 16:29 Þórdís Lóa segir að við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað því hverjir stjórna. Gylfi segir að málið verði tekið sérstaklega fyrir á stjórnarfundi OR. Mikill hiti er í máli sem upphaflega kom upp á yfirborðið á síðu Einars Bárðarsonar athafnamanns og leiddi svo til uppsagnar á Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrnnar - dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur.Þórdís Lóa vill ekki að hinn meinti dóni fái neinn afslátt OR er í eigu Reykjavíkurborgar og meðal þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig á vegg Einars og fordæma þann atburð sem hann lýsir er formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún segir: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið.Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“ Þannig liggur fyrir að málið er heitt innan stjórnmálanna sem væntanlega munu þá hafa samband við sitt fólk í stjórn OR og krefjast aðgerða. Málið kom upp í kjölfar fundar Einars og forstjóra OR, sem Einar kallar ómerkilegan mann; að hann hafi staðið með framkvæmdastjóranum sem nú hefur mátt víkja vegna „óviðeigandi hegðunar“ eins og það er kallað. Spjótin beinast þannig að Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem segist hins vegar hafa upplifað téðan fund á allt annan hátt en Einar.Málið verður tekið fyrir í stjórn OR Gylfi Magnússon er einn stjórnarmanna í OR og hann telur víst, í samtali við Vísi, að málið verði tekið sérstaklega fyrir á næsta stjórnarfundi. „Þetta hefur þegar verið tekið fyrir af stjórn ON, sem sagði Bjarna Má upp. Ég geri fastlega ráð fyrir að einnig verði farið yfir málið á næsta fundi stjórnar OR, annað væri óeðlilegt,“ segir Gylfi. Næsti reglulegi fundur er á dagskrá 24. september. Gylfi segist ekki vita hvort haldinn verði fundur áður til að fara sérstaklega yfir málið. „Ég hef ekki óskað eftir því. Stjórnin hefur verið upplýst um málið nú þegar. Það er auðvitað mikilvægt að draga af því réttan lærdóm og bregðast rétt við, bæði nú og í framtíðarmálum, en það kallar ekki á neinar skyndiákvarðanir umfram þær sem þegar hafa verið teknar.“ Vísir hefur rætt við aðra stjórnarmenn, svo sem Hildi Björnsdóttur, Sigríði Rut Júlíusdóttur og Kjartan Magnússon en þau hafa öll kosið að tjá sig ekki um málið að svo stöddu máli. MeToo Sveitarstjórnarmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Viðskipti Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Mikill hiti er í máli sem upphaflega kom upp á yfirborðið á síðu Einars Bárðarsonar athafnamanns og leiddi svo til uppsagnar á Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrnnar - dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur.Þórdís Lóa vill ekki að hinn meinti dóni fái neinn afslátt OR er í eigu Reykjavíkurborgar og meðal þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig á vegg Einars og fordæma þann atburð sem hann lýsir er formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún segir: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið.Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“ Þannig liggur fyrir að málið er heitt innan stjórnmálanna sem væntanlega munu þá hafa samband við sitt fólk í stjórn OR og krefjast aðgerða. Málið kom upp í kjölfar fundar Einars og forstjóra OR, sem Einar kallar ómerkilegan mann; að hann hafi staðið með framkvæmdastjóranum sem nú hefur mátt víkja vegna „óviðeigandi hegðunar“ eins og það er kallað. Spjótin beinast þannig að Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem segist hins vegar hafa upplifað téðan fund á allt annan hátt en Einar.Málið verður tekið fyrir í stjórn OR Gylfi Magnússon er einn stjórnarmanna í OR og hann telur víst, í samtali við Vísi, að málið verði tekið sérstaklega fyrir á næsta stjórnarfundi. „Þetta hefur þegar verið tekið fyrir af stjórn ON, sem sagði Bjarna Má upp. Ég geri fastlega ráð fyrir að einnig verði farið yfir málið á næsta fundi stjórnar OR, annað væri óeðlilegt,“ segir Gylfi. Næsti reglulegi fundur er á dagskrá 24. september. Gylfi segist ekki vita hvort haldinn verði fundur áður til að fara sérstaklega yfir málið. „Ég hef ekki óskað eftir því. Stjórnin hefur verið upplýst um málið nú þegar. Það er auðvitað mikilvægt að draga af því réttan lærdóm og bregðast rétt við, bæði nú og í framtíðarmálum, en það kallar ekki á neinar skyndiákvarðanir umfram þær sem þegar hafa verið teknar.“ Vísir hefur rætt við aðra stjórnarmenn, svo sem Hildi Björnsdóttur, Sigríði Rut Júlíusdóttur og Kjartan Magnússon en þau hafa öll kosið að tjá sig ekki um málið að svo stöddu máli.
MeToo Sveitarstjórnarmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Viðskipti Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40