Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2018 16:29 Þórdís Lóa segir að við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað því hverjir stjórna. Gylfi segir að málið verði tekið sérstaklega fyrir á stjórnarfundi OR. Mikill hiti er í máli sem upphaflega kom upp á yfirborðið á síðu Einars Bárðarsonar athafnamanns og leiddi svo til uppsagnar á Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrnnar - dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur.Þórdís Lóa vill ekki að hinn meinti dóni fái neinn afslátt OR er í eigu Reykjavíkurborgar og meðal þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig á vegg Einars og fordæma þann atburð sem hann lýsir er formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún segir: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið.Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“ Þannig liggur fyrir að málið er heitt innan stjórnmálanna sem væntanlega munu þá hafa samband við sitt fólk í stjórn OR og krefjast aðgerða. Málið kom upp í kjölfar fundar Einars og forstjóra OR, sem Einar kallar ómerkilegan mann; að hann hafi staðið með framkvæmdastjóranum sem nú hefur mátt víkja vegna „óviðeigandi hegðunar“ eins og það er kallað. Spjótin beinast þannig að Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem segist hins vegar hafa upplifað téðan fund á allt annan hátt en Einar.Málið verður tekið fyrir í stjórn OR Gylfi Magnússon er einn stjórnarmanna í OR og hann telur víst, í samtali við Vísi, að málið verði tekið sérstaklega fyrir á næsta stjórnarfundi. „Þetta hefur þegar verið tekið fyrir af stjórn ON, sem sagði Bjarna Má upp. Ég geri fastlega ráð fyrir að einnig verði farið yfir málið á næsta fundi stjórnar OR, annað væri óeðlilegt,“ segir Gylfi. Næsti reglulegi fundur er á dagskrá 24. september. Gylfi segist ekki vita hvort haldinn verði fundur áður til að fara sérstaklega yfir málið. „Ég hef ekki óskað eftir því. Stjórnin hefur verið upplýst um málið nú þegar. Það er auðvitað mikilvægt að draga af því réttan lærdóm og bregðast rétt við, bæði nú og í framtíðarmálum, en það kallar ekki á neinar skyndiákvarðanir umfram þær sem þegar hafa verið teknar.“ Vísir hefur rætt við aðra stjórnarmenn, svo sem Hildi Björnsdóttur, Sigríði Rut Júlíusdóttur og Kjartan Magnússon en þau hafa öll kosið að tjá sig ekki um málið að svo stöddu máli. MeToo Sveitarstjórnarmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Viðskipti Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Mikill hiti er í máli sem upphaflega kom upp á yfirborðið á síðu Einars Bárðarsonar athafnamanns og leiddi svo til uppsagnar á Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrnnar - dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur.Þórdís Lóa vill ekki að hinn meinti dóni fái neinn afslátt OR er í eigu Reykjavíkurborgar og meðal þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig á vegg Einars og fordæma þann atburð sem hann lýsir er formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún segir: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið.Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“ Þannig liggur fyrir að málið er heitt innan stjórnmálanna sem væntanlega munu þá hafa samband við sitt fólk í stjórn OR og krefjast aðgerða. Málið kom upp í kjölfar fundar Einars og forstjóra OR, sem Einar kallar ómerkilegan mann; að hann hafi staðið með framkvæmdastjóranum sem nú hefur mátt víkja vegna „óviðeigandi hegðunar“ eins og það er kallað. Spjótin beinast þannig að Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem segist hins vegar hafa upplifað téðan fund á allt annan hátt en Einar.Málið verður tekið fyrir í stjórn OR Gylfi Magnússon er einn stjórnarmanna í OR og hann telur víst, í samtali við Vísi, að málið verði tekið sérstaklega fyrir á næsta stjórnarfundi. „Þetta hefur þegar verið tekið fyrir af stjórn ON, sem sagði Bjarna Má upp. Ég geri fastlega ráð fyrir að einnig verði farið yfir málið á næsta fundi stjórnar OR, annað væri óeðlilegt,“ segir Gylfi. Næsti reglulegi fundur er á dagskrá 24. september. Gylfi segist ekki vita hvort haldinn verði fundur áður til að fara sérstaklega yfir málið. „Ég hef ekki óskað eftir því. Stjórnin hefur verið upplýst um málið nú þegar. Það er auðvitað mikilvægt að draga af því réttan lærdóm og bregðast rétt við, bæði nú og í framtíðarmálum, en það kallar ekki á neinar skyndiákvarðanir umfram þær sem þegar hafa verið teknar.“ Vísir hefur rætt við aðra stjórnarmenn, svo sem Hildi Björnsdóttur, Sigríði Rut Júlíusdóttur og Kjartan Magnússon en þau hafa öll kosið að tjá sig ekki um málið að svo stöddu máli.
MeToo Sveitarstjórnarmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Viðskipti Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40