Þórdís Lóa vill að ON-karlar komist að því hvar Davíð keypti ölið Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2018 16:29 Þórdís Lóa segir að við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað því hverjir stjórna. Gylfi segir að málið verði tekið sérstaklega fyrir á stjórnarfundi OR. Mikill hiti er í máli sem upphaflega kom upp á yfirborðið á síðu Einars Bárðarsonar athafnamanns og leiddi svo til uppsagnar á Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrnnar - dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur.Þórdís Lóa vill ekki að hinn meinti dóni fái neinn afslátt OR er í eigu Reykjavíkurborgar og meðal þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig á vegg Einars og fordæma þann atburð sem hann lýsir er formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún segir: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið.Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“ Þannig liggur fyrir að málið er heitt innan stjórnmálanna sem væntanlega munu þá hafa samband við sitt fólk í stjórn OR og krefjast aðgerða. Málið kom upp í kjölfar fundar Einars og forstjóra OR, sem Einar kallar ómerkilegan mann; að hann hafi staðið með framkvæmdastjóranum sem nú hefur mátt víkja vegna „óviðeigandi hegðunar“ eins og það er kallað. Spjótin beinast þannig að Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem segist hins vegar hafa upplifað téðan fund á allt annan hátt en Einar.Málið verður tekið fyrir í stjórn OR Gylfi Magnússon er einn stjórnarmanna í OR og hann telur víst, í samtali við Vísi, að málið verði tekið sérstaklega fyrir á næsta stjórnarfundi. „Þetta hefur þegar verið tekið fyrir af stjórn ON, sem sagði Bjarna Má upp. Ég geri fastlega ráð fyrir að einnig verði farið yfir málið á næsta fundi stjórnar OR, annað væri óeðlilegt,“ segir Gylfi. Næsti reglulegi fundur er á dagskrá 24. september. Gylfi segist ekki vita hvort haldinn verði fundur áður til að fara sérstaklega yfir málið. „Ég hef ekki óskað eftir því. Stjórnin hefur verið upplýst um málið nú þegar. Það er auðvitað mikilvægt að draga af því réttan lærdóm og bregðast rétt við, bæði nú og í framtíðarmálum, en það kallar ekki á neinar skyndiákvarðanir umfram þær sem þegar hafa verið teknar.“ Vísir hefur rætt við aðra stjórnarmenn, svo sem Hildi Björnsdóttur, Sigríði Rut Júlíusdóttur og Kjartan Magnússon en þau hafa öll kosið að tjá sig ekki um málið að svo stöddu máli. MeToo Sveitarstjórnarmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Viðskipti Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Mikill hiti er í máli sem upphaflega kom upp á yfirborðið á síðu Einars Bárðarsonar athafnamanns og leiddi svo til uppsagnar á Bjarna Má Júlíussyni, framkvæmdastjóra hjá Orku náttúrnnar - dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur.Þórdís Lóa vill ekki að hinn meinti dóni fái neinn afslátt OR er í eigu Reykjavíkurborgar og meðal þeirra fjölmörgu sem hefur tjáð sig á vegg Einars og fordæma þann atburð sem hann lýsir er formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Hún segir: „Raunveruleikinn.is er því miður svona. En þökk sé barráttunni undanfarna áratugi og fólki eins og þér Einar Bárðarson sem dregur þetta uppa yfirborðið.Við getum ekki stjórnað fólki en við getum stjórnað hverjir stjórna. Tökum af skarið og látum svona viðhorf og verknað finna hvar Davíð keypti ölið.“ Þannig liggur fyrir að málið er heitt innan stjórnmálanna sem væntanlega munu þá hafa samband við sitt fólk í stjórn OR og krefjast aðgerða. Málið kom upp í kjölfar fundar Einars og forstjóra OR, sem Einar kallar ómerkilegan mann; að hann hafi staðið með framkvæmdastjóranum sem nú hefur mátt víkja vegna „óviðeigandi hegðunar“ eins og það er kallað. Spjótin beinast þannig að Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, sem segist hins vegar hafa upplifað téðan fund á allt annan hátt en Einar.Málið verður tekið fyrir í stjórn OR Gylfi Magnússon er einn stjórnarmanna í OR og hann telur víst, í samtali við Vísi, að málið verði tekið sérstaklega fyrir á næsta stjórnarfundi. „Þetta hefur þegar verið tekið fyrir af stjórn ON, sem sagði Bjarna Má upp. Ég geri fastlega ráð fyrir að einnig verði farið yfir málið á næsta fundi stjórnar OR, annað væri óeðlilegt,“ segir Gylfi. Næsti reglulegi fundur er á dagskrá 24. september. Gylfi segist ekki vita hvort haldinn verði fundur áður til að fara sérstaklega yfir málið. „Ég hef ekki óskað eftir því. Stjórnin hefur verið upplýst um málið nú þegar. Það er auðvitað mikilvægt að draga af því réttan lærdóm og bregðast rétt við, bæði nú og í framtíðarmálum, en það kallar ekki á neinar skyndiákvarðanir umfram þær sem þegar hafa verið teknar.“ Vísir hefur rætt við aðra stjórnarmenn, svo sem Hildi Björnsdóttur, Sigríði Rut Júlíusdóttur og Kjartan Magnússon en þau hafa öll kosið að tjá sig ekki um málið að svo stöddu máli.
MeToo Sveitarstjórnarmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Viðskipti Tengdar fréttir Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04 Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Bjarni rekinn frá ON eftir „óviðeigandi hegðun“ Bjarna Má Júlíussyni hefur verið vikið úr starfi framkvæmdastjóra Orku Náttúrunnar eftir óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna. 13. september 2018 15:04
Forstjóri Orkuveitunnar upplifði fundinn ekki eins og Einar Segist hafa tekið orð Einars um óeðlilega hegðun mjög alvarlega. 13. september 2018 15:40