Upplýst einræði í farangursmálum Þórlindur Kjartansson skrifar 14. september 2018 07:00 Fyrir utan samsetningu á IKEA húsgögnum þá er fátt sem hefur valdið eins mikilli togstreitu í samskiptum mínum við eiginkonu mína í gegnum tíðina og ákvarðanir um hvað þurfi að pakkast með í utanlandsferðir. Það er óbrigðult að kvöldið fyrir ferðalag fer fram nákvæmlega sama fyrirsjáanlega umræðan um það hversu margar töskur þurfi að hafa með í ferðina og hvað eigi að vera í þeim. „Hversu margar dúnúlpur heldurðu í alvörunni að við þurfum á Tenerife?“ „Það getur verið kalt á kvöldin og í flugvélinni.“ „En er þá ekki nóg að taka með jakka?“ „En ef það verður brjálað veður þegar við komum út á völl í fyrramálið?“ „Þá skutla ég ykkur bara upp að stöðinni og legg bílnum.“ „En ef það verður stormur þegar við komum til baka, um miðja nótt. Viltu að börnin krókni úr kulda á stuttermabol í hagléli og sautján vindstigum á meðan við leitum að bílnum sem þú ert búinn að gleyma hvar þú lagðir?“ „Það er nú kominn júlí.“ Ökkli eða eyra Mín kenning er nefnilega sú að það sé hægt að fara í sumarfrí með ekkert annað en kreditkort og vegabréf upp á vasann. Allt annað muni einhvern veginn leysast. Ef ég fengi að ráða þá tæki fimm mínútur að henda ofan í plastpoka nokkrum flíkum og við gætum svo lagt af stað. Það er að minnsta kosti þetta sem ég reyni að halda fram. Ef eiginkona mín fengi að ráða þá þyrftum við líklega að gera það sama og sádiarabíska kóngafólkið sem sendir aukaflugvél með farangurinn þegar það ferðast til útlanda, og tvær til baka með afrakstur verslunarferðanna. Þessi togstreita milli okkar hefur á endanum oftast skilað þeirri niðurstöðu að farangurinn sem við tökum með okkur rúmast nokkurn veginn fullkomlega innan þeirra heimilda sem flugfélög gera almennt ráð fyrir með vísitölufjölskyldu. Tvær tiltölulega stórar ferðatöskur eru tékkaðar inn, ein flugfreyjutaska kemur með í vélina og allir hafa á sér bakpoka eða tösku með afþreyingarefni fyrir flugferðina. Engum verður kalt. Enginn verður blautur. Allir hafa feykinóg af afþreyingu. 50% af farangrinum reynast óþörf. Og þótt þessi niðurstaða hafi ætíð reynst mjög farsæl þá höfum samt sem áður átt erfitt með að venja okkur af því að karpa hressilega um málið áður við sættumst á sömu lausn og áður. Farangurseinvaldur En nýverið hefur orðið sú gleðilega breyting á að eiginkona mín virðist loksins hafa séð að sér. Áralangur ágangur virðist hafa skilað því að hún nennir ekki þessum rökræðum. Loksins fæ ég að vera nokkurn veginn einráður um það hversu mikill farangur var tekinn með. Ein stór taska og bakpoki á línuna. Eina vitið. Skiptir einhver um föt í sumarfríi? Þarf maður ekki einmitt bara stuttbuxur og svo einn eða tvo boli? Sigri hrósandi höfuð fjölskyldunnar, húsbóndinn á heimilinu, fékk því loksins framgengt að hlustað væri á hans óbrigðulu rökvísi og allir heimilismenn framkvæmdu flatan niðurskurð á þeim óþarfa sem við höfðum áður burðast með milli landa og heimsálfa. „Sjáið þið bara kolefnisfótsporið okkar, það bara minnkar og minnkar. Við erum ekki bara sparsöm og skynsöm heldur erum við hreinlega að bjarga umhverfinu og jörðinni. Namaste. Setjum þetta strax á Instasnappið.“ Og svona hefur fjölskyldan ferðast í nokkur skipti; dúnúlpu- og ullarsokkalaus með örfáar spjarir til skiptanna í neyðartilvikum. Kampakátur kippi ég einni léttri tösku af færibandinu á flugvellinum og valhoppa svo sönglandi út, en horfi með samúð til allra hinna heimilisfeðranna og mæðranna sem með útþandar hálsæðar stafla útbólgnum ferðatöskum upp á töskukerrurnar og ýta þeim svo—rymjandi og stynjandi eins og úrvinda jakuxar—út um hliðið þar sem ekkert bíður nema áframhaldandi puð og pína þangað til komið er á hótelið. Skammvinnur sigur Það verður þó að segjast að þessir sigrar mínir í ferðaskipulagi fjölskyldunnar hafa ekki endilega verið eins afgerandi og ég hélt. Það hefur komið í ljós að þótt gjarnan reynist drjúgur hluti farangursins óþarfur, þá er ómögulegt að vita fyrirfram nákvæmlega hvaða hluti af farangrinum það var sem mátti missa sín. Fyrir vikið hefur undanfarið þurft að gera umtalsverð innkaup á ýmiss konar staðalútbúnaði sem við áttum til heima. Þannig að nú eigum við tvö eða þrjú eintök af alls konar dóti sem við þurfum ekki að eiga nema eitt af. Og svo hefur það því miður reynst óbrigðul niðurstaða af illa upplýstu einræði mínu í farangursmálum að við höfum neyðst til þess að kaupa nýja tösku, eða nýjar töskur, á heimleiðinni undir allan varninginn sem við þurftum að kaupa á ferðalaginu. Þannig að hin upplýsta og umhverfisvæna farangursstefna mín hefur leitt til þess að inni á heimilinu eru smám saman að safnast upp birgðir af bæði ferðatöskum og ýmiss konar sumarfrísdrasli í fjölriti, sem gerir ekkert annað en að éta rúmmetra. Það má því segja að fullnaðarsigur minn hafi reynst skammgóður vermir. Þetta gekk allt miklu betur þegar niðurstaðan í farangursmálum var afrakstur smávægilegrar togstreitu. Togstreita til góðs Þeir sem rannsaka ákvarðanatöku myndu kannast ágætlega við farangurssöguna mína. Ákvarðanir sem byggjast á samtali og málamiðlunum reynast oftast betur en þær sem keyrðar eru í gegn af offorsi. Þetta þurfa þeir að hafa í huga sem falið er vald því það gerist nefnilega furðufljótt að valdhafar hætta að nenna að hlusta á kvabb, kvart og kvein; en velja frekar að hafa í kringum sig fólk sem er tilbúið að hlusta, hlýða og trúa. Þetta á ekki síst við í málum sem „allir“ virðast vera sammála um, eða enginn þorir að mótmæla. Það er ágætt að hafa þetta í huga í vikunni þegar Alþingi er sett því jafnvel þótt rifrildi geti virst leiðinleg, þá geta þau þjónað mikilvægum tilgangi því togstreitan sjálf hnikar gjarnan ákvörðunum í rétta átt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þórlindur Kjartansson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir utan samsetningu á IKEA húsgögnum þá er fátt sem hefur valdið eins mikilli togstreitu í samskiptum mínum við eiginkonu mína í gegnum tíðina og ákvarðanir um hvað þurfi að pakkast með í utanlandsferðir. Það er óbrigðult að kvöldið fyrir ferðalag fer fram nákvæmlega sama fyrirsjáanlega umræðan um það hversu margar töskur þurfi að hafa með í ferðina og hvað eigi að vera í þeim. „Hversu margar dúnúlpur heldurðu í alvörunni að við þurfum á Tenerife?“ „Það getur verið kalt á kvöldin og í flugvélinni.“ „En er þá ekki nóg að taka með jakka?“ „En ef það verður brjálað veður þegar við komum út á völl í fyrramálið?“ „Þá skutla ég ykkur bara upp að stöðinni og legg bílnum.“ „En ef það verður stormur þegar við komum til baka, um miðja nótt. Viltu að börnin krókni úr kulda á stuttermabol í hagléli og sautján vindstigum á meðan við leitum að bílnum sem þú ert búinn að gleyma hvar þú lagðir?“ „Það er nú kominn júlí.“ Ökkli eða eyra Mín kenning er nefnilega sú að það sé hægt að fara í sumarfrí með ekkert annað en kreditkort og vegabréf upp á vasann. Allt annað muni einhvern veginn leysast. Ef ég fengi að ráða þá tæki fimm mínútur að henda ofan í plastpoka nokkrum flíkum og við gætum svo lagt af stað. Það er að minnsta kosti þetta sem ég reyni að halda fram. Ef eiginkona mín fengi að ráða þá þyrftum við líklega að gera það sama og sádiarabíska kóngafólkið sem sendir aukaflugvél með farangurinn þegar það ferðast til útlanda, og tvær til baka með afrakstur verslunarferðanna. Þessi togstreita milli okkar hefur á endanum oftast skilað þeirri niðurstöðu að farangurinn sem við tökum með okkur rúmast nokkurn veginn fullkomlega innan þeirra heimilda sem flugfélög gera almennt ráð fyrir með vísitölufjölskyldu. Tvær tiltölulega stórar ferðatöskur eru tékkaðar inn, ein flugfreyjutaska kemur með í vélina og allir hafa á sér bakpoka eða tösku með afþreyingarefni fyrir flugferðina. Engum verður kalt. Enginn verður blautur. Allir hafa feykinóg af afþreyingu. 50% af farangrinum reynast óþörf. Og þótt þessi niðurstaða hafi ætíð reynst mjög farsæl þá höfum samt sem áður átt erfitt með að venja okkur af því að karpa hressilega um málið áður við sættumst á sömu lausn og áður. Farangurseinvaldur En nýverið hefur orðið sú gleðilega breyting á að eiginkona mín virðist loksins hafa séð að sér. Áralangur ágangur virðist hafa skilað því að hún nennir ekki þessum rökræðum. Loksins fæ ég að vera nokkurn veginn einráður um það hversu mikill farangur var tekinn með. Ein stór taska og bakpoki á línuna. Eina vitið. Skiptir einhver um föt í sumarfríi? Þarf maður ekki einmitt bara stuttbuxur og svo einn eða tvo boli? Sigri hrósandi höfuð fjölskyldunnar, húsbóndinn á heimilinu, fékk því loksins framgengt að hlustað væri á hans óbrigðulu rökvísi og allir heimilismenn framkvæmdu flatan niðurskurð á þeim óþarfa sem við höfðum áður burðast með milli landa og heimsálfa. „Sjáið þið bara kolefnisfótsporið okkar, það bara minnkar og minnkar. Við erum ekki bara sparsöm og skynsöm heldur erum við hreinlega að bjarga umhverfinu og jörðinni. Namaste. Setjum þetta strax á Instasnappið.“ Og svona hefur fjölskyldan ferðast í nokkur skipti; dúnúlpu- og ullarsokkalaus með örfáar spjarir til skiptanna í neyðartilvikum. Kampakátur kippi ég einni léttri tösku af færibandinu á flugvellinum og valhoppa svo sönglandi út, en horfi með samúð til allra hinna heimilisfeðranna og mæðranna sem með útþandar hálsæðar stafla útbólgnum ferðatöskum upp á töskukerrurnar og ýta þeim svo—rymjandi og stynjandi eins og úrvinda jakuxar—út um hliðið þar sem ekkert bíður nema áframhaldandi puð og pína þangað til komið er á hótelið. Skammvinnur sigur Það verður þó að segjast að þessir sigrar mínir í ferðaskipulagi fjölskyldunnar hafa ekki endilega verið eins afgerandi og ég hélt. Það hefur komið í ljós að þótt gjarnan reynist drjúgur hluti farangursins óþarfur, þá er ómögulegt að vita fyrirfram nákvæmlega hvaða hluti af farangrinum það var sem mátti missa sín. Fyrir vikið hefur undanfarið þurft að gera umtalsverð innkaup á ýmiss konar staðalútbúnaði sem við áttum til heima. Þannig að nú eigum við tvö eða þrjú eintök af alls konar dóti sem við þurfum ekki að eiga nema eitt af. Og svo hefur það því miður reynst óbrigðul niðurstaða af illa upplýstu einræði mínu í farangursmálum að við höfum neyðst til þess að kaupa nýja tösku, eða nýjar töskur, á heimleiðinni undir allan varninginn sem við þurftum að kaupa á ferðalaginu. Þannig að hin upplýsta og umhverfisvæna farangursstefna mín hefur leitt til þess að inni á heimilinu eru smám saman að safnast upp birgðir af bæði ferðatöskum og ýmiss konar sumarfrísdrasli í fjölriti, sem gerir ekkert annað en að éta rúmmetra. Það má því segja að fullnaðarsigur minn hafi reynst skammgóður vermir. Þetta gekk allt miklu betur þegar niðurstaðan í farangursmálum var afrakstur smávægilegrar togstreitu. Togstreita til góðs Þeir sem rannsaka ákvarðanatöku myndu kannast ágætlega við farangurssöguna mína. Ákvarðanir sem byggjast á samtali og málamiðlunum reynast oftast betur en þær sem keyrðar eru í gegn af offorsi. Þetta þurfa þeir að hafa í huga sem falið er vald því það gerist nefnilega furðufljótt að valdhafar hætta að nenna að hlusta á kvabb, kvart og kvein; en velja frekar að hafa í kringum sig fólk sem er tilbúið að hlusta, hlýða og trúa. Þetta á ekki síst við í málum sem „allir“ virðast vera sammála um, eða enginn þorir að mótmæla. Það er ágætt að hafa þetta í huga í vikunni þegar Alþingi er sett því jafnvel þótt rifrildi geti virst leiðinleg, þá geta þau þjónað mikilvægum tilgangi því togstreitan sjálf hnikar gjarnan ákvörðunum í rétta átt.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun