Neitun eða afneitun? Sif Sigmarsdóttir skrifar 15. september 2018 08:00 Í dag eru tíu ár frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota. Fall bankans, stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna, markaði upphaf alþjóðlegrar fjármálakreppu og leiddi til bankahrunsins á Íslandi. Nokkrum vikum fyrir hrunið birtist forsíðuviðtal í Viðskiptablaðinu við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingar. Fyrirsögn viðtalsins var: „Hér er engin kreppa.“ Afdráttarlaus athugasemd Eiginmaður minn er annálaður brandarakarl. Orðstírinn hefur hann þó getið sér fyrir magn fremur en gæði. Eins og dyggri eiginkonu sæmir sýni ég hugðarefni bóndans stuðning og gæti þess ávallt að hlæja dátt þegar hann segir brandara eða „læka“ fari hann með gamanmál á samfélagsmiðlum. Nýverið smellti ég af skyldurækni hjarta á Twitter-færslu karlsins, léttvægt grín um minnkandi túrisma á Íslandi og ósk um annað eldgos sem vakið gæti athygli á landinu er það stöðvaði flugumferð um víða veröld. Afdráttarlaus athugasemd annars Twitter-notanda við lítilfjörlegan brandarann vakti með mér ugg: „Túrismi fer ekki minnkandi.“ Nokkuð hefur borið á fréttum af samdrætti í ferðaþjónustu síðustu vikur. „Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni“ var fyrirsögn fréttar um samdrátt í bókun gistinótta á hótelum. „Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum“ sagði um ástand ferðamála á Norðurlandi. „Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík“ var haft eftir formanni Matvæla- og veitingafélags Íslands eftir slæma tíð í sumar. Þótt fyrirsagnirnar hljómi ískyggilega eru varnaðarorðin þó ekki stærsta vísbendingin um að blikur séu á lofti. „Af engri ástæðu“ Fyrir rúmu ári flaug Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, svo hátt að hann missti allt jarðsamband og spáði því í viðtali við Business Insider að senn myndi hann greiða farþegum fyrir að fljúga með sér en ekki öfugt. En dramb er falli næst. Ekki leið á löngu uns fjölmiðillinn Stundin birti frétt undir fyrirsögninni „WOW air birtir ársuppgjör seinna en í fyrra af „engri ástæðu““. Viðbrögðin á samfélagsmiðlum einkenndust af sama afdráttarleysi og brandari eiginmannsins vakti: „Það er eitthvað alvarlegt að hjá ritstjórn Stundarinnar … Ef þeim [sic] vantar hugmyndir að efni til að skrifa um þá er af nógu áhugaverðu að taka þegar kemur að WOW air. Meðal annars hvernig hver einasti starfsmaður lagðist á eitt að byggja upp öflugt flugfélag með jákvæðni, áhuga og eljusemi að leiðarljósi.“ Annar bætti við: „Það er verið að raða saman sögusögnum og slúðri … Til hvers er þetta?“ Öllum er nú ljóst að það var ekki af „engri ástæðu“, eins og Skúli Mogensen orðaði það, að WOW air var ekkert að flýta sér að kynna ársuppgjör sitt fyrir 2017. Í vikunni bárust daglega fréttir af því hvernig flugfélagið berst í bökkum. „Konan lofar of miklu“ „The lady doth protest too much, methinks,“ er sagt í Hamlet um konu nokkra sem heitir því af svo yfirdrifinni staðfestu að hún muni aldrei ganga að eiga annan mann eftir andlát eiginmanns síns að yfirlýsingin þykir ekki trúverðug. Það eru ekki fréttirnar um rekstrarerfiðleika sem helst renna stoðum undir þá kenningu að halli undan fæti í ferðaþjónustu. Þvert á móti er það fjöldi frétta um alla þá sem þvertaka fyrir það sem vekur ugg. „Engin kreppa í ferðaþjónustunni,“ sagði forstjóri Bláa lónsins. „Engar þjóðhagsspár sem sýna kreppu í nánd,“ var haft eftir Bjarna Benediktssyni. Fyrir tíu árum var okkur heitið því af staðfestu að „hér væri engin kreppa“. Shakespeare vissi sem var um aldamótin 1600: „Konan lofar of miklu, þykir mér.“ Senn minnumst við Íslendingar þess að tíu ár eru liðin frá hruni. Nú, rétt eins og þá, er okkur talin trú um að við búum við óhaggandi hagsæld; hér er engin kreppa. En hvort sem árið er 1600, 2008 eða 2018 eru það gömul sannindi og ný: Afgerandi neitun er oftar en ekki afneitun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru tíu ár frá því að bandaríski fjárfestingarbankinn Lehman Brothers varð gjaldþrota. Fall bankans, stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna, markaði upphaf alþjóðlegrar fjármálakreppu og leiddi til bankahrunsins á Íslandi. Nokkrum vikum fyrir hrunið birtist forsíðuviðtal í Viðskiptablaðinu við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, þáverandi utanríkisráðherra og formann Samfylkingar. Fyrirsögn viðtalsins var: „Hér er engin kreppa.“ Afdráttarlaus athugasemd Eiginmaður minn er annálaður brandarakarl. Orðstírinn hefur hann þó getið sér fyrir magn fremur en gæði. Eins og dyggri eiginkonu sæmir sýni ég hugðarefni bóndans stuðning og gæti þess ávallt að hlæja dátt þegar hann segir brandara eða „læka“ fari hann með gamanmál á samfélagsmiðlum. Nýverið smellti ég af skyldurækni hjarta á Twitter-færslu karlsins, léttvægt grín um minnkandi túrisma á Íslandi og ósk um annað eldgos sem vakið gæti athygli á landinu er það stöðvaði flugumferð um víða veröld. Afdráttarlaus athugasemd annars Twitter-notanda við lítilfjörlegan brandarann vakti með mér ugg: „Túrismi fer ekki minnkandi.“ Nokkuð hefur borið á fréttum af samdrætti í ferðaþjónustu síðustu vikur. „Bakslag í ferðaþjónustunni verulegt áhyggjuefni“ var fyrirsögn fréttar um samdrátt í bókun gistinótta á hótelum. „Verðstríð, færri ferðamenn og minni eyðsla veldur áhyggjum“ sagði um ástand ferðamála á Norðurlandi. „Þungt hljóð í veitingamönnum í Reykjavík“ var haft eftir formanni Matvæla- og veitingafélags Íslands eftir slæma tíð í sumar. Þótt fyrirsagnirnar hljómi ískyggilega eru varnaðarorðin þó ekki stærsta vísbendingin um að blikur séu á lofti. „Af engri ástæðu“ Fyrir rúmu ári flaug Skúli Mogensen, forstjóri WOW air, svo hátt að hann missti allt jarðsamband og spáði því í viðtali við Business Insider að senn myndi hann greiða farþegum fyrir að fljúga með sér en ekki öfugt. En dramb er falli næst. Ekki leið á löngu uns fjölmiðillinn Stundin birti frétt undir fyrirsögninni „WOW air birtir ársuppgjör seinna en í fyrra af „engri ástæðu““. Viðbrögðin á samfélagsmiðlum einkenndust af sama afdráttarleysi og brandari eiginmannsins vakti: „Það er eitthvað alvarlegt að hjá ritstjórn Stundarinnar … Ef þeim [sic] vantar hugmyndir að efni til að skrifa um þá er af nógu áhugaverðu að taka þegar kemur að WOW air. Meðal annars hvernig hver einasti starfsmaður lagðist á eitt að byggja upp öflugt flugfélag með jákvæðni, áhuga og eljusemi að leiðarljósi.“ Annar bætti við: „Það er verið að raða saman sögusögnum og slúðri … Til hvers er þetta?“ Öllum er nú ljóst að það var ekki af „engri ástæðu“, eins og Skúli Mogensen orðaði það, að WOW air var ekkert að flýta sér að kynna ársuppgjör sitt fyrir 2017. Í vikunni bárust daglega fréttir af því hvernig flugfélagið berst í bökkum. „Konan lofar of miklu“ „The lady doth protest too much, methinks,“ er sagt í Hamlet um konu nokkra sem heitir því af svo yfirdrifinni staðfestu að hún muni aldrei ganga að eiga annan mann eftir andlát eiginmanns síns að yfirlýsingin þykir ekki trúverðug. Það eru ekki fréttirnar um rekstrarerfiðleika sem helst renna stoðum undir þá kenningu að halli undan fæti í ferðaþjónustu. Þvert á móti er það fjöldi frétta um alla þá sem þvertaka fyrir það sem vekur ugg. „Engin kreppa í ferðaþjónustunni,“ sagði forstjóri Bláa lónsins. „Engar þjóðhagsspár sem sýna kreppu í nánd,“ var haft eftir Bjarna Benediktssyni. Fyrir tíu árum var okkur heitið því af staðfestu að „hér væri engin kreppa“. Shakespeare vissi sem var um aldamótin 1600: „Konan lofar of miklu, þykir mér.“ Senn minnumst við Íslendingar þess að tíu ár eru liðin frá hruni. Nú, rétt eins og þá, er okkur talin trú um að við búum við óhaggandi hagsæld; hér er engin kreppa. En hvort sem árið er 1600, 2008 eða 2018 eru það gömul sannindi og ný: Afgerandi neitun er oftar en ekki afneitun.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun