Ógurlegt tjón eftir Mangkhut Jóhann Óli Eiðsson skrifar 17. september 2018 08:00 Björgunarfólk leitar að eftirlifendum í rústum í Baguio á Filippseyjum norður af höfuðborginni Manila. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Gífurleg eyðilegging varð í suðurhluta Kína þegar fellibylurinn Mangkhut fór þar yfir í gær. Minnst 64 fórust þegar fellibylurinn fór yfir Filippseyjar. Mangkhut er einn versti fellibylurinn það sem af er ári en vindstyrkur hans var um og yfir 45 m/s. Storminum fylgdi gífurlegt úrhelli og þá gekk sjór víða á land. Áður en stormurinn náði landi mældist vindstyrkur mestur ríflega 70 m/s. Á föstudaginn fór stormurinn yfir norðurhluta Filippseyja. Eyjan Luzon, stærsta og fjölmennasta eyja klasans, varð verst úti en þetta er versta veður á eynni síðan árið 2010 þegar fellibylurinn Megi fór þar yfir. Filippseyjar urðu einnig illa úti árið 2013 þegar fellibylurinn Haiyan skall á suðurhluta þeirra. Yfirvöld sáu snemma í hvað stefndi og voru tugir þúsunda fluttir af þeim svæðum sem talið var að yrðu verst úti. Hæsta viðbúnaðarstig var á eynni, skólum og opinberum stofnunum var lokað og fólk beðið um að vera í vari á meðan óveðrið geisaði. Sem fyrr segir fylgdi storminum gífurlegt úrhelli og féllu skriður á vegi og hús víða. Héruðin Cordillera og Nueva Vizcaya urðu verst úti. Minnst 64 týndu lífi en þar af voru 26 námamenn í gullnámu í Itogon sem urðu innlyksa þegar skriða féll á námu þeirra. Þá létust tveir björgunarmenn þegar þeir komu á vettvang slyssins. Átta er enn saknað. Þá er óttast um afdrif fjölda bænda sem freistuðu þess að bjarga hrísgrjóna- og maísuppskeru ársins áður en stormurinn skall á. Mannvirki eru víða rústir einar og því erfiðleikum háð fyrir viðbragðsaðila að koma bágstöddum til aðstoðar. Yfirvöld telja víst að tala látinna víðs vegar um eyjuna muni hækka enn. Eftir að hafa farið yfir Filippseyjar lá leið Mangkhut til Kína. Þá hafði dregið nokkuð úr vindhraða. Yfirvöld létu flytja um 2,4 milljónir manna á brott áður en veðrið skall á. Stormurinn náði landi í gær í Jiangmen í Guangdong-héraði við suðurströnd landsins. Héraðið varð illa úti í hamförunum. Sömu sögu er einnig að segja af Hong Kong og Macau en spilavítum á síðarnefnda svæðinu var skipað að skella í lás. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist. Í Hong Kong var ástandið afar slæmt. Á veraldarvefnum má sjá myndbönd af því þegar veðurofsinn rífur tré upp með rótum og hendir þeim svo til líkt og um smávægilegt plastrusl sé að ræða. Gler í fjölda húsa lét undan barningnum og sömu sögu er einnig að segja af klæðningum fjölda háhýsa og raflínum. Hús við ströndina urðu illa úti þegar sjór gekk á land. Rafmagnslaust er á stórum svæðum. Tölur um manntjón liggja ekki fyrir. Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42 Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Gífurleg eyðilegging varð í suðurhluta Kína þegar fellibylurinn Mangkhut fór þar yfir í gær. Minnst 64 fórust þegar fellibylurinn fór yfir Filippseyjar. Mangkhut er einn versti fellibylurinn það sem af er ári en vindstyrkur hans var um og yfir 45 m/s. Storminum fylgdi gífurlegt úrhelli og þá gekk sjór víða á land. Áður en stormurinn náði landi mældist vindstyrkur mestur ríflega 70 m/s. Á föstudaginn fór stormurinn yfir norðurhluta Filippseyja. Eyjan Luzon, stærsta og fjölmennasta eyja klasans, varð verst úti en þetta er versta veður á eynni síðan árið 2010 þegar fellibylurinn Megi fór þar yfir. Filippseyjar urðu einnig illa úti árið 2013 þegar fellibylurinn Haiyan skall á suðurhluta þeirra. Yfirvöld sáu snemma í hvað stefndi og voru tugir þúsunda fluttir af þeim svæðum sem talið var að yrðu verst úti. Hæsta viðbúnaðarstig var á eynni, skólum og opinberum stofnunum var lokað og fólk beðið um að vera í vari á meðan óveðrið geisaði. Sem fyrr segir fylgdi storminum gífurlegt úrhelli og féllu skriður á vegi og hús víða. Héruðin Cordillera og Nueva Vizcaya urðu verst úti. Minnst 64 týndu lífi en þar af voru 26 námamenn í gullnámu í Itogon sem urðu innlyksa þegar skriða féll á námu þeirra. Þá létust tveir björgunarmenn þegar þeir komu á vettvang slyssins. Átta er enn saknað. Þá er óttast um afdrif fjölda bænda sem freistuðu þess að bjarga hrísgrjóna- og maísuppskeru ársins áður en stormurinn skall á. Mannvirki eru víða rústir einar og því erfiðleikum háð fyrir viðbragðsaðila að koma bágstöddum til aðstoðar. Yfirvöld telja víst að tala látinna víðs vegar um eyjuna muni hækka enn. Eftir að hafa farið yfir Filippseyjar lá leið Mangkhut til Kína. Þá hafði dregið nokkuð úr vindhraða. Yfirvöld létu flytja um 2,4 milljónir manna á brott áður en veðrið skall á. Stormurinn náði landi í gær í Jiangmen í Guangdong-héraði við suðurströnd landsins. Héraðið varð illa úti í hamförunum. Sömu sögu er einnig að segja af Hong Kong og Macau en spilavítum á síðarnefnda svæðinu var skipað að skella í lás. Er það í fyrsta sinn í sögunni sem það gerist. Í Hong Kong var ástandið afar slæmt. Á veraldarvefnum má sjá myndbönd af því þegar veðurofsinn rífur tré upp með rótum og hendir þeim svo til líkt og um smávægilegt plastrusl sé að ræða. Gler í fjölda húsa lét undan barningnum og sömu sögu er einnig að segja af klæðningum fjölda háhýsa og raflínum. Hús við ströndina urðu illa úti þegar sjór gekk á land. Rafmagnslaust er á stórum svæðum. Tölur um manntjón liggja ekki fyrir.
Birtist í Fréttablaðinu Filippseyjar Loftslagsmál Veður Tengdar fréttir Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42 Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Fleiri fréttir Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Sjá meira
Mangkhut herjar á Kína og minnst 49 látnir á Filippseyjum Fellibylurinn Mangkhut herjar nú á fjölbýlasta hérað Kína, eftir að hafa ollið skemmdum í Hong Kong. 16. september 2018 11:42
Mangkhut olli usla í Filippseyjum og er nú á leið til Kína Minnst tveir eru dánir eftir að fellibylurinn Mangkhut fór yfir Filippseyjar. 15. september 2018 08:56