Konur með brjóstakrabbamein þurfa að lána hver annarri lyf Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. september 2018 19:19 Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. Lára Guðrún Jóhönnudóttir segist hafa mætt skilningsleysi þegar hún leitaði lyfsins og var spurð að því hvort hún gæti ekki bara slakað á og verið án lyfja í nokkra daga. Lára vakti athygli á málinu á facebook síðu sinni. Þar sagði hún: „Konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein neyðast til að vera lyfjalausar dögum saman því andhormónalyfin fást ekki á landinu og eru enn föst í vöruhúsinu.... Við erum Í ALVÖRUNNI AÐ LÁNA HVOR ANNARRI LYF Í GEGNUM FACEBOOK HÓPA.“„Bara það að ein þurfi að hringja í vinkonu og fá lánuð lyf er einum of margar. Ég veit um eina sem var búin að vera lyfjalaus í þrjá daga þegar hún ákvað að setja inn fyrirspurn á lokaðan facebook hóp og spurði hvort það væri einhver þar sem gæti hjálpað og lánað henni lyf. Henni stóð ekki á sama lengur að vera lyfjalaus,” segir hún. Lára greindist með brjóstakrabbamein í upphafi árs 2017 þá aðeins 33 ára gömul og er í svokallaðri andhormónameðferð. Hún fór ekki í lyfjagjöf í æð eftir að brjóst hennar var fjarlægt heldur í meðferð í töfluformi. Það lyf sveltir krabbameinsfrumurnar í líkama hennar sem gætu hafa orðið eftir að lokinni aðgerð og kemur í veg fyrir að þær taki sig upp aftur. „Sem neytandi þessara lífsnauðsynlegu lyfja þá vil ég bara geta gengið að því vísu að við fáum lyfin okkar, að við þurfum ekki að „býtta“ okkar á milli. Þetta er svo absúrd að ég skuli standa hér og biðja um krabbameinslyfin mín sem eru fyrirbyggjandi og nauðsynleg,” segir hún um ástandið. Heilbrigðismál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein og eru í fyrirbyggjandi lyfjameðferð hafa neyðst til að vera lyfjalausar dögum saman eða lána hver annarri lyf til að halda meðferð áfram. Lára Guðrún Jóhönnudóttir segist hafa mætt skilningsleysi þegar hún leitaði lyfsins og var spurð að því hvort hún gæti ekki bara slakað á og verið án lyfja í nokkra daga. Lára vakti athygli á málinu á facebook síðu sinni. Þar sagði hún: „Konur sem hafa greinst með brjóstakrabbamein neyðast til að vera lyfjalausar dögum saman því andhormónalyfin fást ekki á landinu og eru enn föst í vöruhúsinu.... Við erum Í ALVÖRUNNI AÐ LÁNA HVOR ANNARRI LYF Í GEGNUM FACEBOOK HÓPA.“„Bara það að ein þurfi að hringja í vinkonu og fá lánuð lyf er einum of margar. Ég veit um eina sem var búin að vera lyfjalaus í þrjá daga þegar hún ákvað að setja inn fyrirspurn á lokaðan facebook hóp og spurði hvort það væri einhver þar sem gæti hjálpað og lánað henni lyf. Henni stóð ekki á sama lengur að vera lyfjalaus,” segir hún. Lára greindist með brjóstakrabbamein í upphafi árs 2017 þá aðeins 33 ára gömul og er í svokallaðri andhormónameðferð. Hún fór ekki í lyfjagjöf í æð eftir að brjóst hennar var fjarlægt heldur í meðferð í töfluformi. Það lyf sveltir krabbameinsfrumurnar í líkama hennar sem gætu hafa orðið eftir að lokinni aðgerð og kemur í veg fyrir að þær taki sig upp aftur. „Sem neytandi þessara lífsnauðsynlegu lyfja þá vil ég bara geta gengið að því vísu að við fáum lyfin okkar, að við þurfum ekki að „býtta“ okkar á milli. Þetta er svo absúrd að ég skuli standa hér og biðja um krabbameinslyfin mín sem eru fyrirbyggjandi og nauðsynleg,” segir hún um ástandið.
Heilbrigðismál Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira