Útlit fyrir að snjallsímar verði alfarið bannaðir í grunnskólum Fjarðabyggðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2018 07:45 Frá Neskaupstað sem tilheyrir Fjarðabyggð. Bann við notkun snjallsíma í grunnskólum Fjarðabyggðar verður að öllum líkindum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Bannið kemur að óbreyttu til með að taka gildi um næstu áramót. „Fræðslunefndin hefur afgreitt málið frá sér. Það var tekið fyrir í bæjarráði í dag og samþykkt eftir því sem ég best veit,“ segir Sigurður Ólafsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar. Hingað til hafa símarnir verið notaðir að einhverju leyti við kennslu. Tölvur og snjalltæki sem sveitarfélagið skaffar munu taka við af símunum. Kostnaðargreining á þeim innkaupum mun fara fram á næstu mánuðum og verður gert ráð fyrir kostnaðinum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. „Með þessu vonumst við til að losna við þá truflun sem fylgir samfélagsmiðlum. Í áliti sem við fengum frá sálfræðingum um efnið kemur fram að símarnir geta valdið truflun á einbeitingu og það sem alvarlegra er þá geta þeir haft áhrif á andlega líðan ungmenna. Það hefði þurft sterk rök til að leyfa notkun þeirra áfram og mér finnst við ekki hafa þau,“ segir Sigurður. Skólastjórnendur í grunnskólum sveitarfélagsins sendu því umsögn sína um hið fyrirhugaða bann. Í því kemur fram að menntun gangi meðal annars út á að vita hvernig á að umgangast tæknina. „Hingað til höfum við verið með samninga við nemendur um snjallsímanotkun og nemendum hefur verið meinað að koma með síma ef þeir brjóta þá,“ segir Eygló Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Eskifirði. Hún segir að skiptar skoðanir séu meðal stjórnenda og kennara um bannið. Sumum þyki nóg komið en aðrir telja þetta vera þátt í nútímasamfélagi. Símarnir hafi einnig getað nýst við kennslu. Með leyfi kennara hafi nemendur fengið að hlusta á tónlist eða leita að svörum með tækjunum. „Með nýju persónuverndarlögunum komu inn strangari ákvæði um myndatökur af fólki án vitundar þess. Ég tel að þetta sé einn af þeim þáttum þar sem skólarnir geti komið inn og kennt nemendum hvernig eigi að umgangast tæknina,“ segir Eygló. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Bann við notkun snjallsíma í grunnskólum Fjarðabyggðar verður að öllum líkindum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Bannið kemur að óbreyttu til með að taka gildi um næstu áramót. „Fræðslunefndin hefur afgreitt málið frá sér. Það var tekið fyrir í bæjarráði í dag og samþykkt eftir því sem ég best veit,“ segir Sigurður Ólafsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar. Hingað til hafa símarnir verið notaðir að einhverju leyti við kennslu. Tölvur og snjalltæki sem sveitarfélagið skaffar munu taka við af símunum. Kostnaðargreining á þeim innkaupum mun fara fram á næstu mánuðum og verður gert ráð fyrir kostnaðinum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. „Með þessu vonumst við til að losna við þá truflun sem fylgir samfélagsmiðlum. Í áliti sem við fengum frá sálfræðingum um efnið kemur fram að símarnir geta valdið truflun á einbeitingu og það sem alvarlegra er þá geta þeir haft áhrif á andlega líðan ungmenna. Það hefði þurft sterk rök til að leyfa notkun þeirra áfram og mér finnst við ekki hafa þau,“ segir Sigurður. Skólastjórnendur í grunnskólum sveitarfélagsins sendu því umsögn sína um hið fyrirhugaða bann. Í því kemur fram að menntun gangi meðal annars út á að vita hvernig á að umgangast tæknina. „Hingað til höfum við verið með samninga við nemendur um snjallsímanotkun og nemendum hefur verið meinað að koma með síma ef þeir brjóta þá,“ segir Eygló Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Eskifirði. Hún segir að skiptar skoðanir séu meðal stjórnenda og kennara um bannið. Sumum þyki nóg komið en aðrir telja þetta vera þátt í nútímasamfélagi. Símarnir hafi einnig getað nýst við kennslu. Með leyfi kennara hafi nemendur fengið að hlusta á tónlist eða leita að svörum með tækjunum. „Með nýju persónuverndarlögunum komu inn strangari ákvæði um myndatökur af fólki án vitundar þess. Ég tel að þetta sé einn af þeim þáttum þar sem skólarnir geti komið inn og kennt nemendum hvernig eigi að umgangast tæknina,“ segir Eygló.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira