Útlit fyrir að snjallsímar verði alfarið bannaðir í grunnskólum Fjarðabyggðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2018 07:45 Frá Neskaupstað sem tilheyrir Fjarðabyggð. Bann við notkun snjallsíma í grunnskólum Fjarðabyggðar verður að öllum líkindum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Bannið kemur að óbreyttu til með að taka gildi um næstu áramót. „Fræðslunefndin hefur afgreitt málið frá sér. Það var tekið fyrir í bæjarráði í dag og samþykkt eftir því sem ég best veit,“ segir Sigurður Ólafsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar. Hingað til hafa símarnir verið notaðir að einhverju leyti við kennslu. Tölvur og snjalltæki sem sveitarfélagið skaffar munu taka við af símunum. Kostnaðargreining á þeim innkaupum mun fara fram á næstu mánuðum og verður gert ráð fyrir kostnaðinum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. „Með þessu vonumst við til að losna við þá truflun sem fylgir samfélagsmiðlum. Í áliti sem við fengum frá sálfræðingum um efnið kemur fram að símarnir geta valdið truflun á einbeitingu og það sem alvarlegra er þá geta þeir haft áhrif á andlega líðan ungmenna. Það hefði þurft sterk rök til að leyfa notkun þeirra áfram og mér finnst við ekki hafa þau,“ segir Sigurður. Skólastjórnendur í grunnskólum sveitarfélagsins sendu því umsögn sína um hið fyrirhugaða bann. Í því kemur fram að menntun gangi meðal annars út á að vita hvernig á að umgangast tæknina. „Hingað til höfum við verið með samninga við nemendur um snjallsímanotkun og nemendum hefur verið meinað að koma með síma ef þeir brjóta þá,“ segir Eygló Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Eskifirði. Hún segir að skiptar skoðanir séu meðal stjórnenda og kennara um bannið. Sumum þyki nóg komið en aðrir telja þetta vera þátt í nútímasamfélagi. Símarnir hafi einnig getað nýst við kennslu. Með leyfi kennara hafi nemendur fengið að hlusta á tónlist eða leita að svörum með tækjunum. „Með nýju persónuverndarlögunum komu inn strangari ákvæði um myndatökur af fólki án vitundar þess. Ég tel að þetta sé einn af þeim þáttum þar sem skólarnir geti komið inn og kennt nemendum hvernig eigi að umgangast tæknina,“ segir Eygló. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
Bann við notkun snjallsíma í grunnskólum Fjarðabyggðar verður að öllum líkindum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Bannið kemur að óbreyttu til með að taka gildi um næstu áramót. „Fræðslunefndin hefur afgreitt málið frá sér. Það var tekið fyrir í bæjarráði í dag og samþykkt eftir því sem ég best veit,“ segir Sigurður Ólafsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar. Hingað til hafa símarnir verið notaðir að einhverju leyti við kennslu. Tölvur og snjalltæki sem sveitarfélagið skaffar munu taka við af símunum. Kostnaðargreining á þeim innkaupum mun fara fram á næstu mánuðum og verður gert ráð fyrir kostnaðinum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. „Með þessu vonumst við til að losna við þá truflun sem fylgir samfélagsmiðlum. Í áliti sem við fengum frá sálfræðingum um efnið kemur fram að símarnir geta valdið truflun á einbeitingu og það sem alvarlegra er þá geta þeir haft áhrif á andlega líðan ungmenna. Það hefði þurft sterk rök til að leyfa notkun þeirra áfram og mér finnst við ekki hafa þau,“ segir Sigurður. Skólastjórnendur í grunnskólum sveitarfélagsins sendu því umsögn sína um hið fyrirhugaða bann. Í því kemur fram að menntun gangi meðal annars út á að vita hvernig á að umgangast tæknina. „Hingað til höfum við verið með samninga við nemendur um snjallsímanotkun og nemendum hefur verið meinað að koma með síma ef þeir brjóta þá,“ segir Eygló Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Eskifirði. Hún segir að skiptar skoðanir séu meðal stjórnenda og kennara um bannið. Sumum þyki nóg komið en aðrir telja þetta vera þátt í nútímasamfélagi. Símarnir hafi einnig getað nýst við kennslu. Með leyfi kennara hafi nemendur fengið að hlusta á tónlist eða leita að svörum með tækjunum. „Með nýju persónuverndarlögunum komu inn strangari ákvæði um myndatökur af fólki án vitundar þess. Ég tel að þetta sé einn af þeim þáttum þar sem skólarnir geti komið inn og kennt nemendum hvernig eigi að umgangast tæknina,“ segir Eygló.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira