Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Jakob Bjarnar skrifar 18. september 2018 11:30 Steingrímur J. Sigfússon og Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis á hinum umdeilda fundi á Þingvöllum. Ekki verður því neitað að lýsingin er afbragð eins og sjá má á myndinni. Fólkið sem tjáir sig á samfélagsmiðlum á vart orð í eigu sinni til að lýsa hneykslan sinni á frétt gærdagsins þar sem greint er frá kostnaði við hátíðarfund Alþingis sem fram fór á Þingvöllum 18. júlí 2018. Upphrópunarmerki og jafnvel hástafir eru notaðir til að tjá þá reiði. „Tröllslega galið,“ segir Illugi Jökulsson útvarpsmaður og rithöfundur.Upplýst ákvörðun eða ekki Illugi er furðu lostinn, sparar hvergi upphrópunarmerkin en hann sem aðrir beina reiði sinni einkum að Steingrími J. Sigfússyni, forseta þingsins. „Lýsingin kostaði 22 milljónir! Lýsing - um miðjan dag í júlí!! Ég vona að Steingrímur fái flotta orðu fyrir hvað hann stóð glæsilega að þessu.“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður vitnar í svör við fyrirspurninni um sundurliðaðan kostnað þar sem segir að kostnaður hafi verið nokkuð umfram áætlun, einkum vegna þess að tekin var ákvörðun um að hafa lýsingu og hljóð af bestu gæðum þar sem atburðurinn var í beinni útsendingu.Þeir fáu sem mættu voru annað hvort forvitnir túristar eða þeir sem mættu gagngert til að mótmæla uppátækinu.fréttablaðið/anton brink„Þegar slík ákvörðun er tekin, er það ekki gert með upplýstu samþykki um þann kostnað sem fylgir þeirri ákvörðun?“ spyr þingmaðurinn undrandi. Jóna Fanney Friðriksdóttir framkvæmdastjóri er furðu lostin. „Hátíðahöldin fóru 100% fram úr kostnaðaráætlun. Og lýsing kostar 22 mkr í júlímánuði...?! Heima hjá mér var bjart 24/7 í júlí. Ok, lýsing sennilega vegna sjónvarpssendingar - en hefur einhver áhuga á horfa á örfáar hræður og þjóðin fjarverandi? Eitthvað svo plebbalegt allt. En þeir verst settu fá sér bara kökur því lítið er um brauð hjá þeim daglega. Ég yrði látin fjúka úr vinnu með að fara 100% yfir áætlaðan kostnað. HVER BER ÁBYRGÐ HÉR?“Fáir mættu á sjálfshátíðina Nokkrir pistlahöfundar hafa látið málið til sín taka. Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata gengur svo langt að telja að Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, eigi að segja af sér vegna málsins: „Hann nýtur ekki trausts lengur og værum við í einhverju hinna Norðurlandanna, Svíþjóð eða Noregs t.d. þyrfti ég ekki einu sinni að skrifa það, hann væri einfaldlega búinn að því. Fólk getur auðvitað endalaust þrætt um fundargerðir afmælisnefnda og þvælt málinu fram og til baka, en það breytir ekki þeirri staðreynd að forseti alþingis er hæstlaunaðasti meðlimur þingsins af því hann ber höfuðábyrgð á störfum þess. Og Steingrímur ber höfuðábyrgð á fundinum.“ Karl Th. Birgisson ritstjóri beinir einnig spjótum sínum að Steingrími og skrifar smá um „óværu“ og telur þingið fullkomlega firrt. Karl er ómyrkur í máli:Þessi undrandi ferðalangur veltir því líklega fyrir sér hvaðan birtan kemur.fréttablaðið/anton brink„Þessir uppvakningar lifa nefnilega ekki í sömu tilvistarvídd og annað fólk. Af mörgu er að taka, en látum nægja að þau gerðu ráð fyrir mörg þúsund gestum – gott ef ekki tugum þúsunda – á sjálfshátíðina þeirra. Það mættu þrjú hundruð, þar af flestir líklega túristar sem héldu sennilega að þarna væri að vænta tónleika, miðað við umbúnaðinn. Þeir lentu óvart á nútímalegum miðilsfundi, með alvörunazista og tilbehör,“ skrifar Karl. Og hann heldur áfram: „Hvers vegna? Hvað í ósköpunum við þennan fund og raunar langflesta aðra viðburði til að „fagna“ afmæli fullveldisins hefði átt að vekja athygli fólks? Og það svo mjög, að það gerði sér ferð á Þingvelli af spenningi? Getur Steingrímur eða formaður hátíðarnefndarinnar, Einar K. Guðfinnsson (jebbs), nefnt okkur svo sem hálfa ástæðu?“Takið ábyrgð vesalingar Egill Helgason sjónvarpsmaður er einnig með kjálka niðrá höku. Hann skrifar pistil þar sem hann nefnir tvö dæmi um óvandaða stjórnsýslu, meðal annars þetta: „Maður spyr – hvernig er hægt að gera svo vonda áætlun, að kostnaður við frekar litla samkomu næstum tvöfaldis. Og það hlýtur líka að flökra að manni að aðstandendum þessa sé alveg sama, þeir kæri sig kollótta,“ skrifar Egill og bætir við: „Hvernig er þá framganga þeirra þegar meira er í húfi?“Umdeilt reyndist það tiltæki að fá hina dönsku Piu Kjærsgaard til að flytja sérstaka hátíðarræðu. Nokkrir velta því fyrir sér hvort koma hennar haldist með dularfullum hætti í hendur við ákvörðun um að setja upp hina vönduðu lýsingu.fréttablaðið/anton brinkReiðastur er þó áðurnefndur Illugi sem skrifar pistil á sína Facebook-síðu en hann, líkt og Snæbjörn, ber saman kostnað við hátíðarfundinn og það fé sem verja á í viðspyrnu gegn sjálfsvígum: „Ég vil fá að sjá framan í einhvern sem segir mér að honum hafi fundist þessum peningum vel varið, eða þá að honum hafi verið skítsama. Takið ábyrgð, vesalingar!“Að lýsa upp skugga Píu Og ýmsir reyna að hafa málið í flimtingum, væntanlega minnugir orða Becketts að eina leiðin til að komast af í hinum tilgangslausa heimi er húmorinn. Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur segist nú skilja kostnaðinn: „Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, gagnrýndi þingmennina harðlega og sendi út fréttatilkynningu þar sem hann harmaði að heimsókn Piu Kjærsgaard hefði verið „notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“.“Ráðherrar og þingmenn á hinu rándýra sviði.fréttablaðið/anton brinkMenn hafa náttúrulega óttast að skuggi Piu væri svo dimmur að það dygði ekki nema almennileg lýsing til að forðast hann.“Það sturlaðasta sem ég hef heyrt Nanna Rögnvaldsdóttir rithöfundur er undrandi: „Vill einhver útskýra fyrir mér hvernig er yfir höfuð hægt að eyða 22 milljónum í lýsingu fyrir fund sem haldinn er um miðjan dag utandyra í júlímánuði? (Plús 4,5 millur fyrir raflagnir, þær eru ekki inni í þessu.) Ég horfði á hluta af þessu og man bara ekkert eftir einhverri ofurskjannabirtu, það get ég svarið.“ Og Pétur Már Ólafsson útgefandi spyr: „Hver lýsti eiginlega Þingvallafundinum? Þetta er líklega dýrasta lýsing Íslandssögunnar!“ Hannes Friðbjörnsson blaða- og tónlistarmaður hefur spilað á ófáum tónleikunum og þekkir því vel til, maður sviðs og söngva. Honum blöskrar: „22 millur í lýsingu utandyra um mitt sumar. Ég veit sitthvað um svona framkvæmdir og þetta er það sturlaðasta sem ég hef heyrt“Uppskrúfuð vitleysa Þannig gengur dælan á Facebook. Fólki er brugðið, fólk nær vart upp í nef sér af einskærri hneykslan yfir þessu sem það kallar stjórnlaust bruðl og ábyrgðarleysi. Þráinn Bertelsson, fyrrverandi þingmaður og rithöfundur, hefur þetta um málið að segja: „Svona fína fólks fínirí á kostnað þeirra sem ekki eru boðnir, merkilegheit og djúp alvara hafa allavega á lýðveldistímanum þótt afar menningarleg þótt svona uppskrúfuð vitleysa sé farin að pirra marga.Eflaust var Steingrímur potturinn og pannan í þessari hallærislegu tilgerð, en hann er bara forseti Alþingis og ríkisstjórnin og sá meirihluti sem hana styður er að sjálfsögðu jafn ábyrgur fyrir þessu og Steingrímur. Þetta er sama fólkið og hefur fengið vopnaða lögreglu til að hræða almenning frá því að koma til að kíkja á tilgerð fína fólksins við þingsetningu.“Að útiloka dagsbirtuna Á Twitter láta menn svo ekki sitt eftir liggja og hæðast að tiltækinu. Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður með meiru, birtir mynd af Piu Kjærsgaard og tengir lýsinguna henni líkt og Eiríkur Rögnvaldsson: „Sjáið þennan grimma danska svip? Þessar djúpu hrukkur sem bara áratugir af hreinni fyrirlitningu geta skafið? Hvernig Íslenska þingið fellur í skugga þarna fyrir aftan? Listaverk. Þetta er það sem 22 milljónir í sviðslýsingu um hábjartan dag kaupa.“Seint verður sagt að fundurinn hafi verið við alþýðuskap, fáir mættu til að fylgjast með hinum dýra fundi, nema þá kannski til að mótmæla uppátækinu.fréttablaðið/anton brinkAtli Fannar Bjarkason fyrrverandi ritstjóri lætur málið sig varða: „Fréttirnar um framúrkreyrslu á kostnaði við þennan hátíðarþingfund í sumar koma leiðinlega lítið á óvart. 20 milljónir í lýsingu? Hvar skrifa ég undir!? Alþingi er með óútfyllta ávísun og notar hana eins og því sýnist.“ Og Bragi Valdimar Skúlason lætur ekki sitt eftir liggja: „Alþingi. Dagskrá: Útilokun dagsbirtu hvað sem það kostar.“ Og þannig má lengi áfram nefna dæmi um furðu lostna skattgreiðendur sem tjá sig á samfélagsmiðlum. Netið logar, eins og þar stendur. Alþingi Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Gífurleg vinna að baki uppsetningu ljósabúnaðarins sem þurfti að yfirgnæfa dagsbirtuna Lýsingin á hátíðarþingfundinum kostaði 22 milljónir króna. 17. september 2018 19:00 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Fólkið sem tjáir sig á samfélagsmiðlum á vart orð í eigu sinni til að lýsa hneykslan sinni á frétt gærdagsins þar sem greint er frá kostnaði við hátíðarfund Alþingis sem fram fór á Þingvöllum 18. júlí 2018. Upphrópunarmerki og jafnvel hástafir eru notaðir til að tjá þá reiði. „Tröllslega galið,“ segir Illugi Jökulsson útvarpsmaður og rithöfundur.Upplýst ákvörðun eða ekki Illugi er furðu lostinn, sparar hvergi upphrópunarmerkin en hann sem aðrir beina reiði sinni einkum að Steingrími J. Sigfússyni, forseta þingsins. „Lýsingin kostaði 22 milljónir! Lýsing - um miðjan dag í júlí!! Ég vona að Steingrímur fái flotta orðu fyrir hvað hann stóð glæsilega að þessu.“ Björn Leví Gunnarsson þingmaður vitnar í svör við fyrirspurninni um sundurliðaðan kostnað þar sem segir að kostnaður hafi verið nokkuð umfram áætlun, einkum vegna þess að tekin var ákvörðun um að hafa lýsingu og hljóð af bestu gæðum þar sem atburðurinn var í beinni útsendingu.Þeir fáu sem mættu voru annað hvort forvitnir túristar eða þeir sem mættu gagngert til að mótmæla uppátækinu.fréttablaðið/anton brink„Þegar slík ákvörðun er tekin, er það ekki gert með upplýstu samþykki um þann kostnað sem fylgir þeirri ákvörðun?“ spyr þingmaðurinn undrandi. Jóna Fanney Friðriksdóttir framkvæmdastjóri er furðu lostin. „Hátíðahöldin fóru 100% fram úr kostnaðaráætlun. Og lýsing kostar 22 mkr í júlímánuði...?! Heima hjá mér var bjart 24/7 í júlí. Ok, lýsing sennilega vegna sjónvarpssendingar - en hefur einhver áhuga á horfa á örfáar hræður og þjóðin fjarverandi? Eitthvað svo plebbalegt allt. En þeir verst settu fá sér bara kökur því lítið er um brauð hjá þeim daglega. Ég yrði látin fjúka úr vinnu með að fara 100% yfir áætlaðan kostnað. HVER BER ÁBYRGÐ HÉR?“Fáir mættu á sjálfshátíðina Nokkrir pistlahöfundar hafa látið málið til sín taka. Snæbjörn Brynjarsson, varaþingmaður Pírata gengur svo langt að telja að Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, eigi að segja af sér vegna málsins: „Hann nýtur ekki trausts lengur og værum við í einhverju hinna Norðurlandanna, Svíþjóð eða Noregs t.d. þyrfti ég ekki einu sinni að skrifa það, hann væri einfaldlega búinn að því. Fólk getur auðvitað endalaust þrætt um fundargerðir afmælisnefnda og þvælt málinu fram og til baka, en það breytir ekki þeirri staðreynd að forseti alþingis er hæstlaunaðasti meðlimur þingsins af því hann ber höfuðábyrgð á störfum þess. Og Steingrímur ber höfuðábyrgð á fundinum.“ Karl Th. Birgisson ritstjóri beinir einnig spjótum sínum að Steingrími og skrifar smá um „óværu“ og telur þingið fullkomlega firrt. Karl er ómyrkur í máli:Þessi undrandi ferðalangur veltir því líklega fyrir sér hvaðan birtan kemur.fréttablaðið/anton brink„Þessir uppvakningar lifa nefnilega ekki í sömu tilvistarvídd og annað fólk. Af mörgu er að taka, en látum nægja að þau gerðu ráð fyrir mörg þúsund gestum – gott ef ekki tugum þúsunda – á sjálfshátíðina þeirra. Það mættu þrjú hundruð, þar af flestir líklega túristar sem héldu sennilega að þarna væri að vænta tónleika, miðað við umbúnaðinn. Þeir lentu óvart á nútímalegum miðilsfundi, með alvörunazista og tilbehör,“ skrifar Karl. Og hann heldur áfram: „Hvers vegna? Hvað í ósköpunum við þennan fund og raunar langflesta aðra viðburði til að „fagna“ afmæli fullveldisins hefði átt að vekja athygli fólks? Og það svo mjög, að það gerði sér ferð á Þingvelli af spenningi? Getur Steingrímur eða formaður hátíðarnefndarinnar, Einar K. Guðfinnsson (jebbs), nefnt okkur svo sem hálfa ástæðu?“Takið ábyrgð vesalingar Egill Helgason sjónvarpsmaður er einnig með kjálka niðrá höku. Hann skrifar pistil þar sem hann nefnir tvö dæmi um óvandaða stjórnsýslu, meðal annars þetta: „Maður spyr – hvernig er hægt að gera svo vonda áætlun, að kostnaður við frekar litla samkomu næstum tvöfaldis. Og það hlýtur líka að flökra að manni að aðstandendum þessa sé alveg sama, þeir kæri sig kollótta,“ skrifar Egill og bætir við: „Hvernig er þá framganga þeirra þegar meira er í húfi?“Umdeilt reyndist það tiltæki að fá hina dönsku Piu Kjærsgaard til að flytja sérstaka hátíðarræðu. Nokkrir velta því fyrir sér hvort koma hennar haldist með dularfullum hætti í hendur við ákvörðun um að setja upp hina vönduðu lýsingu.fréttablaðið/anton brinkReiðastur er þó áðurnefndur Illugi sem skrifar pistil á sína Facebook-síðu en hann, líkt og Snæbjörn, ber saman kostnað við hátíðarfundinn og það fé sem verja á í viðspyrnu gegn sjálfsvígum: „Ég vil fá að sjá framan í einhvern sem segir mér að honum hafi fundist þessum peningum vel varið, eða þá að honum hafi verið skítsama. Takið ábyrgð, vesalingar!“Að lýsa upp skugga Píu Og ýmsir reyna að hafa málið í flimtingum, væntanlega minnugir orða Becketts að eina leiðin til að komast af í hinum tilgangslausa heimi er húmorinn. Eiríkur Rögnvaldsson íslenskufræðingur segist nú skilja kostnaðinn: „Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, gagnrýndi þingmennina harðlega og sendi út fréttatilkynningu þar sem hann harmaði að heimsókn Piu Kjærsgaard hefði verið „notuð til að varpa skugga á hátíðarhöldin“.“Ráðherrar og þingmenn á hinu rándýra sviði.fréttablaðið/anton brinkMenn hafa náttúrulega óttast að skuggi Piu væri svo dimmur að það dygði ekki nema almennileg lýsing til að forðast hann.“Það sturlaðasta sem ég hef heyrt Nanna Rögnvaldsdóttir rithöfundur er undrandi: „Vill einhver útskýra fyrir mér hvernig er yfir höfuð hægt að eyða 22 milljónum í lýsingu fyrir fund sem haldinn er um miðjan dag utandyra í júlímánuði? (Plús 4,5 millur fyrir raflagnir, þær eru ekki inni í þessu.) Ég horfði á hluta af þessu og man bara ekkert eftir einhverri ofurskjannabirtu, það get ég svarið.“ Og Pétur Már Ólafsson útgefandi spyr: „Hver lýsti eiginlega Þingvallafundinum? Þetta er líklega dýrasta lýsing Íslandssögunnar!“ Hannes Friðbjörnsson blaða- og tónlistarmaður hefur spilað á ófáum tónleikunum og þekkir því vel til, maður sviðs og söngva. Honum blöskrar: „22 millur í lýsingu utandyra um mitt sumar. Ég veit sitthvað um svona framkvæmdir og þetta er það sturlaðasta sem ég hef heyrt“Uppskrúfuð vitleysa Þannig gengur dælan á Facebook. Fólki er brugðið, fólk nær vart upp í nef sér af einskærri hneykslan yfir þessu sem það kallar stjórnlaust bruðl og ábyrgðarleysi. Þráinn Bertelsson, fyrrverandi þingmaður og rithöfundur, hefur þetta um málið að segja: „Svona fína fólks fínirí á kostnað þeirra sem ekki eru boðnir, merkilegheit og djúp alvara hafa allavega á lýðveldistímanum þótt afar menningarleg þótt svona uppskrúfuð vitleysa sé farin að pirra marga.Eflaust var Steingrímur potturinn og pannan í þessari hallærislegu tilgerð, en hann er bara forseti Alþingis og ríkisstjórnin og sá meirihluti sem hana styður er að sjálfsögðu jafn ábyrgur fyrir þessu og Steingrímur. Þetta er sama fólkið og hefur fengið vopnaða lögreglu til að hræða almenning frá því að koma til að kíkja á tilgerð fína fólksins við þingsetningu.“Að útiloka dagsbirtuna Á Twitter láta menn svo ekki sitt eftir liggja og hæðast að tiltækinu. Hrafn Jónsson, kvikmyndagerðarmaður með meiru, birtir mynd af Piu Kjærsgaard og tengir lýsinguna henni líkt og Eiríkur Rögnvaldsson: „Sjáið þennan grimma danska svip? Þessar djúpu hrukkur sem bara áratugir af hreinni fyrirlitningu geta skafið? Hvernig Íslenska þingið fellur í skugga þarna fyrir aftan? Listaverk. Þetta er það sem 22 milljónir í sviðslýsingu um hábjartan dag kaupa.“Seint verður sagt að fundurinn hafi verið við alþýðuskap, fáir mættu til að fylgjast með hinum dýra fundi, nema þá kannski til að mótmæla uppátækinu.fréttablaðið/anton brinkAtli Fannar Bjarkason fyrrverandi ritstjóri lætur málið sig varða: „Fréttirnar um framúrkreyrslu á kostnaði við þennan hátíðarþingfund í sumar koma leiðinlega lítið á óvart. 20 milljónir í lýsingu? Hvar skrifa ég undir!? Alþingi er með óútfyllta ávísun og notar hana eins og því sýnist.“ Og Bragi Valdimar Skúlason lætur ekki sitt eftir liggja: „Alþingi. Dagskrá: Útilokun dagsbirtu hvað sem það kostar.“ Og þannig má lengi áfram nefna dæmi um furðu lostna skattgreiðendur sem tjá sig á samfélagsmiðlum. Netið logar, eins og þar stendur.
Alþingi Samfélagsmiðlar Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Gífurleg vinna að baki uppsetningu ljósabúnaðarins sem þurfti að yfirgnæfa dagsbirtuna Lýsingin á hátíðarþingfundinum kostaði 22 milljónir króna. 17. september 2018 19:00 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Gífurleg vinna að baki uppsetningu ljósabúnaðarins sem þurfti að yfirgnæfa dagsbirtuna Lýsingin á hátíðarþingfundinum kostaði 22 milljónir króna. 17. september 2018 19:00
22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29