Telur farsælast að ráðherra áfrýi ekki dómnum Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2018 15:21 Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. vísir/gva Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis sé fordæmisgefandi í málum annarra sérfræðilækna. Þá telur hann farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum. Ráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. Vísir greindi frá því í dag að héraðsdómur hefði fellt úr gildiákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Gott að fá staðfestingu á afstöðu SÍ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, var búinn að fara yfir dóminn þegar fréttastofa náði af honum tali síðdegis í dag. Aðspurður um hvað blasi nú við í málum SÍ og sérfræðilækna segir hann að farsælast væri að áfrýja ekki dómnum. „Það er í rauninni bara gott að fá afstöðu Sjúkratrygginga staðfesta. Spurningin er hvað ráðherra gerir í framhaldinu, mín skoðun er sú að það væri farsælast fyrir alla aðila að virða þennan dóm og áfrýja ekki. En það er auðvitað ráðherrans að taka af skarið með það.“Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/ErnirRÚV greindi frá því í október í fyrra að átta sérfræðilæknar hygðust stefna ríkinu vegna synjunar á umsókn að rammasamningi SÍ. Alma er ein þessara lækna og reiknar Steingrímur með að dómur í hennar máli hafi fordæmisgildi. „Þannig að það er nær alveg óvírætt að þessi úrskurður hefur fordæmisgildi fyrir hina sjö. Og svo er í rauninni sjálfgefið að hann hefur líka fordæmisgildi fyrir þá sem hafa sótt um aðild að samningnum síðan,“ segir Steingrímur. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan 1. janúar 2016.Ráðherra tjáir sig ekki að svo stöddu Inntur eftir því hvort Alma komist á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands segir Steingrímur aftur að það velti á ákvörðun heilbrigðisráðherra. „Niðurstaða héraðsdóms er að fella synjunina úr gildi. Það þýðir að það þyrfti að taka umsóknina aftur til afgreiðslu. Það verður auðvitað ekki gert fyrr en ráðherra hefur tjáð sig.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun. Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli sérfræðilæknis sé fordæmisgefandi í málum annarra sérfræðilækna. Þá telur hann farsælast að heilbrigðisráðherra áfrýi ekki dómnum. Ráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum fundi með ríkislögmanni. Vísir greindi frá því í dag að héraðsdómur hefði fellt úr gildiákvörðun Sjúkratrygginga Íslands, SÍ, um að hafna umsókn Ölmu Gunnarsdóttur, sérfræðings í háls- nef- og eyrnalækningum, um aðild að rammasamningi SÍ og sérgreinalækna. Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu 1,8 milljón krónur í málskostnað.Gott að fá staðfestingu á afstöðu SÍ Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, var búinn að fara yfir dóminn þegar fréttastofa náði af honum tali síðdegis í dag. Aðspurður um hvað blasi nú við í málum SÍ og sérfræðilækna segir hann að farsælast væri að áfrýja ekki dómnum. „Það er í rauninni bara gott að fá afstöðu Sjúkratrygginga staðfesta. Spurningin er hvað ráðherra gerir í framhaldinu, mín skoðun er sú að það væri farsælast fyrir alla aðila að virða þennan dóm og áfrýja ekki. En það er auðvitað ráðherrans að taka af skarið með það.“Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/ErnirRÚV greindi frá því í október í fyrra að átta sérfræðilæknar hygðust stefna ríkinu vegna synjunar á umsókn að rammasamningi SÍ. Alma er ein þessara lækna og reiknar Steingrímur með að dómur í hennar máli hafi fordæmisgildi. „Þannig að það er nær alveg óvírætt að þessi úrskurður hefur fordæmisgildi fyrir hina sjö. Og svo er í rauninni sjálfgefið að hann hefur líka fordæmisgildi fyrir þá sem hafa sótt um aðild að samningnum síðan,“ segir Steingrímur. Enginn sérfræðilæknir hefur fengið aðild að rammasamningi SÍ síðan 1. janúar 2016.Ráðherra tjáir sig ekki að svo stöddu Inntur eftir því hvort Alma komist á samning hjá Sjúkratryggingum Íslands segir Steingrímur aftur að það velti á ákvörðun heilbrigðisráðherra. „Niðurstaða héraðsdóms er að fella synjunina úr gildi. Það þýðir að það þyrfti að taka umsóknina aftur til afgreiðslu. Það verður auðvitað ekki gert fyrr en ráðherra hefur tjáð sig.“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki tjá sig um málið fyrr en hún hefur farið yfir dóminn með ríkislögmanni. Fundur ráðherra og ríkislögmanns mun fara fram á morgun. Áfrýja verður dómnum innan fjögurra vikna.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28 Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Telur stjórnvöld brjóta á rétti sjúklinga til sjúkratrygginga Taugalæknir sem hefur opnað stofu án samnings við Sjúkratryggingar telur óásættanlegt að yfirvöld taki ekki þátt í kostnaði sjúklinga. 3. september 2018 19:28
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
Ríkið hefur ekki átt formlegar viðræður við sérfræðilækna um greiðsluþátttöku eftir áramót Sérfræðilæknar eru farnir að skipuleggja langt inn á næsta ár en óvíst er hvort ríkið taki þátt í greiðslum 11. september 2018 18:45