Af bruðli Ólöf Skaftadóttir skrifar 19. september 2018 07:00 Því hefur oft verið fleygt að vandamálið við ríkisrekstur sé að hluthafaaðhald vanti. Eigandi fyrirtækis, sem á allt sitt undir því, er líklegri til þess að sýsla með eign sína af meiri ástríðu en stjórnvöld og stofnanir sem sýsla með opinbert fé. Hluthafi í einkafyrirtæki tryggir að stefna og rekstur þess sé skynsamleg og sér til þess að forstjórar séu látnir gjalda þess ef reksturinn stendur ekki undir væntingum. Hluthafinn tryggir líka að fjármálastjóri sé ávíttur þegar áætlanir standast ekki. Slíkri ráðdeild virðist ekki fyrir að fara í rekstri hins opinbera. Í vikunni birti Alþingi kostnað við hátíðarfund sem haldinn var á Þingvöllum í sumar og um þrjú hundruð manns mættu til að berja augum. Kostnaðurinn nam tæplega 87 milljónum króna, eða um 290 þúsund krónum á hvern gest, en átti að kosta 45 milljónir. Kostnaður við lýsingu á fundinum var rúmlega 22 milljónir, en vert er að nefna að fundurinn fór fram um hábjartan dag. Fleiri slíkar fregnir hafa borist undanfarið. Endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík hafa farið langt fram úr áætlunum og kostað skattgreiðendur um 415 milljónir. Áætlaður kostnaður var 158 milljónir. Ekki liggja fyrir haldbærar skýringar á því hvað það var sem varð til þess að kostnaðurinn fór upp úr öllu valdi eða yfirhöfuð hvers vegna borgin er að vasast í framkvæmdum á borð við þessa. Þá var greint frá því á dögunum að Mathöllin við Hlemm hafi kostað um þrefalt meira en gert var ráð fyrir. Kostnaðurinn, sem átti að vera 107 milljónir, endaði í um 310. Veitingamenn í einkarekstri gætu sennilega ekki staðið undir þreföldum upphafskostnaði miðað við það sem lagt var upp með. Listinn er langt í frá tæmandi. Venjulegt fólk getur ekki leyft sér agaleysi í heimilisbókhaldinu, en fólk sem sýslar með annarra manna fé virðist ekki jafn staðráðið í að halda að sér höndum. Skattfé er ekki náttúruleg uppspretta tekna. Fjölmargt annað er hægt að tína til. Ríkið kýs til dæmis að greiða að fullu fyrir liðskipti á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum, stundum þrefalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúlanum í Reykjavík, og Vaðlaheiðargöng munu kosta skattgreiðendur um 17 milljarða en ekki 9, líkt og lagt var upp með. Þetta er á íslensku kallað hamslaust bruðl. Líklegast er þó að enginn taki ábyrgð, almenningur borgi reikninginn og málin gleymist eins og svo oft áður. Auglýst er eftir ábyrgum fjármálastjóra til að hefja störf hjá hinu opinbera hið fyrsta. Hæfniskröfur eru almenn skynsemi og virðing fyrir skattborgurum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Því hefur oft verið fleygt að vandamálið við ríkisrekstur sé að hluthafaaðhald vanti. Eigandi fyrirtækis, sem á allt sitt undir því, er líklegri til þess að sýsla með eign sína af meiri ástríðu en stjórnvöld og stofnanir sem sýsla með opinbert fé. Hluthafi í einkafyrirtæki tryggir að stefna og rekstur þess sé skynsamleg og sér til þess að forstjórar séu látnir gjalda þess ef reksturinn stendur ekki undir væntingum. Hluthafinn tryggir líka að fjármálastjóri sé ávíttur þegar áætlanir standast ekki. Slíkri ráðdeild virðist ekki fyrir að fara í rekstri hins opinbera. Í vikunni birti Alþingi kostnað við hátíðarfund sem haldinn var á Þingvöllum í sumar og um þrjú hundruð manns mættu til að berja augum. Kostnaðurinn nam tæplega 87 milljónum króna, eða um 290 þúsund krónum á hvern gest, en átti að kosta 45 milljónir. Kostnaður við lýsingu á fundinum var rúmlega 22 milljónir, en vert er að nefna að fundurinn fór fram um hábjartan dag. Fleiri slíkar fregnir hafa borist undanfarið. Endurbætur á gömlum bragga við Nauthólsvík í Reykjavík hafa farið langt fram úr áætlunum og kostað skattgreiðendur um 415 milljónir. Áætlaður kostnaður var 158 milljónir. Ekki liggja fyrir haldbærar skýringar á því hvað það var sem varð til þess að kostnaðurinn fór upp úr öllu valdi eða yfirhöfuð hvers vegna borgin er að vasast í framkvæmdum á borð við þessa. Þá var greint frá því á dögunum að Mathöllin við Hlemm hafi kostað um þrefalt meira en gert var ráð fyrir. Kostnaðurinn, sem átti að vera 107 milljónir, endaði í um 310. Veitingamenn í einkarekstri gætu sennilega ekki staðið undir þreföldum upphafskostnaði miðað við það sem lagt var upp með. Listinn er langt í frá tæmandi. Venjulegt fólk getur ekki leyft sér agaleysi í heimilisbókhaldinu, en fólk sem sýslar með annarra manna fé virðist ekki jafn staðráðið í að halda að sér höndum. Skattfé er ekki náttúruleg uppspretta tekna. Fjölmargt annað er hægt að tína til. Ríkið kýs til dæmis að greiða að fullu fyrir liðskipti á einkareknum sjúkrahúsum í útlöndum, stundum þrefalda þá upphæð sem sama aðgerð myndi kosta í Ármúlanum í Reykjavík, og Vaðlaheiðargöng munu kosta skattgreiðendur um 17 milljarða en ekki 9, líkt og lagt var upp með. Þetta er á íslensku kallað hamslaust bruðl. Líklegast er þó að enginn taki ábyrgð, almenningur borgi reikninginn og málin gleymist eins og svo oft áður. Auglýst er eftir ábyrgum fjármálastjóra til að hefja störf hjá hinu opinbera hið fyrsta. Hæfniskröfur eru almenn skynsemi og virðing fyrir skattborgurum.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun