Hundruð bandarískra hermanna til Íslands vegna varnaræfingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. september 2018 11:57 Æfingin þann 16. október fer m.a. fram á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þá efna Landhelgisgæslan og danski sjóherinn til sérstakrar leitaræfingar í október. Vísir/Vilhelm Varnaræfing Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, verður haldin á Norður-Atlantshafi, í Noregi og á Íslandi í október og nóvember næstkomandi. Um er að ræða stærstu varnaræfingu bandalagsins frá 2015, að því er segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að hundruð bandarískra hermanna æfi á Íslandi í október. Í aðalæfingunni í Noregi, sem hefst 25. október og stendur til 7. nóvember, taka þátt um fjörutíu þúsund hermenn og borgaralegir sérfræðingar frá meira en þrjátíu aðildarríkjum bandalagsins og samstarfsríkjum, þar á meðal Svíþjóð og Finnlandi. Æfðar verða sameiginlegar varnir með vísan til fimmtu greinar Atlantshafssáttmálans. Í aðdraganda aðalæfingarinnar í Noregi fer fram minni æfing hér á landi undir merkjum Trident Juncture 2018. Hún verður haldin þann 16. október í Sandvík, nærri Höfnum í Reykjanesbæ, og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 400 manna bandarískt landgöngulið æfir lendingu í Sandvík en um 120 hundrað landgönguliðar verða fluttir með þyrlum á öryggissvæðið þar sem æfð verða viðbrögð við árás á stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands. Þá tekur sérsveit ríkislögreglustjóra þátt í æfingunni en lögregla og Landhelgisgæsla sjá auk þess um að tryggja öryggi og framfylgja takmörkuðum lokunum á æfingasvæðinu. Ekki er búist við að röskun verði á flugumferð vegna æfingarinnar. Þá verður þess sérstaklega gætt að ekkert umhverfisrask verði, segir í tilkynningu.Tíu bandarísk herskip og 400 manna vetraræfing í Þjórsárdal Daginn fyrir æfinguna, 15. október, verður svo haldin minningarathöfn á einu af skipum Bandaríkjahers í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá því að þáttaskil urðu í orrustunni um Atlantshaf og herir bandamanna náðu undirtökum. Við athöfnina verður þeirra minnst sem létu lífið í þessum átökum en þar á meðal var fjöldi Íslendinga. Dagana 19.-20. október verður haldin í Reykjavík skipulagsráðstefna vegna aðalæfingarinnar í Noregi. Von er á um tíu herskipum frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og Kanada hingað til lands með allt að sex þúsund sjóliða. Um leið verður efnt til svonefndrar vetraræfingar í Þjórsárdal með 400 landgönguliðum hvorn dag. Skipin halda svo til Noregs 21. október. Samhliða Trident Juncture 2018 á Íslandi efna Landhelgisgæsla Íslands og danski sjóherinn til sérstakrar leitar- og björgunaræfingar en þessar stofnanir hafa haft með sér náið samstarf um árabil. Bandaríkin NATO Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira
Varnaræfing Atlantshafsbandalagsins, Trident Juncture 2018, verður haldin á Norður-Atlantshafi, í Noregi og á Íslandi í október og nóvember næstkomandi. Um er að ræða stærstu varnaræfingu bandalagsins frá 2015, að því er segir í fréttatilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að hundruð bandarískra hermanna æfi á Íslandi í október. Í aðalæfingunni í Noregi, sem hefst 25. október og stendur til 7. nóvember, taka þátt um fjörutíu þúsund hermenn og borgaralegir sérfræðingar frá meira en þrjátíu aðildarríkjum bandalagsins og samstarfsríkjum, þar á meðal Svíþjóð og Finnlandi. Æfðar verða sameiginlegar varnir með vísan til fimmtu greinar Atlantshafssáttmálans. Í aðdraganda aðalæfingarinnar í Noregi fer fram minni æfing hér á landi undir merkjum Trident Juncture 2018. Hún verður haldin þann 16. október í Sandvík, nærri Höfnum í Reykjanesbæ, og á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. 400 manna bandarískt landgöngulið æfir lendingu í Sandvík en um 120 hundrað landgönguliðar verða fluttir með þyrlum á öryggissvæðið þar sem æfð verða viðbrögð við árás á stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands. Þá tekur sérsveit ríkislögreglustjóra þátt í æfingunni en lögregla og Landhelgisgæsla sjá auk þess um að tryggja öryggi og framfylgja takmörkuðum lokunum á æfingasvæðinu. Ekki er búist við að röskun verði á flugumferð vegna æfingarinnar. Þá verður þess sérstaklega gætt að ekkert umhverfisrask verði, segir í tilkynningu.Tíu bandarísk herskip og 400 manna vetraræfing í Þjórsárdal Daginn fyrir æfinguna, 15. október, verður svo haldin minningarathöfn á einu af skipum Bandaríkjahers í tilefni þess að 75 ár eru liðin frá því að þáttaskil urðu í orrustunni um Atlantshaf og herir bandamanna náðu undirtökum. Við athöfnina verður þeirra minnst sem létu lífið í þessum átökum en þar á meðal var fjöldi Íslendinga. Dagana 19.-20. október verður haldin í Reykjavík skipulagsráðstefna vegna aðalæfingarinnar í Noregi. Von er á um tíu herskipum frá Bandaríkjunum, Bretlandi, Danmörku og Kanada hingað til lands með allt að sex þúsund sjóliða. Um leið verður efnt til svonefndrar vetraræfingar í Þjórsárdal með 400 landgönguliðum hvorn dag. Skipin halda svo til Noregs 21. október. Samhliða Trident Juncture 2018 á Íslandi efna Landhelgisgæsla Íslands og danski sjóherinn til sérstakrar leitar- og björgunaræfingar en þessar stofnanir hafa haft með sér náið samstarf um árabil.
Bandaríkin NATO Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Sjá meira