Óvænt tap City á heimavelli

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sane labbar svekktur af velli
Sane labbar svekktur af velli vísir/getty
Lærisveinar Pep Guardiola misstigu sig í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu þetta tímabilið þegar liðið tapaði fyrir franska liðinu Lyon á heimavelli.

Maxwel Cornet kom gestunum yfir í fyrri hálfleik eftir að Fabian Delph mistókst að hreinsa fyrirgjöf Nabil Fekir inn í teiginn. Fekir fann svo marknetið sjálfur áður en hálfleikurinn var úti þegar hann skoraði af um 25 metra færi.

Staðan 0-2 í hálfleik á Etihad vellinum og City í vandræðum.

Bernardo Silva lagaði stöðuna fyrir heimamenn eftir sendingu Leroy Sane í seinni hálfleik en City komst ekki nær og varð að sætta sig við 1-2 tap.

City er því á botni F-riðils eftir fyrsta leikdag því Shakhtar Donetsk og Hoffenheim gerðu 2-2 jafntefli fyrr í dag.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira