Aðalgönguleiðin upp Esjuna öruggari eftir að að björg voru látin falla niður Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. september 2018 19:49 Fjórum stórum björgum sem ógnað hafa aðalgönguleiðinni um Esjuna var velt niður snemma í morgun. Aðgerðin sýndi hversu áríðandi var orðið að velta steinunum af stað. Eldsnemma í morgun voru fulltrúar Skógræktarfélags Reykjavíkur og Eflu verkfræðistofu mættir við rætur Esjunnar en klukkan sjö var fjallinu lokað fyrir umferð á meðan unnið var að því að koma fjórum stórum björgum niður sem hafa þótt hættuleg í fjallinu. Leggja þurfti á sig þó nokkra göngu upp á topp fjallsins þar sem björgin voru og taka þurfti með búnað og tæki til þess að losa björgin frá ef þess þyrfti en auk þess til að tryggja öryggi þeirra sem þar voru. Björgin fjögur hafa ógnað aðalgönguleiðinni upp Esjuna meðal annars að Steini, sem er þekktasti áningarstaður fjallsins. Fyrsta bjargið sem var látið falla var jafnframt það stærsta.Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Stærsti stuðullinn hefur nú verið einhverjir tveir og hálfur til þrír metrar á hæð og svona meter á kant og lagðist bara þarna fallega niður“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur sem stýrði aðgerðum á toppi Esjunnar. Hvert bjargið á fætur öðru og aðrir steinar voru svo losaðir frá. „Þetta gekk alveg ljómandi vel. Þetta voru svona þrír, fjórir staðir sem við fórum inn á og svo brotnaði þetta í fleiri bita þegar þetta var að rúlla fram af. En í öllum aðalatriðum að þá fór það sem við ætluðum að taka,“ sagði Jón. Þá sást best þegar björgin fóru niður hlíðina og sprungu í smærri steina hversu mikil þörf var á því að ráðast í þessar aðgerðir en allir steinarnir fóru yfir aðal gönguleiðina sem staðfesti þá hættu sem var fyrir hendi.Er þá búið að tryggja gönguleiðina? „Nú er allavega búið að fara yfir þetta, meðfram keðjunum og á svona þessum helstu stöðum og taka þessa mest áberandi steina í brutu,“ segir Jón.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Vísir/jóhann K. JóhannssonFramkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir útivistarfólk sem beið hafa verið óþolinmótt. „Við fórum að átta okkur betur á þessu með vorinu hversu tæpir steinarnir voru orðnir, sumir hverjir. Þannig að það var ekkert annað í stöðinni enn að gera þetta, sagði Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Esjan Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. 19. september 2018 09:48 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Fjórum stórum björgum sem ógnað hafa aðalgönguleiðinni um Esjuna var velt niður snemma í morgun. Aðgerðin sýndi hversu áríðandi var orðið að velta steinunum af stað. Eldsnemma í morgun voru fulltrúar Skógræktarfélags Reykjavíkur og Eflu verkfræðistofu mættir við rætur Esjunnar en klukkan sjö var fjallinu lokað fyrir umferð á meðan unnið var að því að koma fjórum stórum björgum niður sem hafa þótt hættuleg í fjallinu. Leggja þurfti á sig þó nokkra göngu upp á topp fjallsins þar sem björgin voru og taka þurfti með búnað og tæki til þess að losa björgin frá ef þess þyrfti en auk þess til að tryggja öryggi þeirra sem þar voru. Björgin fjögur hafa ógnað aðalgönguleiðinni upp Esjuna meðal annars að Steini, sem er þekktasti áningarstaður fjallsins. Fyrsta bjargið sem var látið falla var jafnframt það stærsta.Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Stærsti stuðullinn hefur nú verið einhverjir tveir og hálfur til þrír metrar á hæð og svona meter á kant og lagðist bara þarna fallega niður“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur sem stýrði aðgerðum á toppi Esjunnar. Hvert bjargið á fætur öðru og aðrir steinar voru svo losaðir frá. „Þetta gekk alveg ljómandi vel. Þetta voru svona þrír, fjórir staðir sem við fórum inn á og svo brotnaði þetta í fleiri bita þegar þetta var að rúlla fram af. En í öllum aðalatriðum að þá fór það sem við ætluðum að taka,“ sagði Jón. Þá sást best þegar björgin fóru niður hlíðina og sprungu í smærri steina hversu mikil þörf var á því að ráðast í þessar aðgerðir en allir steinarnir fóru yfir aðal gönguleiðina sem staðfesti þá hættu sem var fyrir hendi.Er þá búið að tryggja gönguleiðina? „Nú er allavega búið að fara yfir þetta, meðfram keðjunum og á svona þessum helstu stöðum og taka þessa mest áberandi steina í brutu,“ segir Jón.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Vísir/jóhann K. JóhannssonFramkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir útivistarfólk sem beið hafa verið óþolinmótt. „Við fórum að átta okkur betur á þessu með vorinu hversu tæpir steinarnir voru orðnir, sumir hverjir. Þannig að það var ekkert annað í stöðinni enn að gera þetta, sagði Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Esjan Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. 19. september 2018 09:48 Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. 19. september 2018 09:48