Aðalgönguleiðin upp Esjuna öruggari eftir að að björg voru látin falla niður Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. september 2018 19:49 Fjórum stórum björgum sem ógnað hafa aðalgönguleiðinni um Esjuna var velt niður snemma í morgun. Aðgerðin sýndi hversu áríðandi var orðið að velta steinunum af stað. Eldsnemma í morgun voru fulltrúar Skógræktarfélags Reykjavíkur og Eflu verkfræðistofu mættir við rætur Esjunnar en klukkan sjö var fjallinu lokað fyrir umferð á meðan unnið var að því að koma fjórum stórum björgum niður sem hafa þótt hættuleg í fjallinu. Leggja þurfti á sig þó nokkra göngu upp á topp fjallsins þar sem björgin voru og taka þurfti með búnað og tæki til þess að losa björgin frá ef þess þyrfti en auk þess til að tryggja öryggi þeirra sem þar voru. Björgin fjögur hafa ógnað aðalgönguleiðinni upp Esjuna meðal annars að Steini, sem er þekktasti áningarstaður fjallsins. Fyrsta bjargið sem var látið falla var jafnframt það stærsta.Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Stærsti stuðullinn hefur nú verið einhverjir tveir og hálfur til þrír metrar á hæð og svona meter á kant og lagðist bara þarna fallega niður“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur sem stýrði aðgerðum á toppi Esjunnar. Hvert bjargið á fætur öðru og aðrir steinar voru svo losaðir frá. „Þetta gekk alveg ljómandi vel. Þetta voru svona þrír, fjórir staðir sem við fórum inn á og svo brotnaði þetta í fleiri bita þegar þetta var að rúlla fram af. En í öllum aðalatriðum að þá fór það sem við ætluðum að taka,“ sagði Jón. Þá sást best þegar björgin fóru niður hlíðina og sprungu í smærri steina hversu mikil þörf var á því að ráðast í þessar aðgerðir en allir steinarnir fóru yfir aðal gönguleiðina sem staðfesti þá hættu sem var fyrir hendi.Er þá búið að tryggja gönguleiðina? „Nú er allavega búið að fara yfir þetta, meðfram keðjunum og á svona þessum helstu stöðum og taka þessa mest áberandi steina í brutu,“ segir Jón.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Vísir/jóhann K. JóhannssonFramkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir útivistarfólk sem beið hafa verið óþolinmótt. „Við fórum að átta okkur betur á þessu með vorinu hversu tæpir steinarnir voru orðnir, sumir hverjir. Þannig að það var ekkert annað í stöðinni enn að gera þetta, sagði Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. Esjan Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. 19. september 2018 09:48 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Fjórum stórum björgum sem ógnað hafa aðalgönguleiðinni um Esjuna var velt niður snemma í morgun. Aðgerðin sýndi hversu áríðandi var orðið að velta steinunum af stað. Eldsnemma í morgun voru fulltrúar Skógræktarfélags Reykjavíkur og Eflu verkfræðistofu mættir við rætur Esjunnar en klukkan sjö var fjallinu lokað fyrir umferð á meðan unnið var að því að koma fjórum stórum björgum niður sem hafa þótt hættuleg í fjallinu. Leggja þurfti á sig þó nokkra göngu upp á topp fjallsins þar sem björgin voru og taka þurfti með búnað og tæki til þess að losa björgin frá ef þess þyrfti en auk þess til að tryggja öryggi þeirra sem þar voru. Björgin fjögur hafa ógnað aðalgönguleiðinni upp Esjuna meðal annars að Steini, sem er þekktasti áningarstaður fjallsins. Fyrsta bjargið sem var látið falla var jafnframt það stærsta.Jón Haukur Steingrímsson jarðverkfræðingur.Vísir/Jóhann K. Jóhannsson„Stærsti stuðullinn hefur nú verið einhverjir tveir og hálfur til þrír metrar á hæð og svona meter á kant og lagðist bara þarna fallega niður“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur sem stýrði aðgerðum á toppi Esjunnar. Hvert bjargið á fætur öðru og aðrir steinar voru svo losaðir frá. „Þetta gekk alveg ljómandi vel. Þetta voru svona þrír, fjórir staðir sem við fórum inn á og svo brotnaði þetta í fleiri bita þegar þetta var að rúlla fram af. En í öllum aðalatriðum að þá fór það sem við ætluðum að taka,“ sagði Jón. Þá sást best þegar björgin fóru niður hlíðina og sprungu í smærri steina hversu mikil þörf var á því að ráðast í þessar aðgerðir en allir steinarnir fóru yfir aðal gönguleiðina sem staðfesti þá hættu sem var fyrir hendi.Er þá búið að tryggja gönguleiðina? „Nú er allavega búið að fara yfir þetta, meðfram keðjunum og á svona þessum helstu stöðum og taka þessa mest áberandi steina í brutu,“ segir Jón.Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.Vísir/jóhann K. JóhannssonFramkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur segir útivistarfólk sem beið hafa verið óþolinmótt. „Við fórum að átta okkur betur á þessu með vorinu hversu tæpir steinarnir voru orðnir, sumir hverjir. Þannig að það var ekkert annað í stöðinni enn að gera þetta, sagði Helgi Gíslason, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Esjan Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. 19. september 2018 09:48 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Björgin fjögur rúlluðu yfir göngustíginn á Esjunni Greiðlega gekk að velta fjórum björgum niður Esjuna í morgun sem talin var að gætu farið af stað hvenær sem er og stofnað lífi útivistarfólks sem fer upp Esjuna í hættu. Mikil þörf var á því að koma björgunum niður að sögn Helga Gíslasonar framkvæmdastjóra Skógræktarfélags Reykjavíkur. 19. september 2018 09:48