Hvetur þýsku þjóðina til að mótmæla áróðri öfgahægrimanna og rasista Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. september 2018 07:00 Innflytjendastefnu þýskra yfirvalda var mótmælt í Chemnitz. Nasistakveðjur hafa sést í mótmælunum. Vísir/epa Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hvatti landa sína til aðgerða gegn rasisma og þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu í viðtali við þýska tímaritið Bild am Sonntag í gær. „Við þurfum drattast upp úr sófanum og segja eitthvað,“ sagði utanríkisráðherrann. „Okkar kynslóð fékk frelsi, lög og reglu, og lýðræðið í vöggugjöf. Við þurftum ekki að berjast fyrir þessum hlutum, og núna tökum við þeim sem sjálfsögðum hlut.“ Maas var að bregðast við spurningum um þá miklu spennu sem ríkt hefur í borginni Chemnitz í Þýskalandi. Á laugardaginn komu um 4.500 öfgahægrimenn saman í borginni til að mótmæla stefnu þýskra yfirvalda í flóttamannamálum. Fréttamiðlar í Þýskalandi greina frá því að einhverjir úr hópi öfgamannanna hafi veist að einstaklingum sem þeir töldu að væru innflytjendur og öskruðu: „Við erum þjóðin“ og: „Þið eruð ekki velkomin hér.“Á mótmælaspjaldi við styttu Karl Marx stóð: „Chemnitz er hvorki grá né brún.“ nordicphotos/GettyTilefni mótmælanna var morð á 35 ára gömlum Þjóðverja sem framið var í borginni á dögunum. Tveir menn eru grunaðir um ódæðið og eru þeir sagðir vera af erlendu bergi brotnir, annar frá Írak og hinn frá Sýrlandi. Hægrimennirnir mættu um fjögur þúsund vinstrisinnuðum mótmælendum sem freistuðu þess að stöðva kröfugöngu þeirra. Um 1.800 lögreglumenn voru sendir á staðinn. Þegar dagurinn var á enda höfðu átján manns, þar af þrír lögreglumenn, særst í átökum hópanna. Atburðir helgarinnar í Chemnitz þykja vera skýr vitnisburður um þann mikla klofning sem er að verða í þýsku samfélagi, þá sérstaklega með tilliti þeirrar 1 milljónar flóttamanna sem komið hafa til landsins síðan árið 2015. Hópar yst á hægrivæng stjórnmálanna hafa gagnrýnt stjórn landsins harkalega fyrir að heimila hundruðum þúsunda hælisleitenda frá stríðshrjáðum löndum, eins og Afganistan, Írak og Sýrlandi, að kom til landsins. Katarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, blandaði sér í rannsóknina á mótmælunum í Chemnitz undanfarna daga eftir að það sást til öfgahægrimanna heilsa að hætti nasista. Hún sagði við Bild um helgina að rannsaka þyrfti hvort og með hvaða hætti skipulagðir hópar öfgamanna hefðu staðið fyrir mótmælunum. „Við munum ekki láta það viðgangast að öfgahægrimenn komi sér fyrir í samfélaginu,“ sagði Barley. „Við verðum að bjóða öfgahægrimönnum birginn,“ sagði Maas við Bild am Sonntag í gær. „Við megum ekki líta undan. Við verðum að mótmæla nýnasistum og gyðingahöturum. Aðeins þannig afstýrum við því að orðspor Þýskalands verði endanlega eyðilagt með útlendingahatri.“ Í dag, mánudag, er gert ráð fyrir að þúsundir muni koma saman í Chemnitz á ný. Að þessu sinni er það í tengslum við tónleika sem voru skipulagðir í flýti af nokkrum af vinsælustu tónlistarmönnum Þýskalands, þar á meðal pönksveitinni Die Toten Hosen, til að mótmæla málflutningi þjóðernissinna og fordómum í garð innflytjenda. Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Írak Þýskaland Tengdar fréttir Rannsaka leka til nýnasista Þýska lögreglan rannsakar nú hvernig handtökuskipun á hendur Íraka, sem grunaður var um stunguárás, var lekið til öfgahópa í landinu. 30. ágúst 2018 07:52 Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Heiko Maas, utanríkisráðherra Þýskalands, hvatti landa sína til aðgerða gegn rasisma og þeim sem freista þess að grafa undan lýðræðinu í viðtali við þýska tímaritið Bild am Sonntag í gær. „Við þurfum drattast upp úr sófanum og segja eitthvað,“ sagði utanríkisráðherrann. „Okkar kynslóð fékk frelsi, lög og reglu, og lýðræðið í vöggugjöf. Við þurftum ekki að berjast fyrir þessum hlutum, og núna tökum við þeim sem sjálfsögðum hlut.“ Maas var að bregðast við spurningum um þá miklu spennu sem ríkt hefur í borginni Chemnitz í Þýskalandi. Á laugardaginn komu um 4.500 öfgahægrimenn saman í borginni til að mótmæla stefnu þýskra yfirvalda í flóttamannamálum. Fréttamiðlar í Þýskalandi greina frá því að einhverjir úr hópi öfgamannanna hafi veist að einstaklingum sem þeir töldu að væru innflytjendur og öskruðu: „Við erum þjóðin“ og: „Þið eruð ekki velkomin hér.“Á mótmælaspjaldi við styttu Karl Marx stóð: „Chemnitz er hvorki grá né brún.“ nordicphotos/GettyTilefni mótmælanna var morð á 35 ára gömlum Þjóðverja sem framið var í borginni á dögunum. Tveir menn eru grunaðir um ódæðið og eru þeir sagðir vera af erlendu bergi brotnir, annar frá Írak og hinn frá Sýrlandi. Hægrimennirnir mættu um fjögur þúsund vinstrisinnuðum mótmælendum sem freistuðu þess að stöðva kröfugöngu þeirra. Um 1.800 lögreglumenn voru sendir á staðinn. Þegar dagurinn var á enda höfðu átján manns, þar af þrír lögreglumenn, særst í átökum hópanna. Atburðir helgarinnar í Chemnitz þykja vera skýr vitnisburður um þann mikla klofning sem er að verða í þýsku samfélagi, þá sérstaklega með tilliti þeirrar 1 milljónar flóttamanna sem komið hafa til landsins síðan árið 2015. Hópar yst á hægrivæng stjórnmálanna hafa gagnrýnt stjórn landsins harkalega fyrir að heimila hundruðum þúsunda hælisleitenda frá stríðshrjáðum löndum, eins og Afganistan, Írak og Sýrlandi, að kom til landsins. Katarina Barley, dómsmálaráðherra Þýskalands, blandaði sér í rannsóknina á mótmælunum í Chemnitz undanfarna daga eftir að það sást til öfgahægrimanna heilsa að hætti nasista. Hún sagði við Bild um helgina að rannsaka þyrfti hvort og með hvaða hætti skipulagðir hópar öfgamanna hefðu staðið fyrir mótmælunum. „Við munum ekki láta það viðgangast að öfgahægrimenn komi sér fyrir í samfélaginu,“ sagði Barley. „Við verðum að bjóða öfgahægrimönnum birginn,“ sagði Maas við Bild am Sonntag í gær. „Við megum ekki líta undan. Við verðum að mótmæla nýnasistum og gyðingahöturum. Aðeins þannig afstýrum við því að orðspor Þýskalands verði endanlega eyðilagt með útlendingahatri.“ Í dag, mánudag, er gert ráð fyrir að þúsundir muni koma saman í Chemnitz á ný. Að þessu sinni er það í tengslum við tónleika sem voru skipulagðir í flýti af nokkrum af vinsælustu tónlistarmönnum Þýskalands, þar á meðal pönksveitinni Die Toten Hosen, til að mótmæla málflutningi þjóðernissinna og fordómum í garð innflytjenda.
Afganistan Birtist í Fréttablaðinu Írak Þýskaland Tengdar fréttir Rannsaka leka til nýnasista Þýska lögreglan rannsakar nú hvernig handtökuskipun á hendur Íraka, sem grunaður var um stunguárás, var lekið til öfgahópa í landinu. 30. ágúst 2018 07:52 Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. 29. ágúst 2018 06:00 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Sjá meira
Rannsaka leka til nýnasista Þýska lögreglan rannsakar nú hvernig handtökuskipun á hendur Íraka, sem grunaður var um stunguárás, var lekið til öfgahópa í landinu. 30. ágúst 2018 07:52
Chemnitz jafnar sig eftir óeirðir öfgamanna Um 6.000 þjóðernishyggjumenn söfnuðust saman í þýsku borginni Chemnitz til að mótmæla á sunnudag. 29. ágúst 2018 06:00