Bönnum drápsvélmennin! Stefán Pálsson skrifar 4. september 2018 07:00 Í lok ágúst var haldinn mikilvægur fundur í svissnesku borginni Genf. Þar hittust sérfræðingar frá fjölmörgum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna til að ræða mögulegar aðgerðir gegn framleiðslu og þróun sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla – svokallaðra drápsvélmenna. Eflaust eru drápsvélmenni í hugum margra einungis fyrirbæri úr vísindaskáldsögum eða lélegum hollívúddmyndum. Veruleikinn er þó sá að á liðnum árum hefur gríðarlegum fjármunum verið varið í að þróa ómannaðar vígvélar sem útbúnar eru með gervigreind með það að markmiði að ráðast að fólki og drepa það á grundvelli eigin ákvarðana, án þess að mannshugurinn komi þar að máli. Sérfræðingar hafa þungar áhyggjur af þessari þróun, sem muni ýta undir nýtt vígbúnaðarkapphlaup, og afleiðingunum af beitingu þessara vopna í stríðsátökum framtíðarinnar. Margir af kunnustu frumkvöðlum á sviði vísinda og tækni hafa jafnvel lýst þeirri skoðun sinni að með þróun slíkra véla gæti mannkynið verið að undirrita sinn eigin dauðadóm. Þær raddir verða sífellt háværari að alþjóðasamfélagið verði að koma sér saman um bann við sjálfvirkum vígvélum. Nokkrar ríkisstjórnir hafa þó lýst andstöðu sinni við þær hugmyndir. Má þar nefna Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Ísrael. Af dagskrá fundarins í Genf er ekki að sjá að Íslendingar hafi átt þar fulltrúa. Það eru vonbrigði í ljósi þess að Ísland hefur á að skipa ágætum sérfræðingum á sviði vitvélarannsókna. Mikilvægi þessa málaflokks er jafnframt slíkt að utanríkisþjónustan ætti að hafa hann í forgangi. Líklegt má telja að tillögur um bann við drápsvélmennum komi til kasta Sameinuðu þjóðanna á allra næstu misserum. Þá munu fulltrúar Íslands greiða atkvæði um málið og hljóta að gera það í samræmi við fyrirliggjandi samþykkt Alþingis, en árið 2016 samþykkti þingið tillögu Katrínar Jakobsdóttur og fleiri þingmanna um stuðning Íslands við alþjóðlegt bann við framleiðslu og beitingu slíkra véla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Ég býð mig fram fyrir framtíðarkynslóðir Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í lok ágúst var haldinn mikilvægur fundur í svissnesku borginni Genf. Þar hittust sérfræðingar frá fjölmörgum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna til að ræða mögulegar aðgerðir gegn framleiðslu og þróun sjálfvirkra og sjálfstýrðra vígvéla – svokallaðra drápsvélmenna. Eflaust eru drápsvélmenni í hugum margra einungis fyrirbæri úr vísindaskáldsögum eða lélegum hollívúddmyndum. Veruleikinn er þó sá að á liðnum árum hefur gríðarlegum fjármunum verið varið í að þróa ómannaðar vígvélar sem útbúnar eru með gervigreind með það að markmiði að ráðast að fólki og drepa það á grundvelli eigin ákvarðana, án þess að mannshugurinn komi þar að máli. Sérfræðingar hafa þungar áhyggjur af þessari þróun, sem muni ýta undir nýtt vígbúnaðarkapphlaup, og afleiðingunum af beitingu þessara vopna í stríðsátökum framtíðarinnar. Margir af kunnustu frumkvöðlum á sviði vísinda og tækni hafa jafnvel lýst þeirri skoðun sinni að með þróun slíkra véla gæti mannkynið verið að undirrita sinn eigin dauðadóm. Þær raddir verða sífellt háværari að alþjóðasamfélagið verði að koma sér saman um bann við sjálfvirkum vígvélum. Nokkrar ríkisstjórnir hafa þó lýst andstöðu sinni við þær hugmyndir. Má þar nefna Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland og Ísrael. Af dagskrá fundarins í Genf er ekki að sjá að Íslendingar hafi átt þar fulltrúa. Það eru vonbrigði í ljósi þess að Ísland hefur á að skipa ágætum sérfræðingum á sviði vitvélarannsókna. Mikilvægi þessa málaflokks er jafnframt slíkt að utanríkisþjónustan ætti að hafa hann í forgangi. Líklegt má telja að tillögur um bann við drápsvélmennum komi til kasta Sameinuðu þjóðanna á allra næstu misserum. Þá munu fulltrúar Íslands greiða atkvæði um málið og hljóta að gera það í samræmi við fyrirliggjandi samþykkt Alþingis, en árið 2016 samþykkti þingið tillögu Katrínar Jakobsdóttur og fleiri þingmanna um stuðning Íslands við alþjóðlegt bann við framleiðslu og beitingu slíkra véla.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun