Tilvistarkreppa Ólöf Skaftadóttir skrifar 5. september 2018 10:00 Undanfarið hefur birst holskefla frétta af bágri stöðu fjölmiðla á Íslandi. Nú síðast var það Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sem birti afkomu sína, en tæplega 300 milljóna tap var á rekstri félagsins í fyrra. Framkvæmdastjórinn taldi nokkrar ástæður fyrir versnandi afkomu, meðal annars hækkandi launakostnað og harðvítuga erlenda samkeppni. Þessa liði þekkja atvinnurekendur úr öðrum geirum. Launakostnaðinn þekkja allir, og erlenda samkeppnin ætti að hljóma kunnuglega í eyrum verslunareigenda nú á tímum alþjóðlegra netverslana. Eitt til nefndi framkvæmdastjórinn. Atriði sem aðrir atvinnurekendur kannast síður við. Forsvarsmenn Haga þurfa ekki að berjast um starfsfólk og markaðshlutdeild við niðurgreidda ríkismatvörubúð. Eigendur tískuverslana þurfa heldur ekki að eiga við Tízkuverslun ríkisins í daglegu amstri. Sem betur fer ekki. Fjölmiðlar þurfa hins vegar að etja kappi við ríkisrisann RÚV, sem ekki bara fær um fjóra milljarða í skattfé í vasann á ári hverju, heldur starfrækir öflugustu auglýsingasöludeild landsins og tekur þar vel á þriðja milljarð árlega til viðbótar. Sumarið var sérstaklega slæmt í þeim efnum. RÚV beitti óvönduðum meðulum við sölu á auglýsingum vegna HM í knattspyrnu. Auglýsingapakkar stofnunarinnar bundu auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti. Einkamiðlarnir urðu því ekki bara af tekjum yfir blásumarið heldur frá því snemma í vor og langt fram á haustið. Allir frjálsir miðlar finna fyrir þessu nú um stundir. Þeir smærri, til dæmis N4 á Akureyri, kvörtuðu undan því að svona högg gæti riðið þeim að fullu. Eins og ritstjóri annars smærri miðils, Kjarnans, orðaði það svo smekklega, þá tekur RÚV súrefni frá öðrum á markaðnum. Markmiðið með veru RÚV á markaði hlýtur að vera að efla frjálsa fjölmiðlun og þar með tjáningarfrelsið. Staðreyndin er hins vegar sú að RÚV tekur við almannafé með annarri hendinni, en murkar svo lífið úr einkareknu miðlunum með hinni. Svo mjög að eðlilegt er að spyrja hvort áhrif RÚV á opna og lýðræðislega umræðu í landinu séu yfir höfuð jákvæð þegar allt er talið. Flest getum við sammælst um að RÚV eigi að vera starfrækt í einhverri mynd. Þar starfar margt frábært fagfólk og dagskrárgerð er í mörgu til fyrirmyndar. Ekki er við það fólk að sakast þótt stjórnmálamönnum hafi með aðgerðaleysi tekist að gera RÚV að útblásnu bákni í tilvistarkreppu. Vandræðagangur stjórnmálamannanna er aðför að tjáningarfrelsinu og hættulegt frjálsri fjölmiðlun. Nú liggja fyrir ágætar tillögur fjölmiðlanefndar númer óteljandi. Síðast þegar fréttist hafði verið skipuð nefnd um niðurstöðu nefndarinnar. Kannski þarf svo nefnd um niðurstöðu þeirrar nefndar. Gott fyrsta skref úr þessari heimatilbúnu tilvistarkreppu væri að koma ágætum tillögum þeirrar nefndar til framkvæmdar. Ef menntamálaráðherra myndi auðnast að taka það skref hefði hún tekið þau fleiri en allir forverar hennar samanlagt í þessum málaflokki. Áfram gakk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur birst holskefla frétta af bágri stöðu fjölmiðla á Íslandi. Nú síðast var það Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins, sem birti afkomu sína, en tæplega 300 milljóna tap var á rekstri félagsins í fyrra. Framkvæmdastjórinn taldi nokkrar ástæður fyrir versnandi afkomu, meðal annars hækkandi launakostnað og harðvítuga erlenda samkeppni. Þessa liði þekkja atvinnurekendur úr öðrum geirum. Launakostnaðinn þekkja allir, og erlenda samkeppnin ætti að hljóma kunnuglega í eyrum verslunareigenda nú á tímum alþjóðlegra netverslana. Eitt til nefndi framkvæmdastjórinn. Atriði sem aðrir atvinnurekendur kannast síður við. Forsvarsmenn Haga þurfa ekki að berjast um starfsfólk og markaðshlutdeild við niðurgreidda ríkismatvörubúð. Eigendur tískuverslana þurfa heldur ekki að eiga við Tízkuverslun ríkisins í daglegu amstri. Sem betur fer ekki. Fjölmiðlar þurfa hins vegar að etja kappi við ríkisrisann RÚV, sem ekki bara fær um fjóra milljarða í skattfé í vasann á ári hverju, heldur starfrækir öflugustu auglýsingasöludeild landsins og tekur þar vel á þriðja milljarð árlega til viðbótar. Sumarið var sérstaklega slæmt í þeim efnum. RÚV beitti óvönduðum meðulum við sölu á auglýsingum vegna HM í knattspyrnu. Auglýsingapakkar stofnunarinnar bundu auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti. Einkamiðlarnir urðu því ekki bara af tekjum yfir blásumarið heldur frá því snemma í vor og langt fram á haustið. Allir frjálsir miðlar finna fyrir þessu nú um stundir. Þeir smærri, til dæmis N4 á Akureyri, kvörtuðu undan því að svona högg gæti riðið þeim að fullu. Eins og ritstjóri annars smærri miðils, Kjarnans, orðaði það svo smekklega, þá tekur RÚV súrefni frá öðrum á markaðnum. Markmiðið með veru RÚV á markaði hlýtur að vera að efla frjálsa fjölmiðlun og þar með tjáningarfrelsið. Staðreyndin er hins vegar sú að RÚV tekur við almannafé með annarri hendinni, en murkar svo lífið úr einkareknu miðlunum með hinni. Svo mjög að eðlilegt er að spyrja hvort áhrif RÚV á opna og lýðræðislega umræðu í landinu séu yfir höfuð jákvæð þegar allt er talið. Flest getum við sammælst um að RÚV eigi að vera starfrækt í einhverri mynd. Þar starfar margt frábært fagfólk og dagskrárgerð er í mörgu til fyrirmyndar. Ekki er við það fólk að sakast þótt stjórnmálamönnum hafi með aðgerðaleysi tekist að gera RÚV að útblásnu bákni í tilvistarkreppu. Vandræðagangur stjórnmálamannanna er aðför að tjáningarfrelsinu og hættulegt frjálsri fjölmiðlun. Nú liggja fyrir ágætar tillögur fjölmiðlanefndar númer óteljandi. Síðast þegar fréttist hafði verið skipuð nefnd um niðurstöðu nefndarinnar. Kannski þarf svo nefnd um niðurstöðu þeirrar nefndar. Gott fyrsta skref úr þessari heimatilbúnu tilvistarkreppu væri að koma ágætum tillögum þeirrar nefndar til framkvæmdar. Ef menntamálaráðherra myndi auðnast að taka það skref hefði hún tekið þau fleiri en allir forverar hennar samanlagt í þessum málaflokki. Áfram gakk.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun