Hefur hert eftirlit haft áhrif á framboð Airbnb? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 6. september 2018 07:00 Í upphafi sumars undirrituðu ráðherra ferðamála og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samning um hert eftirlit með heimagistingu með fjárveitingu upp á 64 milljónir króna til embættisins. Tilgangur samningsins var að öðlast betri yfirsýn yfir raunverulegt umfang heimagistingar, tryggja rétt skattskil einstaklinga og að lögaðilar sem stunda gististarfsemi afli sér rekstrarleyfis og starfsemin fari þar með að þeim lögum sem um hana gilda. Hert eftirlit með heimagistingu var hótel- og gistihúsaeigendum eðlilega mikið fagnaðarefni, enda veikir leyfislaus heimagisting samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem skila lögbundnum sköttum og skyldum til samfélagsins um land allt. En hefur þetta virkað? Hafa aðgerðirnar borið árangur? Ef samanburður mánaðanna maí og júlí á árunum 2017 og 2018 er skoðaður í mælaborði ferðaþjónustunnar þá kemur í ljós að framboð gistirýmis og fjöldi leigusala hefur dregist saman í báðum þessum mánuðum. Þannig fækkar þeim sem leigja á Airbnb um 17% milli ára. Ef höfuðborgarsvæðið er skoðað, þar sem langmesta framboðið hefur verið, fækkar Airbnb leigusölum um 24%. Á sama tíma minnkar framboð á gistirými um 24-30%, misjafnlega mikið eftir tegundum rýma. Þetta gæti þýtt að hert eftirlit eða jafnvel bara umræðan um hert eftirlit sé að hafa áhrif á þennan markað. Nú virðist vera ágæt fylgni á milli fjölda ferðamanna (3-4%) og fjölda gistinótta á hótelum og gistiheimilum (4%). Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands kemur fram að á fyrstu 6 mánuðum ársins fjölgar gistinóttum – í gegnum vefsíður um 10% sem gefur til kynna að aðrar vefsíður en Airbnb hafi sótt í sig veðrið. Fjölgun gistinátta er mest í húsbílum eða um 34% og í annarri innigistingu (hjá vinum og ættingjum, húsaskiptum) er hún um 12%. Áhugavert verður að fylgjast með þróun gistingar á næstu mánuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Það borgar sig að bíða Hildur Eiríksdóttir skrifar Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Heilbrigðismál í stjórnarsáttmála – hvað vantar? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hlustum á starfsfólk ríkisins Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Hlutfall íbúa í hverri íbúð að breytast Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Sjá meira
Í upphafi sumars undirrituðu ráðherra ferðamála og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samning um hert eftirlit með heimagistingu með fjárveitingu upp á 64 milljónir króna til embættisins. Tilgangur samningsins var að öðlast betri yfirsýn yfir raunverulegt umfang heimagistingar, tryggja rétt skattskil einstaklinga og að lögaðilar sem stunda gististarfsemi afli sér rekstrarleyfis og starfsemin fari þar með að þeim lögum sem um hana gilda. Hert eftirlit með heimagistingu var hótel- og gistihúsaeigendum eðlilega mikið fagnaðarefni, enda veikir leyfislaus heimagisting samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem skila lögbundnum sköttum og skyldum til samfélagsins um land allt. En hefur þetta virkað? Hafa aðgerðirnar borið árangur? Ef samanburður mánaðanna maí og júlí á árunum 2017 og 2018 er skoðaður í mælaborði ferðaþjónustunnar þá kemur í ljós að framboð gistirýmis og fjöldi leigusala hefur dregist saman í báðum þessum mánuðum. Þannig fækkar þeim sem leigja á Airbnb um 17% milli ára. Ef höfuðborgarsvæðið er skoðað, þar sem langmesta framboðið hefur verið, fækkar Airbnb leigusölum um 24%. Á sama tíma minnkar framboð á gistirými um 24-30%, misjafnlega mikið eftir tegundum rýma. Þetta gæti þýtt að hert eftirlit eða jafnvel bara umræðan um hert eftirlit sé að hafa áhrif á þennan markað. Nú virðist vera ágæt fylgni á milli fjölda ferðamanna (3-4%) og fjölda gistinótta á hótelum og gistiheimilum (4%). Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands kemur fram að á fyrstu 6 mánuðum ársins fjölgar gistinóttum – í gegnum vefsíður um 10% sem gefur til kynna að aðrar vefsíður en Airbnb hafi sótt í sig veðrið. Fjölgun gistinátta er mest í húsbílum eða um 34% og í annarri innigistingu (hjá vinum og ættingjum, húsaskiptum) er hún um 12%. Áhugavert verður að fylgjast með þróun gistingar á næstu mánuðum.
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Skoðun Fimmta iðnbyltingin: Samvinna manna og véla fyrir sjálfbæra framtíð Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frá rafvæðingu til vitvæðingar – framfaraöldin sem ruddi brautina til farsællar framtíðar Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar