Hefur hert eftirlit haft áhrif á framboð Airbnb? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 6. september 2018 07:00 Í upphafi sumars undirrituðu ráðherra ferðamála og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samning um hert eftirlit með heimagistingu með fjárveitingu upp á 64 milljónir króna til embættisins. Tilgangur samningsins var að öðlast betri yfirsýn yfir raunverulegt umfang heimagistingar, tryggja rétt skattskil einstaklinga og að lögaðilar sem stunda gististarfsemi afli sér rekstrarleyfis og starfsemin fari þar með að þeim lögum sem um hana gilda. Hert eftirlit með heimagistingu var hótel- og gistihúsaeigendum eðlilega mikið fagnaðarefni, enda veikir leyfislaus heimagisting samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem skila lögbundnum sköttum og skyldum til samfélagsins um land allt. En hefur þetta virkað? Hafa aðgerðirnar borið árangur? Ef samanburður mánaðanna maí og júlí á árunum 2017 og 2018 er skoðaður í mælaborði ferðaþjónustunnar þá kemur í ljós að framboð gistirýmis og fjöldi leigusala hefur dregist saman í báðum þessum mánuðum. Þannig fækkar þeim sem leigja á Airbnb um 17% milli ára. Ef höfuðborgarsvæðið er skoðað, þar sem langmesta framboðið hefur verið, fækkar Airbnb leigusölum um 24%. Á sama tíma minnkar framboð á gistirými um 24-30%, misjafnlega mikið eftir tegundum rýma. Þetta gæti þýtt að hert eftirlit eða jafnvel bara umræðan um hert eftirlit sé að hafa áhrif á þennan markað. Nú virðist vera ágæt fylgni á milli fjölda ferðamanna (3-4%) og fjölda gistinótta á hótelum og gistiheimilum (4%). Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands kemur fram að á fyrstu 6 mánuðum ársins fjölgar gistinóttum – í gegnum vefsíður um 10% sem gefur til kynna að aðrar vefsíður en Airbnb hafi sótt í sig veðrið. Fjölgun gistinátta er mest í húsbílum eða um 34% og í annarri innigistingu (hjá vinum og ættingjum, húsaskiptum) er hún um 12%. Áhugavert verður að fylgjast með þróun gistingar á næstu mánuðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Mun forseti Íslands fremja landráð? Ástþór Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Í upphafi sumars undirrituðu ráðherra ferðamála og sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu samning um hert eftirlit með heimagistingu með fjárveitingu upp á 64 milljónir króna til embættisins. Tilgangur samningsins var að öðlast betri yfirsýn yfir raunverulegt umfang heimagistingar, tryggja rétt skattskil einstaklinga og að lögaðilar sem stunda gististarfsemi afli sér rekstrarleyfis og starfsemin fari þar með að þeim lögum sem um hana gilda. Hert eftirlit með heimagistingu var hótel- og gistihúsaeigendum eðlilega mikið fagnaðarefni, enda veikir leyfislaus heimagisting samkeppnisstöðu þeirra fyrirtækja sem skila lögbundnum sköttum og skyldum til samfélagsins um land allt. En hefur þetta virkað? Hafa aðgerðirnar borið árangur? Ef samanburður mánaðanna maí og júlí á árunum 2017 og 2018 er skoðaður í mælaborði ferðaþjónustunnar þá kemur í ljós að framboð gistirýmis og fjöldi leigusala hefur dregist saman í báðum þessum mánuðum. Þannig fækkar þeim sem leigja á Airbnb um 17% milli ára. Ef höfuðborgarsvæðið er skoðað, þar sem langmesta framboðið hefur verið, fækkar Airbnb leigusölum um 24%. Á sama tíma minnkar framboð á gistirými um 24-30%, misjafnlega mikið eftir tegundum rýma. Þetta gæti þýtt að hert eftirlit eða jafnvel bara umræðan um hert eftirlit sé að hafa áhrif á þennan markað. Nú virðist vera ágæt fylgni á milli fjölda ferðamanna (3-4%) og fjölda gistinótta á hótelum og gistiheimilum (4%). Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands kemur fram að á fyrstu 6 mánuðum ársins fjölgar gistinóttum – í gegnum vefsíður um 10% sem gefur til kynna að aðrar vefsíður en Airbnb hafi sótt í sig veðrið. Fjölgun gistinátta er mest í húsbílum eða um 34% og í annarri innigistingu (hjá vinum og ættingjum, húsaskiptum) er hún um 12%. Áhugavert verður að fylgjast með þróun gistingar á næstu mánuðum.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun