Kepler-geimsjónaukinn vaknaði af værum blundi Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2018 23:36 Teikning af Kepler-geimsjónaukanum sem nú er að syngja sitt síðasta. NASA Ames/JPL-Caltech/T Pyle Þrátt fyrir að eldsneytisbirgðir Kepler-geimsjónaukans séu nærri því á þrotum vaknaði hann aftur til ífsins eftir að hafa legið í dvala um tveggja mánaða skeið. Verkfræðingar bandaríska geimvísindastofnunarinnar NASA segja að Kepler sé aftur tekinn til við vísindarannsóknir. Kepler-geimsjónaukanum var skotið út í geim árið 2009 og hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna á þeim árum sem síðan eru liðin. Sjónaukinn er nú á síðustu eldsneytisdropunum og gripu stjórnendur hans til þess til ráðs að setja hann í dvala í byrjun júlí til þess að tryggja að hann hefði nægt eldsneyti til að snúa loftneti sínu að jörðinni og senda heim gögn frá síðustu athugunum sínum. Eftir að Kepler sendi gögnin í hús í síðasta mánuði lagðist sjónaukinn aftur í dvala. Verkfræðingarnir tilkynntu síðan í dag að hann væri aftur vaknaður og væri byrjaður að skima aftur fyrir fjarreikistjörnum.Space.com segir framtíð geimsjónaukans óljósa. Óregla virðist hafa komið á einn hreyfil geimfarsins sem gæti komið niður á getu stjórnendanna til þess að miða honum rétt. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið eldsneyti er eftir í tanknum. Alls hefur Kepler fundið 2.652 fjarreikistjörnur. Það er um 70% af öllum þekktum fjarreikistjörnum til þessa. Enn mun bætast í safnið, jafnvel þó að Kepler gefi upp öndina á næstu vikum, því vísindamenn eiga enn eftir að fara í gegnum lista um 2.700 annarra mögulegra fjarreikistjarna sem sjónaukinn hefur komið auga á. Tækni Vísindi Tengdar fréttir Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18 Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Þrátt fyrir að eldsneytisbirgðir Kepler-geimsjónaukans séu nærri því á þrotum vaknaði hann aftur til ífsins eftir að hafa legið í dvala um tveggja mánaða skeið. Verkfræðingar bandaríska geimvísindastofnunarinnar NASA segja að Kepler sé aftur tekinn til við vísindarannsóknir. Kepler-geimsjónaukanum var skotið út í geim árið 2009 og hefur fundið þúsundir fjarreikistjarna á þeim árum sem síðan eru liðin. Sjónaukinn er nú á síðustu eldsneytisdropunum og gripu stjórnendur hans til þess til ráðs að setja hann í dvala í byrjun júlí til þess að tryggja að hann hefði nægt eldsneyti til að snúa loftneti sínu að jörðinni og senda heim gögn frá síðustu athugunum sínum. Eftir að Kepler sendi gögnin í hús í síðasta mánuði lagðist sjónaukinn aftur í dvala. Verkfræðingarnir tilkynntu síðan í dag að hann væri aftur vaknaður og væri byrjaður að skima aftur fyrir fjarreikistjörnum.Space.com segir framtíð geimsjónaukans óljósa. Óregla virðist hafa komið á einn hreyfil geimfarsins sem gæti komið niður á getu stjórnendanna til þess að miða honum rétt. Þá liggur ekki fyrir hversu mikið eldsneyti er eftir í tanknum. Alls hefur Kepler fundið 2.652 fjarreikistjörnur. Það er um 70% af öllum þekktum fjarreikistjörnum til þessa. Enn mun bætast í safnið, jafnvel þó að Kepler gefi upp öndina á næstu vikum, því vísindamenn eiga enn eftir að fara í gegnum lista um 2.700 annarra mögulegra fjarreikistjarna sem sjónaukinn hefur komið auga á.
Tækni Vísindi Tengdar fréttir Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18 Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Sjá meira
Geimsjónauki NASA á síðustu dropunum Kepler-geimsjónaukinn hefur fundið aragrúa fjarreikistjarna frá því að honum var skotið á loft árið 2009. Leiðrangrinum lýkur á næstu mánuðunum. 15. mars 2018 12:18
Afkastamesti fjarreikistjörnukönnuðurinn nálgast endalokin Kepler-geimsjónaukinn er kominn í dvala á meðan gögnum sem hann hefur safnað er hlaðið niður. Eldsneyti hans er að þrotum komið. 10. júlí 2018 10:15