Leiksigur og margra stjörnu viðtökur Benedikt Bóas skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Ólafur Arnalds segir að á plötunni sé steypt saman alls kyns ólíkum áhrifum, t.d. frá elektróník og hipphoppi en einnig hafi hann langað að fanga gleðina sem fyllti áhorfendur þegar rafsveit hans, Kiasmos, spilaði á tónleikum. Benjamin Hardman „Baldvin leikstjóri var búinn að segja mér að ég yrði að vera með lítið hlutverk. Hann fílar að koma fólki á óvart. Einn daginn hringdi hann og sagðist vera með fullkomið hlutverk fyrir mig. Ég ætti að vera frekar krípí meðferðarfulltrúi sem er nokkuð óviðeigandi við stelpur undir lögaldri. Allt mjög eðlilegt en ég sló til,“ segir Ólafur Arnalds skellihlæjandi um hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla. Ólafur gerði tónlistina í myndinni og var Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, búinn að segja við hann að hann yrði að leika örlítið hlutverk. Hann átti ekki alveg von á því að leika slíkt hlutverk en Ólafur er vanari að standa á sviði við píanóið en fyrir framan myndavélarnar. Hann er þó ánægður að hafa slegið til – jafnvel þótt hlutverkið sé eins ólíkt honum og hugsast getur. Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin sem Ólafur hefur samið tónlist við en hann hefur haft píanóputtana í fjölmörgum kvikmyndum í gegnum tíðina. Þá hlaut hann hin virtu BAFTA-verðlaun fyrir tónlistina í þáttaröðinni Broadchurch. Á föstudag kom út ný plata frá Ólafi, re:member, þar sem sjálfspilandi píanó og gervigreind leika stórt hlutverk. Baldvin Z leikstjóri Lof mér að falla fékk Ólaf ekki aðeins til að búa til tónlistina heldur einnig til að leika í myndinni. Fréttablaðið/StefánHún hefur fengið glimrandi dóma en Ólafur hefur verið tvö ár að vinna að henni. „Ég er ánægður með viðtökurnar og þær eru miklu betri en ég þorði að vona. Þegar maður er búinn að vinna að einhverju í tvö ár, eins og ég gerði með þessa plötu, þá missir maður aðeins sjónar á verkefninu og á erfitt með að leggja mat á það. En það er gaman að henda þessu út í kosmósið þegar viðtökurnar eru svona góðar.“ Undanfarin ár hefur Ólafur, ásamt tónlistarmanninum og forritaranum Halldóri Eldjárn, unnið að hugbúnaði sem stýrir tveimur sjálfspilandi píanóum, svokölluðum Stratus píanóum. „Hann ber mikla ábyrgð á því sem er á plötunni. En það er samt bara grunnurinn þar sem hugmyndirnar og tónlistin byrja að vaxa en það eru önnur hljóðfæri í forgrunni á plötunni. Þetta er notað sem einhvers konar fræ þar sem maður sáir hugmyndunum og fer í þær áttir sem maður hefði trúlega ekki farið í.“ Í haust heldur viðamikið tónleikaferðalag Ólafs áfram og teygir sig út um allan heim og langt fram á næsta ár. Árinu lýkur þó með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 18. desember. „Það eru lokatónleikarnir mínir á árinu. Ég er að fara í mikið ferðalag sem byrjar núna í september en við endum heima í Eldborg. Svo heldur ferðalagið áfram eftir áramót. Ég fæ smá jólafrí í faðmi fjölskyldunnar en sting kannski af til aðeins heitari landa yfir áramótin.“ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira
„Baldvin leikstjóri var búinn að segja mér að ég yrði að vera með lítið hlutverk. Hann fílar að koma fólki á óvart. Einn daginn hringdi hann og sagðist vera með fullkomið hlutverk fyrir mig. Ég ætti að vera frekar krípí meðferðarfulltrúi sem er nokkuð óviðeigandi við stelpur undir lögaldri. Allt mjög eðlilegt en ég sló til,“ segir Ólafur Arnalds skellihlæjandi um hlutverk sitt í kvikmyndinni Lof mér að falla. Ólafur gerði tónlistina í myndinni og var Baldvin Z, leikstjóri myndarinnar, búinn að segja við hann að hann yrði að leika örlítið hlutverk. Hann átti ekki alveg von á því að leika slíkt hlutverk en Ólafur er vanari að standa á sviði við píanóið en fyrir framan myndavélarnar. Hann er þó ánægður að hafa slegið til – jafnvel þótt hlutverkið sé eins ólíkt honum og hugsast getur. Þetta er ekki fyrsta kvikmyndin sem Ólafur hefur samið tónlist við en hann hefur haft píanóputtana í fjölmörgum kvikmyndum í gegnum tíðina. Þá hlaut hann hin virtu BAFTA-verðlaun fyrir tónlistina í þáttaröðinni Broadchurch. Á föstudag kom út ný plata frá Ólafi, re:member, þar sem sjálfspilandi píanó og gervigreind leika stórt hlutverk. Baldvin Z leikstjóri Lof mér að falla fékk Ólaf ekki aðeins til að búa til tónlistina heldur einnig til að leika í myndinni. Fréttablaðið/StefánHún hefur fengið glimrandi dóma en Ólafur hefur verið tvö ár að vinna að henni. „Ég er ánægður með viðtökurnar og þær eru miklu betri en ég þorði að vona. Þegar maður er búinn að vinna að einhverju í tvö ár, eins og ég gerði með þessa plötu, þá missir maður aðeins sjónar á verkefninu og á erfitt með að leggja mat á það. En það er gaman að henda þessu út í kosmósið þegar viðtökurnar eru svona góðar.“ Undanfarin ár hefur Ólafur, ásamt tónlistarmanninum og forritaranum Halldóri Eldjárn, unnið að hugbúnaði sem stýrir tveimur sjálfspilandi píanóum, svokölluðum Stratus píanóum. „Hann ber mikla ábyrgð á því sem er á plötunni. En það er samt bara grunnurinn þar sem hugmyndirnar og tónlistin byrja að vaxa en það eru önnur hljóðfæri í forgrunni á plötunni. Þetta er notað sem einhvers konar fræ þar sem maður sáir hugmyndunum og fer í þær áttir sem maður hefði trúlega ekki farið í.“ Í haust heldur viðamikið tónleikaferðalag Ólafs áfram og teygir sig út um allan heim og langt fram á næsta ár. Árinu lýkur þó með tónleikum í Eldborgarsal Hörpu þann 18. desember. „Það eru lokatónleikarnir mínir á árinu. Ég er að fara í mikið ferðalag sem byrjar núna í september en við endum heima í Eldborg. Svo heldur ferðalagið áfram eftir áramót. Ég fæ smá jólafrí í faðmi fjölskyldunnar en sting kannski af til aðeins heitari landa yfir áramótin.“
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Tónlist Mest lesið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Fleiri fréttir Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Sjá meira